Fréttablaðið - 24.10.2013, Síða 34

Fréttablaðið - 24.10.2013, Síða 34
FÓLK|TÍSKA Ég tók mér frí í eitt og hálft ár og notaði þann tíma til að gera ýmislegt skemmti- legt,“ segir Sara María, fatahönn- uður Forynju, en ný barnafata- lína er væntanleg frá henni á næstu dögum undir merkjum Forynju. Barnafatalínan samanstendur af buxum og peysum, bolum, pilsum, kjólum og samfestingum, í afgerandi hressilegum litum og með áþrykktu munstri sem einkennir hönnun Söru Maríu. Barnafötin höfðu lengi verið á dagskrá en aldrei hafði unnist tími til að sinna þeim, segir Sara. „Gegnum árin hafði ég gert eina og eina barnaflík og langaði alltaf til að gera meira. Í fríinu gat ég spólað til baka, laus við stressið sem fylgdi því að fram- leiða einungis það sem bráðvant- aði í búðina og gert það sem mig langaði til að gera,“ segir Sara. „Þá fór ég að gera barnafötin. Ég er að vinna í línunni á fullu þessa dagana. Peysurnar eru komnar í sölu og svo fer þetta allt í gang eftir helgina.“ Sara nýtti fríið til fleiri hluta en hönnunar barnafatalínunnar. Hún hannar einnig heimilislínu undir merkjum Forynju og í henni eru meðal annars flauels- púðar, viskustykki og borðtuskur með áprentuðum myndum sem Sara tók sjálf. Þá hefur Sara María einnig bæst í hóp hönnuðanna í Kirsu- berjatrénu og í dag klukkan 17 verður opnuð samsýning hennar og Kolbrúnar Ýrar fatahönn- uðar, þar sem Sara sýnir glænýja silkikjóla. „Við Elva Ósk Ólafsdóttir leik- kona höfum verið að vinna sam- an silkikjóla með áprentuðum myndum sem Elva tók sjálf. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á hafinu og myndirnar eru af ígulkerum og fleiru sem tengist sjónum. Kolbrún sýnir nýjustu hálsmenalínu sína, Elsk. Það eru því margir skemmtilegir hlutir í gangi núna, sem er æðislegt. Ég er mjög spennt.“ ■ heida@365.is FORYNJA FYRIR BÖRN ÍSLENSK HÖNNUN Ný barnafatalína og heimilislína eru væntanlegar frá Söru Maríu Forynju á næstu dögum. Þær urðu til þegar hönnuðurinn tók sér lang- þráð frí. Í dag opnar Sara María sýningu á silkikjólum í Kirsuberjatrénu. SAMSTARF Sara María Júlíudóttir Forynja og Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona hafa hann- að silkikjóla með handþrykktum myndum eftir Elvu Ósk. Kjólarnir verða sýndir á sam- sýningu Söru Maríu og Kolbrúnar Ýrar fatahönnuðar í Kirsuberjatrénu, í dag klukkan 17. „Munstrið heitir Houndstooth og er rótgróið í tískuheiminum. Ég rakst á það á hatti í búðinni og sá að það yrði gaman að stækka það upp og betrekkja undirgöngin með því,“ segir Harrý Jóhannsson, listamaðurinn á bak við hressilega veggskreytingu við Lauga- veg 34. Verkið vann hann fyrir Verslun Guð- steins nú í haust en hann er einnig höf- undurinn að baki bindishnúta-leiðbein- ingunum á gafli hússins sem löngu eru orðnar rótgrónar í hugum vegfarenda um Laugaveginn. Svo rótgrónar að mörgum finnst eins og þær séu jafn- gamlar húsinu. „Ég lenti meira að segja í hálfgerðu rifrildi við mann, eldri en ég, sem stóð á því fastar en fótunum að myndirnar hefðu verið þarna frá því hann var pjakkur. Ég tek því sem svo að þær hafi tekist vel,“ segir Harrý hlæjandi. „Sá veggur var skotmark veggjakrot- ara og ég gerði myndirnar fyrir Svövu í Guðsteini, eftir að hafa fylgst með henni mála vegginn aftur og aftur, dag eftir dag. Hann hefur fengið að vera nokkurn veginn í friði síðan,“ segir hann. Hundstannarmunstrið í göngunum er í vinnslu segir Harrý og verður klár- að í vor. Litina í munstrið valdi hann út frá litum hússins og notaði pensil í stað úðabrúsa. „Ég ákvað að mála munstrið á vegg- ina en ekki spreyja, þannig verður það frekar partur af húsinu með tímanum, finnst mér,“ segir hann og er nokkuð ánægður með útkomuna. „Ég hafði mjög gaman af þessu. Það er líka svo frábært að þessi næstum hundrað ára gamla búð á Laugaveginum standi fyrir svona skemmtilegheitum í mið- bænum.“ ■ rat HUNDSTÖNNIN Í UNDIRGÖNGUM Aldagamalt skoskt vefnaðarmunstur hefur verið útfært á undirgöng í miðbæn- um í hressilegum litum. LÍFGAR UPP Á LAUGAVEGINN Harrý Jóhannsson er listamaðurinn á bak við veggskreytinguna á Laugavegi 34. Hann vann hana upp úr aldagömlu skosku vefnaðarmunstri. MYND/GVA Stærðir: 40 - 47 Verð: 16.985.- Stærðir: 41 - 48 Verð: 16.985.- Vandaðir þýskir herraskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stórar stærðir Opið Mánudag-Föstudag Frá klukkan 10:00 - 18:00 og laugardaga: 10 - 14 Stærðir: 40 - 47 Verð: 16.985.- Stærðir: 41 - 48 Verð: 16.985.- Bæjarlind 6 • S. 554 7030 www.rita.is Við erum á Facebook Síðar skyrtur frá str. 36-58 (stórar stærðir) Litir: fjólublátt, svart Save the Children á Íslandi Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Blaðberinn bíður þín

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.