Fréttablaðið - 24.10.2013, Side 38

Fréttablaðið - 24.10.2013, Side 38
KYNNING − AUGLÝSINGÚtfarir FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 20134 ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is j útfararþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararst óri Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson útfararþjónusta G Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Yfirleitt er haft samband við okkur frá dánarstað og við beðin um að f lytja hinn látna í líkhús. Tveir menn eru hjá okkur á útkallsvakt alla daga árs- ins, utan hefðbundins vinnutíma. Síðan hefst skipulagning útfarar- innar og við sjáum um hana í sam- vinnu við aðstandendur,“ útskýr- ir Arnór L. Pálsson, framkvæmda- stjóri Útfararstofu Kirkjugarðanna. Að mörgu þarf að huga við and- lát. Útfararstofan hefur samband við þann prest sem aðstandend- ur óska eftir, ákveða þarf stað og stund fyrir kistulagningu og útför en útför getur farið fram í hvaða kirkju sem er á höfuðborgarsvæð- inu. Kistulagning fer venjulega fram í Fossvogskapellu eða bæn- húsi við Fossvogskirkju, tveimur til sex dögum eftir dauðsfall. Kistulagt er alla virka daga frá 9 til 16 og útfarartímar eru klukkan 11, 13 og 15, mánudaga til föstudaga. „Eins þarf að huga að sálmaskrá og vali á tónlistarfólki, organista og kirkjuskreytingum og hversu margir munu bera kistuna,“ bætir Arnór við. Ákvarðanirnar eru margar sem taka þarf, oft á erfið- um stundum. Arnór segir starfs- fólk útfararþjónustunnar ávallt leggja sig fram við að veita bestu mögulegu þjónustu sem völ er á með áherslu á traust og umhyggju. Nauðsynlegt sé að geta gefið af sér. „Það útskrifar enginn skóli út- fararþjónustufólk, starfið lærist með reynslunni og mannleg sam- skipti þurfa að vera góð. Við búum að mikilli reynslu en hér hefur sami starfsmannahópur unnið árum saman,“ segir Arnór. „Sorgin er allt- af erfið og við hittum fólk á þeirra viðkvæmustu stundum. Þá er nauð- synlegt að starfsfólk geti gefið af sér. Starfið er erfitt en mjög gefandi.“ Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. er stærsta útfararþjónusta landsins, stofnuð 1994, en áður höfðu Kirkjugarðar Reykjavík- ur rekið útfararþjónustu frá árinu 1948. Viðtalsherbergi og skrif- stofur eru til húsa í Vesturhlíð 2 í Fossvogi og þar er einnig aðstaða til gerðar sálmaskráa og skiltagerð. Lagerpláss og bílageymsla stof- unnar er í Auðbrekku 1 í Kópavogi en fyrirtækið rekur fjóra Cadillac- líkbíla og Renault-f lutningabíl. Samvinna er við Útfararþjónustu Hafnarfjarðar og Fjöl-Smíð kistu- verkstæði, um kistukaup. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni, www.utfor.is. Samskiptin mikilvæg Hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna ehf. er áhersla lögð á traust og umhyggju. Fyrirtækið byggir á áratugareynslu starfsfólks en að mörgu þarf að huga þegar andlát ber að höndum. Arnór L. Pálsson, framkvæmdastjóri Útfararstofu Kirkjugarðanna, segir starfið erfitt á stundum en einnig gefandi. Granítsteinar sérhæfa sig í með-höndlun og vinnslu á steinum, þar á meðal legsteinum. Fyrirtækið hefur mikla reynslu af vinnslu granítleg- steina og þar starfa reynslumiklir starfs- menn sem veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf. Auk legsteina úr granít fram- leiða Granítsteinar legsteina úr íslensk- um steini, þá helst stuðlabergi. Ólafur Ragnar Guðbjörnsson, verkstjóri og einn eigenda fyrirtækisins, segir legsteina úr graníti hafa náð mikilli fótfestu hérlend- is enda henti þeir vel íslenskum aðstæð- um og endist mjög vel. „Granítlegsteinar eru níðsterkir og endingargóðir. Við bjóð- um upp á granít frá öllum heimshornum, til dæmis Brasilíu, Indlandi og Noregi, og vinnum þá hér fyrir viðskiptavini okkar. Núorðið er algengt að sjá granít í kirkju- görðum og hafa vinsældir þess vaxið ár frá ári. Við bjóðum upp á átta gerðir af graníti og erum ávallt að auka við úrvalið.