Fréttablaðið - 24.10.2013, Síða 20

Fréttablaðið - 24.10.2013, Síða 20
24. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 20 Sænski hagfræðingurinn Axel Lei- jonhufvud er staddur hér á landi þar sem hann heldur meðal annars erindi í fyrirlestrasal Þjóðminja- safnsins í hádeginu í dag. Fyrir- lesturinn er í boði Samtaka fjár- festa og Hagfræðideildar HÍ. Leijonhufvud er prófessor emeritus við UCLA og háskólann í Trento á Ítalíu og hefur allt frá því á sjöunda áratugnum skrifað um margvísleg málefni, meðal annars hvernig oftrú á getu markaða til að leiðrétta sveiflur getur leitt til mis- taka í hagstjórn. Yfirskrift fyrirlestursins í dag er „Efnahagskreppan og kreppa hagvísinda“. „Þú veist nú sennilega hvað átt er við með efnahagskreppunni, en kreppan sem hagvísindin eru í er annað mál. Þegar kreppan reið yfir voru þær kenningar sem ríktu í hagfræði ansi erfið módel sem tóku fjármálamarkaði alls ekki með í reikninginn. Þau íhuguðu ekki óstöðugleikann sem var falinn í þeim. Þau voru algjörlega ófær um að eiga við kreppuna, skilja hana eða hjálpa á nokkurn hátt.“ Leijonhufvud segir að hagvísind- in hafi verið í stöðugri þróun þar sem ríkjandi kenningar skiptust á. „En eftir að kreppan skall á komumst við að því að þessi þróun hafði teymt okkur til Hvergi- lands.“ Spurður hvort hagfræðingar hafi verið ófærir um að spá fyrir um það sem verða vildi í aðdrag- anda kreppunnar segist Leijon- hufvud ekki vera mikið fyrir vangaveltur og spár sem slíkar. „Mér finnst vafasamt að leggja of mikið upp úr slíku, en punkt- urinn er að við gátum ekki séð að allur fjármálastrúktúrinn var að vaxa og líkurnar á alvarlegum óstöðugleika voru að aukast.“ Regluverki var létt af fjármála- mörkuðum á níunda áratugnum en Leijonhufvud segir að vanda- málið hafi meðal annars falist í því að eftirlitskerfið, sem hafði verið við lýði frá fjórða áratugn- um, laut að fjármálamarkaði síns tíma og reiknaði ekki með margs konar nýjungum sem höfðu komið fram, til dæmis afleiðum. „Gömlu reglurnar áttu að verja okkur gegn áhlaupi á banka, en það var mjög lítið um slíkt í þetta skiptið.“ En hafa menn lært sína lexíu af því sem gengið hefur á síðustu fimm árin eftir að kreppan skall á? „Nei. Ég held ekki. Ég held að fólk gangist ef til vill við því að hafa haft rangt fyrir sér um ákveðna hluti og þeim þurfi mögu- lega að kippa í lag, en vandinn er mun djúpstæðari en svo. Við þurf- um að horfa á málið í stærra sam- hengi.“ Leijonhufvud hélt líka fyrirlest- Hafa ekki lært neina lexíu af kreppunni Sænski hagfræðingurinn Axel Leijonhufvud er staddur hér á landi þar sem hann heldur meðal annars fyrirlestur í Þjóðminjasafninu í dag. Hann segir ríkjandi kenningar hagvísindanna hafa reynst ófærar um að hjálpa til í efnahagskreppu. Hér á Íslandi hefur mikið verið rætt um hvort krónan hafi verið bjargvættur eða bölvun. Hvernig lítur þetta út fyrir þér? „Ef þið hefðuð verið með evru áður en kreppan skall á hefðuð þið aldrei lent í svona nokkru þar sem Seðlabanki Evrópu í Frankfurt hefði tekið í taumana áður en bankakerfið ykkar blés út eins og raun bar vitni. Hins vegar lentuð þið sannarlega í þessum hremmingum og í því tilfelli þjónaði það ykkar hagsmunum að geta fellt gengi krónunnar.