Fréttablaðið - 24.10.2013, Page 4

Fréttablaðið - 24.10.2013, Page 4
24. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 VERSLUN „Við viljum berjast til síðasta blóðdropa,“ segir Elvar Eyvindsson, kúabóndi og fulltrúi Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn Rangárþings eystra, sem hyggst ræða stofnun almenningshluta- félags um rekstur dagvöruversl- unar á íbúafundi. Rangæingar hafa lengi verið ósáttir við verðlag í verslun- inni Kjarval sem Kaupás rekur á Hvolsvelli eins og á mörgum öðrum stöðum á Suðurlandi. Þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni hefur engin lágvöruverðskeðja fengist til að opna verslun á staðnum þótt heimamenn sjálfir telji grundvöll til þess. Tillaga Elvars og Kristínar Þórð- ardóttur um íbúafundinn var sam- þykkt samhljóða í sveitarstjórn- inni. Þar á að „láta reyna á hvort samtakahugur íbúanna er nægileg- ur til að menn sameinist um stofn- un og rekstur slíks fyrirtækis“, eins og segir í tillögunni. „Ef það er ekki lágvöruverðs- verslun þá getur hver sem er rekið þarna svipaða búð og er í dag. Og það væri alveg eins gott að heima- menn gerðu það,“ segir Elvar. Rangárþing eystra á gamla Kaupfélagshúsið þar sem Kjarval er. Leigunni hefur verið sagt upp frá áramótum en verslunin hefur forleigurétt. „Það er ekki auðvelt en kannski vill fólk hafa það tómt og bjarga sér í öðru húsnæði á meðan við erum að losna frá þess- um forleigurétti,“ segir Elvar um þá stöðu. Þá bætir Elvar við að hann telji landsbyggðina að vissu leyti ofur- selda verslanakeðjum sem bjóði ekki sérlega gott verð. „Það sem verður eftir hjá okkur eru láglaunastörfin en öll yfir- stjórnin er annars staðar og hagn- aðurinn fer annað líka,“ segir Elvar sem kveður heimamenn engar áhyggjur hafa af því að verslun leggist af á Hvolsvelli. Yfir þrjú hundruð þúsund ferða- menn fari um bæinn á ári. „Auðvitað vilja verslunareigend- ur mjólka það án þess að við njót- um en við viljum láta reyna á það til hins ýtrasta hvort ekki sé hægt að koma því í betra horf,“ segir Elvar. „Við erum sannfærð um að það er hægt að vera með skikkan- legra verð. Ef þeir geta það ekki þá viljum við bjóða einhverjum öðrum það. Og ef enginn annar getur þetta, þá getum við alveg eins gert þetta sjálf.“ gar@frettabladid.is Það sem verður eftir hjá okkur eru láglauna- störfin en öll yfirstjórnin er annars staðar og hagnaðurinn fer annað líka. Elvar Eyvindsson, sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi eystra. MEÐAL-ÍSLENDINGURINN FER 4,5 SINNUM Í BÍÓ Á ÁRI Höfuðborgarbúar eru bíósæknari en aðrir landsmenn. Þeir fara 6,1 sinni í bíó á ári. Íbúar Norðvesturlands sækja hins vegar ekki kvikmyndahús nema 0,2 sinnum á ári hverju, sem jafngildir einu skipti á mann á fimm ára fresti. Heimild: Hagstofa Íslands SVEITARSTJÓRNARMÁL Vill annað sæti Áslaug María Friðriks- dóttir borgarfulltrúi gefur kost á sér í annað sæti listans í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Hún hefur verið borgarfulltrúi síðan í haust en varaborgarfulltrúi frá 2006. Þá hefur hún gegnt margvíslegum trún- aðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sækist eftir þriðja sæti Karl Pétur Jónsson býður sig fram í þriðja sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins á Seltjarnar- nesi fyrir sveitarstjórn- arkosningarnar í vor. Karl Pétur er framkvæmdastjóri Mostly Human Entertainment, fyrirtækis í alþjóðlegri framleiðslu menningarefnis og hefur um áratugaskeið verið ráðgjafi í almannatengslum. Almenningur stofni verslun á Hvolsvelli Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti tillögu sjálfstæðismanna um að boða til íbúafundar til að ræða almenningshlutafélag um verslun á Hvolsvelli. Ástæðu- laust væri að setja arðbæra verslun í hendur stórfyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. HVOLSVÖLLUR Verslunin Kjarval er í gamla Kaupfélagshúsinu sem Rangárþing eystra á við þjóðveginn í gegnum Hvolsvöll. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÍNA, AP Kína og Indland skrifuðu í gær undir samkomulag, sem þykir gefa von um að nú sjái fyrir end- ann á deilum milli asísku risanna um landamærasvæði í vestanverð- um Himalajafjöllum. Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, og Manmohan Singh, starfs- bróðir hans frá Indlandi, hand- söluðu samkomulagið að loknum fundi í Beijing. Deilur hafa staðið milli land- anna í hálfa öld um landsvæði sem er litlu stærra en Ísland að flatar- máli. - þj Grafa stríðsöxina eftir 50 ár: Sömdu um frið á landamærum VILJA FRIÐ Forsætisráðherrar Kína og Indlands sömdu um frið á umdeildu landamærasvæði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Tíu voru í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmd- ir til að greiða hundrað þúsund krónur í sekt fyrir vændis- kaup. Greiði þeir ekki sektina þurfa þeir að sitja sex daga í fangelsi. Ákærurnar voru þingfestar í gærmorgun og dómari ákvað að dæma mennina strax, þó svo að einungis tveir þeirra hefðu mætt fyrir dóminn. Heimilt er að dæma menn að þeim fjarstöddum ef nægilega lítil refsing liggur fyrir brotinu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu byggir ríkissaksókn- ari málin á myndbandsupptökum fyrir utan blokk, og inni í stigangi, í Hamraborg í Kópavogi. Þar sjást mennirnir kaupa vændi, líklegast af einni konu. Málin eru hluti af 86 málum sem lögreglan á höfuðborgar- svæðinu sendi til ríkissaksóknara í sumar. - sh Tveir vændiskaupendur mættu fyrir dóm og hlutu 100 þúsund króna sekt: Tíu sektaðir fyrir vændiskaup HULDI ANDLIT SITT Annar þeirra sem mættu í dóm- inn í gær sést hér hylja andlit sitt fyrir ljósmyndurum. ÁSTRALÍA Áframhaldandi miklum hitum er spáð næstu vikurnar í Ástralíu. Viðvarandi hætta er því á gróðureldum. Þúsundir manna berjast við að slökkva kjarrelda í suðausturhluta álfunnar. Hitinn mældist 33,6 gráður í Sydney í gær, en það var fimmti dagurinn í þessum mánuði sem hitinn fór yfir 30 stig. Í gær var svo skýrt frá því að heræfing vestur af Sydney hefði valdið því að miklir eldar kvikn- uðu í gróðri þar. - gb Ekkert lát er á kjarreldum: Herinn kveikti suma eldana GRIKKLAND, AP Gríska þingið samþykkti í gær að loka á úthlut- un opinbers fjár til Gullinnar dögunar, flokks þjóðernissinna. Gullin dögun jók nokkuð við fylgi sitt í síðustu þingkosningum þar sem flokkurinn náði að nýta sér óánægju og óöryggi almenn- ings í efnahagsþrengingunum. Félagsmenn hafa þó þótt fara yfir strikið, meðal annars er einn þeirra sakaður um að hafa myrt vinstrisinnaðan tónlistarmann. Yfirvöld hafa hert tökin á flokknum að undanförnu og for- maður hans, auk tveggja þing- manna, er nú í haldi lögreglu. - þj Þingið gegn Gullinni dögun: Klippa á pening til öfgaflokks HEILBRIGÐISMÁL Kynningarátaki til að fjölga lifandi nýragjöfum var ýtt úr vör í gær og vefsíðan nyraigraedsla.is formlega opnuð til þess að freista þess að fjölga nýragjöfum. Þörf fyrir ígræðslu nýra hefur farið vaxandi á undan- förnum árum vegna aukinnar tíðni nýrnabilunar sem meðal annars má rekja til afleiðinga svokallaðra lífsstílssjúkdóma. Á síðunni er að finna ítarlegar upplýsingar um hverjir geta gefið nýra og jafnframt útskýrt hvernig ferlið er í kringum nýragjöf. -ebg Tuttugu bíða eftir gjafanýra: Átak til að fjölga gjöfum LÖGREGLUMÁL Vilja stöð á Seltjarnarnes Lögbrot á Seltjarnarnesi eru hlutfalls- lega fá, að því er fram kemur í könnun sem lögregla kynnti starfsmönnum bæjarins á mánudag. Þar kom meðal annars fram að lítið eða ekkert virtist vera um ofbeldisbrot á Seltjarnarnesi. Meirihluti bæjarbúa telur þó að lög- reglustöð vanti í bæinn. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur Víða fremur stíf norðanátt. LÉTTIR TIL SYÐRA Það má búast við úrkomu um norðan- og austanvert landið næstu daga en á morgun léttir til um sunnan- og suðvestanvert landið. 2° 13 m/s 4° 10 m/s 5° 4 m/s 7° 8 m/s Á morgun 5-13 m/s. Gildistími korta er um hádegi 2° -1° 1° 0 0° Alicante Basel Berlín 26° 20° 16° Billund Frankfurt Friedrichshafen 13° 16° 19° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 14° 14° 28° London Mallorca New York 16° 26° 12° Orlando Ósló París 24° 13° 19° San Francisco Stokkhólmur 16° 12° 5° 8 m/s 7° 6 m/s 4° 5 m/s 4° 11 m/s 2° 7 m/s 3° 8 m/s -2° 7 m/s 4° 1° 5° 2° 1°

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.