Fréttablaðið - 24.10.2013, Page 18

Fréttablaðið - 24.10.2013, Page 18
24. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 18 Svíum er nú heimilt að aka á bifreiðum með nagladekkjum inn í Þýskaland en eingöngu 500 metra vegalengd er frá ferjunni til áfengisverslunarinnar í Puttgarden. Nagladekk hafa verið bönnuð í Þýskalandi frá 1975 en nú hefur reglunum verið breytt fyrir sænska ferðamenn sem koma til Puttgarden með ferjunni frá Rödby frá 1. nóvember til 31. mars. Vænta má hárra sekta aki menn á nagladekkjum á öðrum leiðum, að því er greint er frá í bílatímaritinu Vi bilägare. Nagladekk eingöngu í áfengisleiðangur Það sem skiptir máli þegar pera er valin er að skoða ljósmagnið. 60W glópera var til dæmis 710 lm. Aðalsteinn Richter, sölumaður hjá Jóhanni Ólafssyni & Co. ➜ Það hversu „hlýtt“ eða „kalt“ ljós er veltur á litahitastiginu og er mælt í Kelvin-gráðum. Reiknivél sem á að aðstoða neytendur við að átta sig á hvað ljóstíminn kostar fyrir mismunandi perur fæst nú endurgjaldslaust í appi hjá Orku- setri. Það er þess vegna hægt að fara með snjall- síma í verslunarleiðangurinn og kanna kostnað- inn. Byrjað er á því að velja hvaða vattastyrk á bera saman, svo er kaupverðið slegið inn og að lokum uppgefinn líftími á perunni. Þá fæst stofn- og rekstrarkostnaður á ljóstíma. Á vefsíðu Jóhanns Ólafssonar ehf, olafsson.is, umboðs Osram-ljósapera, er reiknivél sem byggð er á útreikningum Orkuseturs. Fréttablaðið fékk uppgefið verð hjá Byko í Kópavogi í gær á þremur tegundum Osram-pera, Halogen Eco dimman- legri peru, flúor sparperu og LED-peru. Stofn- og rekstrarkostnaður sparperunnar og LED-perunn- ar á ljóstíma er svipaður en kostnaður Halogen Eco-perunnar á ljóstíma er rúmlega tvöfaldur miðað við hinar perurnar. Fram kemur á vefsíðu umboðsins að ljósmagn LED-pera og sparpera minnki meira á endingar- tíma þeirra en ljósmagn tiltölulega stöðugra gló- pera og halógenpera. Þess vegna kveði löggjöf á um að fyrrnefndu perurnar verði að hafa meira ljósmagn í upphafi til að geta talist samsvarandi valkostur. Jafnframt er bent á að ólíkar peru- gerðir þurfi mjög mismunandi mikið rafmagn til að gefa sama ljósmagn. Því sé réttara að gefa til kynna ljósmagn í lúmenum, lm. Einingin sé skil- greind sem allt það ljós sem ljósgjafi gefi í allar áttir. Þannig megi auðveldlega bera saman birt- umagn mismunandi pera. „Það sem skiptir máli þegar pera er valin er að skoða ljósmagnið. 60W glópera var til dæmis 710 lúmen,“ segir Aðalsteinn Richter, sölumaður á fyr- irtækjasviði hjá Jóhanni Ólafssyni. Það hversu „hlýtt“ eða „kalt“ ljós er veltur á litahitastiginu og er mælt í Kelvin-gráðum. Hlýr hvítur litur venjulegrar ljósaperu svarar til 2.700 Kelvin-gráða. Kaldari litir eru yfir þessu hitastigi. ibs@frettabladid.is Kostnaður borinn saman með appi Nú er hægt að fara með snjallsíma í verslunarleiðangur til að skoða stofn- og rekstrarkostnað á ljóstíma pera. Appið fæst endurgjaldslaust hjá Orkusetri. Ljósmagn ljósapera er nú gefið upp í lúmenum. Auðveldlega er hægt að bera saman birtumagn mismunandi pera. GERÐ GLÓPERA HALOGEN ECO SPARPERA/FLÚOR LED PERA Heiti peru Halogen Eco 46W Dulux Value 15W 827 Led superstar classic A60 advanced 10W Wött 60W (710 lm*) 46W (700 lm*) 14W (840 lm*) 12W (820 lm*) Einingarverð 360 kr 850 kr. 3.990 kr. Ending 1.000 klst. 2.000 klst. 6.000 klst. 20.000 klst. Stofn- og rekstrarkostnaður á ljóstíma 0,77 kr/klst. 0,32 kr/klst. 0,35kr/klst. *lm: lúmen ➜ Kostnaður borinn saman í ljóstímavél Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðis- eftirliti Reykjavíkur um van- merktar vörur á markaði. Vegna mistaka var nýr merkimiði settur á vörurnar án þess að geta þess að hveiti væri eitt af innihaldsefn- unum. Á vef Matvælastofn- unar segir að um sé að ræða Beikonbollur frá Sláturfélagi Suðurlands og Cordon Bleu frá Sláturfélagi Suðurlands. Vörurnar voru eingöngu seldar hjá Stórkaupum í Faxafeni í Reykjavík. Vanmerktur óþolsvaldur í kjötvörum Tæplega 43 prósent af þeim fjórtán fisk- búðum sem Neytendastofa heimsótti í september síðastliðnum voru ekki með löggiltar vogir. Fiskbúðirnar sem um ræðir voru Hafrún, Litla fisk- búðin, Hafið, Fiskbúðin Vegamót, Fylgifiskar og Fiskbúðin Höfða- bakka, að því er kemur fram á vef Neytendastofu. Tekið er fram að verslanirnar verði að koma þessu í lag til að neytendur geti verið vissir um að þeir séu að greiða fyrir rétta vigt. Einnig kom fram að verðmerkingar voru í ólagi í 28 prósentum tilvika. Verðmerkingar voru ekki í lagi hjá Fylgifiskum, Fiskbúðinni Hafberg, Gallerý Fiski og Fiskbúðinni Höfðabakka. Löggilding voga í fi skbúðum í ólagi www.volkswagen.is Volkswagen Caddy Caddy er áreiðanlegur, sparneytinn og þægilegur í allri umgengni. Lipur vinnuþjarkur með frábæra aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað. Hann er fáanlegur með bensín-, dísil- og metan- vélum frá framleiðanda. *Miðað við Caddy TSI bensín, 86 hestöfl, beinskiptur. Aukahlutir á mynd, álfelgur og þokuljós. Góður vinnufélagi Atvinnubílar Til afgreiðslu strax Fæst einnig fjórhjóladrifinn Caddy* kostar aðeins frá 3.090.000 kr. (2.462.151 kr. án vsk)

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.