Fréttablaðið - 24.10.2013, Page 22

Fréttablaðið - 24.10.2013, Page 22
24. október 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Kvennafrídagurinn 24. október er merki- legur dagur í sögu íslenskrar kvenna- hreyfingar því segja má að þann dag árið 1975 hafi hún á ný risið upp sem hin öfluga, fjölmenna samstöðuhreyf- ing sem hefur mótað samfélag okkar æ síðan. Framlag hennar er mikilvægt fyrir þróun jafnréttisbaráttunnar, en ekki síður fyrir þróun stjórnmálanna og lýðræðisins. Frá upphafi hefur áherslan verið á réttindi kvenna á vinnumarkaði, launa- jafnrétti og aðgengi að menntun, störf- um og valdastöðum innan atvinnulífs og stjórnmála. Þess vegna er 24. október hátíðar- og baráttudagur og mikilsvert tilefni til að minna okkur öll á ríkulegt framlag kvenna til lífsgæða, mannrétt- inda og auðlegðar Íslands. Í tilefni af 30 ára afmæli kvennafrí- dagsins á sínum tíma og í þakkarskyni við framlag jafnréttishreyfingarinnar til þróunar samfélagsins var stofnað til Jafnréttissjóðs til að styrkja nýsköpun þekkingar á sviði jafnréttis- og kynja- fræða með sérstakri áherslu á stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Í því fólst við- urkenning á nauðsyn þess að efla rann- sóknir á hlutskipti kvenna og karla og að skjóta sterkari stoðum þekkingar undir starf að jafnrétti kynjanna á margvísleg- um vettvangi, bæði á vegum stjórnsýsl- unnar sem annarra. Sérstaklega skyldi styðja ungar fræðikonur við uppbygg- ingu á fræðimannsferli sínum. Að auki höfðu sterkar líkur verið leiddar að því að konur sem umsækjendur eða rann- sóknarverkefni á sviði jafnréttis kynja gætu borið skarðan hlut frá borði við samkeppni um fé í rannsóknarsamfélag- inu í heild. Jafnréttissjóður hefur nú styrkt hátt á þriðja tug rannsóknarverkefna. Í dag er úthlutað styrkjum til fimm ólíkra rann- sókna sem öll munu nýtast í jafnréttis- starfinu. Rannsóknirnar snúa að launa- jafnrétti kynjanna, viðhorfum unglinga til verkaskiptingar kynja, ólíkum áhrif- um atvinnuleysis á sálræna líðan karla og kvenna auk þess sem sjónum verður beint að orðræðu samfélagsins sem teng- ist móðurhlutverkinu. Loks ber að nefna rannsóknarverkefni þar sem kastljósinu verður beint að fjarveru kvenna á sýn- ingum íslenskra menningarminjasafna. Með þessu leggur Jafnréttissjóður sitt lóð á vogarskálarnar til eflingar þekk- ingar sem nýtist jafnréttisbaráttunni og samfélaginu öllu. Til hamingju með daginn. Þekking til framfara JAFNRÉTTI Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra F ærri feður taka sér nú fæðingarorlof með börnum sínum en á árunum fyrir hrun. Fréttablaðið sagði í gær frá fyrstu handföstu tölunum um áhrifin af veru- legri lækkun fæðingarorlofsgreiðslnanna árið 2009. Afleiðingarnar komu ekki strax í ljós, því að um leið og greiðslurnar voru skornar niður var tímabilið sem foreldrar hafa til að taka orlofið lengt úr átján mánuðum í þrjú ár. Nú sjáum við því í fyrsta sinn hverju skerðingin breytti varðandi feður barna sem fæddust árið 2009. Samtals tóku 77% þeirra sér fæðingarorlof, en tæplega 84% feðra barna sem fæddust árið áður. Áhrifin á feður barna sem hafa fæðzt síðar eru ekki að fullu komin fram, en af feðrum barna sem fæddust á síðasta ári hafa til dæmis aðeins tæplega 67% tekið orlof. Þá hefur þeim feðrum fækkað verulega sem taka meira orlof en mánuðina þrjá sem feður eiga sjálfstæðan rétt til. Það þýðir væntanlega líka að mæðurnar taka meira af sameiginlegum rétti foreldra og eru lengur frá vinnu. Þróunin þarf ekki að koma á óvart; þakið á greiðslum í fæðingarorlofi