Fréttablaðið - 19.10.2013, Blaðsíða 101

Fréttablaðið - 19.10.2013, Blaðsíða 101
LAUGARDAGUR 19. október 2013 | MENNING | 65 BÆKUR ★★ ★★★ Náttúruleg skáldaga Georgi Gospodinov. ÞÝÐING: AÐALSTEINN ÁSBERG SIGURÐSSON. DIMMA Búlgarskar bókmenntir eru líklega fáum íslenskum lesendum vel kunn- ar. Við fyrstu athugun virðist saga þeirra þó eiga ýmislegt sameigin- legt með okkar eigin bókmennta- sögu: gullöld á miðöldum með líflegri handritamenningu, endur- reisn á nítjándu öld og eitt Nóbel- skáld, þótt Elias Canetti hafi raunar flust frá Búlgaríu sex ára gamall og skrifað á þýsku. Að frátöldum þýð- ingum á Canetti sé ég ekki betur en Náttúruleg skáldsaga sé fyrsta bókin sem þýdd er á íslensku eftir búlgarskan höfund og sú alfyrsta sem skrifuð er á búlgörsku. Það eitt ætti að nægja til að vekja forvitni lesenda. Náttúruleg skáldsaga kom fyrst út fyrir fjórtán árum þegar póst- módernisminn var á lokametr- unum sem tískustefna í vestræn- um bókmenntum. Þetta leynir sér ekki og margt er kunnuglegt við bæði aðferð sögunnar og efnistök. Hún er brotakennd, sjálfsvísandi og uppfull af tilvitnunum í aðrar skáldsögur og ýmiss konar fræði. Einhvers staðar í þessu kraðaki er sögð saga, sem kannski er af sögu- manni sjálfum, kannski saga annars manns sem hann hefur eignað sér, af manni sem er nýskilinn við kon- una sína vegna þess að hún er ólétt eftir annan mann. Hann er rithöf- undur og reynir að skrifa skáldsögu. Þannig kallast sagan um hjónaband- ið annars vegar og sagan um tilurð sögunnar á með spurningum um uppruna og feðrun. Brotin sem umlykja þessa sögu eru af margvíslegu tagi, sögumaður fer mikinn í klósett og kúk og piss húmor sem hann tengir við sögu, menningu og tungumál á marg- víslegan, stundum snjallan, hátt. Hér eru líka vangaveltur um form skáldsögunnar og mikil súpa af til- vísunum í heimsbókmenntirnar. Náttúruleg skáldsaga er á köflum bráðsnjöll og skemmtileg, það eru í henni óvæntir snúningar á hefð- bundið skáldsöguform, en margt í henni virkar líka kunnuglegt þótt það hafi kannski verið ferskt og nýtt í sínu samhengi á sínum tíma. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson þýðir bókina úr dönsku og ensku. Á stöku stað má sjá þessi tvö frummál gægjast fram í textanum, setningar með ensku- eða dönskulegri orðaröð svo dæmi sé tekið. Að öðru leyti er texti bókarinnar vandaður og stund- um reynir á þýðandann, t.d. í þýð- ingu á spakmælum, raunverulegum og tilbúnum og margþættum tilvís- unum í allar áttir. Jón Yngvi Jóhannsson NIÐURSTAÐA: Forvitnileg búlgörsk skáldsaga sem kemur stundum á óvart en ekki nógu oft. Kunnugleg aðferð, óvæntar uppákomur GEORGI GOSPODINOV Náttúruleg skáldsaga er fyrsta bók Gospodinovs sem þýdd er á íslensku. Kvikmyndin Venjulegur fasismi í leikstjórn Mikhaíls Romm verður á dagskrá Kvikmyndasafnsins í dag klukkan 16. Í myndinni lýsir Romm á persónulegan hátt upp- gangi fasismans í Evrópu fyrir heimsstyrjöldina síðari og beitir til þess fréttamyndum, meðal annars myndskeiðum úr einka- safni Hitlers. Á undan myndinni verður sýndur sex mínútna kafli úr heimildarmynd um Romm. Sýningin verður í Bæjarbíói, bíó- húsi Kvikmyndasafnsins, Strand- götu 6, Hafnarfirði. Venjulegur fasismi Romms HITLER Í kvikmynd sinni lýsir Romm uppgangi fasismans í Evrópu á milli stríða. Tónleikanefnd Háskóla Íslands stendur fyrir árvissri tónleika- röð sem nefnist Háskólatónleikar. Þeir eru haldnir í hátíðasal og kapellu Aðalbyggingar. Boðið er upp á afar fjölbreytt verk en áhersla er þó á klassíska tónlist eftir innlend og erlend tónskáld sem ekki hefur verið flutt áður á Íslandi. Miðvikudaginn 23. október klukkan 12.30 munu klarínettu- leikararnir Ármann Helgason og Einar Jóhannesson flytja verk eftir Francis Poulenc og Bern- hard Crusell og frumflytja í fyrsta skipti hérlendis verk eftir Áskel Másson og Elínu Gunn- laugsdóttur. Tónleikarnir verða í kapellu Háskóla Íslands. Ármann og Einar í kapellu Þórarinn Hjartarson segir og syngur ástarsögu Páls Ólafssonar í bókasal Þjóðmenningarhússins í dag klukkan 16. Þórarinn les og syngur ljóð Páls og með stuttri frásögn á milli ljóðanna segja þau hug- næma sögu Páls og Ragnhildar konu hans. Lífsdagbók ástarskálds ÁSTARSÖNGVAR Þórarinn Hjartarson syngur ljóð Páls Ólafssonar og segir sögu hans og Ragnhildar. NÚ Í FULLUM GANGI Í PERLUNNI FRÁ 18. OKT. TIL 10. NÓV. OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 11 TIL 18 GÍFURLEGT ÚRVAL AF ÖLLUM TEGUNDUM TÓNLISTAR, HLJÓÐBÓKA OG DVD MYNDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.