“ ➜ Krónan hjálpaði úr því sem komið var GAGNRÝNINN Axel Leijonhufvud vakti fyrst athygli með skrifum sínum á sjöunda áratugnum. Hann deilir á ríkjandi kenningar í hagvísindum sem hafi ekki tekist að eiga við efnahagskreppuna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Íslenskir lífeyrissjóðir eru stærsti einstaki eigendahópurinn á hluta- bréfamarkaðnum hér á landi. Þeir eiga að minnsta kosti 30,3 prósent af heildarvirði markaðarins, að því er fram kom í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka í gær. „Eignarhlutur lífeyrissjóðanna hefur einnig aukist mest frá árs- byrjun eða um 4,4 prósentustig,“ segir í Morgunkorninu. Þar segir einnig að erlendir aðil- ar séu næst stærsti eigendahópur- inn með 18,4 prósenta hlut af heild- arvirði markaðarins. Sú staðreynd skýrist að stærstum hluta af eign- arhaldi þeirra í íslensku félögun- um Össuri, Marel og Eimskipum. Félögin eru öll hlutfallslega stór miðað við heildarvirði íslenska hlutabréfamarkaðarins. „Ef hækkun markaðsvirðis ein- stakra eigendahópa er skoðuð frá ársbyrjun þá hefur virði eignar- halds innlendra sjóða hækkað mest en eign þeirra hefur aukist um 76,5 prósent að markaðsvirði,“ segir í Morgunkorninu. -hg Lífeyrissjóðirnir stærsti eigendahópurinn á íslenskum hlutabréfamarkaði: Eiga þriðjung allra hlutabréfa ur hjá Seðlabanka Íslands í gær þar sem hann fjallaði um seðla- banka, óstöðugleika og tekjudreif- ingu. „Flestir hagfræðingar sem aðhyllast peningastefnu hafa verið þjálfaðir til að líta framhjá tekju- dreifingu. Þeir líta svo á að ef verðbólga verður, þá muni skuld- arar hagnast, og þegar verðhjöðn- un verður þá muni lánardrottnar njóta góðs af. Frá kreppu hefur misskipting tekna hins vegar aukist mikið. Ein af ástæðum þess er hvernig kerfið hefur verið rekið í Bandaríkjunum síðustu ár þar sem fjárstreymi hefur verið beint að bankageiranum, sérstak- lega Wall Street, á meðan tekjur almennra borgara hafa staðið í stað. Það hefur ekki verið mikið fjallað um það, en mér finnst þetta vera stórmál.“ Leijonhufvud segir að þegar kreppan skall á hafi bandaríska ríkið dælt fjármunum inn í kerf- ið, í formi neyðarlána til að bjarga fyrirtækjum. „Það var rétt að gera því að það bjargaði miklu, en í framhaldinu bauðst bönkum að taka lán á svo gott sem engum vöxtum. Þar sem þeim hugnaðist ekki að lána fyr- irtækjum pening fjárfestu þeir í ríkisskuldabréfum sem voru fyrst með um fimm prósent vexti en sigu síðar niður fyrir þrjú prósent. Svo notuðu þeir afraksturinn til þess að greiða neyðarlánin til baka og rík- isstjórnin hrósar sjálfri sér fyrir að hafa gert rétt. Reikningar bank- anna segja hins vega aðra sögu og nú eiga þeir gríðarlegar fjárhæðir sem skattgreiðendur skulda þeim. Þetta er eins og leikurinn með skeljarnar og baunina þar sem pen- ingar ríkisins eru færðir til.“ thorgils@frettabladid.is KAUPHÖLLIN Útlendingar eiga næstflest hlutabréf í Kauphöllinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hagnaður stoðtækjaframleiðand- ans Össurar nam þrettán millj- ónum Bandaríkjadala, eða um 1,6 milljörðum íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta kom fram í til- kynningu sem félagið sendi frá sér í gær. Hagnaðurinn jókst um 28 pró- sentustig milli ára því hagnaður þriðja ársfjórðungs 2012 var tíu milljónir dala, eða 1,2 milljarðar íslenskra króna. Sala fyrirtækisins á ársfjórð- ungnum nam 105 milljónum dala, eða 12,7 milljörðum íslenskra króna. - hg Hagnaður jókst um 28% á milli ára á þriðja ársfjórðungi: Össur hagnast um 1,6 milljarða JÁKVÆÐ MERKI Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, sagði í tilkynningu að niðurstöður fjórðungsins sýndu góðan árangur og sterkt sjóðstreymi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Miðasala fer fram á Miði.is og í síma 540-9800 Skráðu þig á póslistann okkar á www.jolagestir.is MIÐASALA HEFST Í DAG KL. 10 GÓA OG FJARÐARKAUP KYNNA MEÐ STOLTI 14. DESEMBER Í HÖLLINNI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.