“ Einnig býður fyrirtækið upp á legsteina úr marmara og svo úr íslenskum steini, stuðlabergi og grásteini. „Íslenska stuðla- bergið stendur alltaf fyrir sínu og hefur löngum verið vinsælt hjá Íslendingum.“ Áralöng reynsla starfsmanna Granítsteinar bjóða upp á mikið úrval leg- steina og fjölbreytta hönnun. „Legstein- arnir fást í ólíkum stærðum enda allur gangur á því hvernig legsteini viðskipta- vinir sækjast eftir. Starfsmenn okkar að- stoða viðskiptavini við val á legsteini, enda búa þeir yfir mikilli reynslu. Við getum svarað flestum spurningum og komið þannig til móts við fjölbreyttar þarfir við- skiptavina okkar.“ Að sögn Ólafs afgreiða þeir einnig sér- smíðaða legsteina sem einnig njóta tölu- verðra vinsælda. Þeir eru bæði smíðað- ir úr í graníti og stuðlabergi. Ólafur bendir einnig á að hægt sé að lagfæra eldri leg- steina sem séu illa farnir. „Við búum yfir þekkingu og tækni til að lagfæra eldri leg- steina sem jafnvel virðast vera ónýtir. Við getum frískað upp á letrið á þeim og gert þá fallegri.“ Allir starfsmenn fyrirtækisins hafa áralanga reynslu af vinnu við legsteina að sögn Ólafs. „Enda byggjum við starf- semi okkar fyrst og fremst á starfsmönn- um okkar og reynslu þeirra. Það er góður hópur sem stendur að þessu fyrirtæki og þjónustustigið er hátt. Við vinnum verk- efnið frá a-ö, hið eina sem fólk þarf að láta okkur vita er hvað á að standa á steinin- um og hvar hann á að vera. Fagmennska er okkar aðalsmerki og vinnubrögðin eru fyrsta flokks. Það verður enginn svikinn af því að leita til okkar.“ Söludeild Granítsteina er til húsa í Helluhrauni 2 í Hafnarfirði. Fagmennska er okkar aðalsmerki Reynsla starfsmanna og hátt þjónustustig einkennir rekstur Granítsteina í Hafnarfirði. Fyrirtækið selur granítlegsteina og vinnur legsteina úr íslenskum steini, þá helst stuðlabergi sem löngum hefur verið vinsælt hjá Íslendingum. Svartur granítsteinn með vasa og innbyggða lukt úr bronsi. MYND/DANÍEL Svartur granítsteinn með lukt og vasa úr platínummálmi. MYND/DANÍEL „Starfsmenn okkar aðstoða viðskipta- vini við val á legsteini, enda búa þeir yfir mikilli reynslu,“ segir Ólafur Ragnar Guðbjörnsson, verkstjóri og einn eigenda. MYND/DANÍEL GÓÐ RÁÐ Í SORG ● Á vef Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, á www.sorg.is, er að finna góð ráð til þeirra sem vilja hjálpa aðstand- endum í sorg. ● Lausnarorðið er samhygð, það að vera til staðar, viðurkenna sorg og söknuð syrgjandans. Það getur verið gott fyrir syrgjandann að fá að segja hvernig honum líður. Snerting og/eða faðmlag segir meira en mörg orð. ● Það besta sem hægt er að gera er að hlusta, ekki tala. Fólk verður að fara í gegnum sorgarferlið á eigin hraða. ● Ekki segja: „Ég veit hvernig þér líður.“ Þú veist það ekki. „Allt verður betra á morgun.“ Það er ekki víst. „Ég votta þér samúð,“ ef þú meinar það ekki. Syrgjandinn finnur muninn. ● „Þetta gæti verið verra.“ Þú ert einn um það álit.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.