var eftir hrun lækkað úr 535 þúsund krónum í 300 þúsund. Vegna þess að launamunur kynjanna er ennþá staðreynd og feður eru oftast með hærri laun en mæður, hlaut skerðingin að þýða að færri feður treystu sér í tekjumissinn sem því fylgir að fara í fæðingarorlof. Þessi breyting vinnur augljóslega gegn einu af markmiðum breytinganna á fæðingarorlofinu sem gerðar voru um alda- mótin; að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaðnum og rjúfa vítahringinn sem kynbundinn launamunur er hluti af. Launamunurinn er ekki sízt tilkominn vegna þess að vinnuveitendur líta enn svo á að konur séu óáreiðanlegri starfskraftur en karlar af því að þær eru lengur frá störfum vegna barneigna og bera meiri ábyrgð á börnum og heimili. Þegar feður áttu engan sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs og orlofsgreiðslurnar voru lágar var það að mörgu leyti rökrétt ákvörðun að mæður tækju sér frekar orlof með börnunum; þannig missti heimilið minni tekjur. Og þá var forsendum launamunarins um leið viðhaldið. Með því að feðurnir fengu hvata til að taka sér orlof með litlum börnum hverfa þeir af vinnumarkaði um skeið og verða um leið líklegri til að sinna börnunum meira þegar fram líða stundir. Þar með verða þeir álíka „óáreiðanlegir“ í vinnu og mæðurnar. Með því að feðrum sem taka sér fæðingarorlof fækkar, minnka hins vegar líkurnar á að það takist að rjúfa vítahring- inn. Þess vegna er það rétt stefna hjá Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra, sem hún lýsti nýlega, að byrja á því að hækka á ný greiðslurnar til foreldra í fæðingarorlofi ef ríkis- fjármálin leyfa, frekar en að lengja orlofið eins og fyrri ríkis- stjórn hafði áform um. Það er áhrifaríkari leið til að rjúfa vítahring launamunar og hefðbundinna kynhlutverka. Feðrum í fæðingarorlofi fækkar eftir hrun: Leiðin til að rjúfa vítahringinn Skipulagsleysi? VÍB, eignastýringarþjónusta Íslands- banka, hélt morgunverðarfund í Hörpu í gær þar sem gjaldeyrisstefna stjórnvalda var til umræðu. Dag- og tímasetning fundarins var ákveðin með tilliti til þess hvenær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra gæti sótt fundinn. Þetta hefur nú legið fyrir í mánuð. Fyrr í vikunni afboðaði for- sætisráðherrann sig hins vegar af fundinum– hann þurfti að fara austur á land að hitta flokksfélaga sína í kjör- dæmaviku. Þetta kom fólki í opna skjöldu – einhvers staðar hlyti skipulagningu hjá Sig- mundi og hans fólki að vera ábótavant. Himinhrópandi fjarvistir Um fátt var meira talað á fundinum í gærmorgun en fjarveru forsætis- ráðherrans– sem lýst var sem „himin- hrópandi“. Og sumir rifjuðu upp að þetta væri raunar ekki í fyrsta sinn sem hann afboðaði sig af svona fundum með skömmum fyrirvara á þeim stutta tíma sem hann hefur setið í embætti. Það hafi líka gerst á fundi Vísinda- og tækniráðs og fundi Samtaka iðnaðarins um stöðu þekkingar- og hugverka- iðnaðarins. Bingó Áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta heitir Bingó. Það er áhugavert nafn á áætlun. Bingó er leikur sem gengur út á að bíða upp á von og óvon eftir því að tölur séu hristar út úr hrærivél og ef maður er mjög heppinn gefst manni tækifæri til að öskra „bingó“ á undan öðrum sem hugsanlega hafa dottið í sama lukkupott. Oftar en ekki tapar maður fyrir keppinautunum. Menn geta svo leikið sér að því að reyna að heimfæra þessa lýsingu upp á við- ræður við kröfuhafa föllnu bankanna. En kannski er óþarfi að reyna að lesa of mikið í svona nafngiftir. stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.