Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.10.2013, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 24.10.2013, Qupperneq 38
KYNNING − AUGLÝSINGÚtfarir FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 20134 ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is j útfararþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararst óri Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson útfararþjónusta G Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Yfirleitt er haft samband við okkur frá dánarstað og við beðin um að f lytja hinn látna í líkhús. Tveir menn eru hjá okkur á útkallsvakt alla daga árs- ins, utan hefðbundins vinnutíma. Síðan hefst skipulagning útfarar- innar og við sjáum um hana í sam- vinnu við aðstandendur,“ útskýr- ir Arnór L. Pálsson, framkvæmda- stjóri Útfararstofu Kirkjugarðanna. Að mörgu þarf að huga við and- lát. Útfararstofan hefur samband við þann prest sem aðstandend- ur óska eftir, ákveða þarf stað og stund fyrir kistulagningu og útför en útför getur farið fram í hvaða kirkju sem er á höfuðborgarsvæð- inu. Kistulagning fer venjulega fram í Fossvogskapellu eða bæn- húsi við Fossvogskirkju, tveimur til sex dögum eftir dauðsfall. Kistulagt er alla virka daga frá 9 til 16 og útfarartímar eru klukkan 11, 13 og 15, mánudaga til föstudaga. „Eins þarf að huga að sálmaskrá og vali á tónlistarfólki, organista og kirkjuskreytingum og hversu margir munu bera kistuna,“ bætir Arnór við. Ákvarðanirnar eru margar sem taka þarf, oft á erfið- um stundum. Arnór segir starfs- fólk útfararþjónustunnar ávallt leggja sig fram við að veita bestu mögulegu þjónustu sem völ er á með áherslu á traust og umhyggju. Nauðsynlegt sé að geta gefið af sér. „Það útskrifar enginn skóli út- fararþjónustufólk, starfið lærist með reynslunni og mannleg sam- skipti þurfa að vera góð. Við búum að mikilli reynslu en hér hefur sami starfsmannahópur unnið árum saman,“ segir Arnór. „Sorgin er allt- af erfið og við hittum fólk á þeirra viðkvæmustu stundum. Þá er nauð- synlegt að starfsfólk geti gefið af sér. Starfið er erfitt en mjög gefandi.“ Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. er stærsta útfararþjónusta landsins, stofnuð 1994, en áður höfðu Kirkjugarðar Reykjavík- ur rekið útfararþjónustu frá árinu 1948. Viðtalsherbergi og skrif- stofur eru til húsa í Vesturhlíð 2 í Fossvogi og þar er einnig aðstaða til gerðar sálmaskráa og skiltagerð. Lagerpláss og bílageymsla stof- unnar er í Auðbrekku 1 í Kópavogi en fyrirtækið rekur fjóra Cadillac- líkbíla og Renault-f lutningabíl. Samvinna er við Útfararþjónustu Hafnarfjarðar og Fjöl-Smíð kistu- verkstæði, um kistukaup. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni, www.utfor.is. Samskiptin mikilvæg Hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna ehf. er áhersla lögð á traust og umhyggju. Fyrirtækið byggir á áratugareynslu starfsfólks en að mörgu þarf að huga þegar andlát ber að höndum. Arnór L. Pálsson, framkvæmdastjóri Útfararstofu Kirkjugarðanna, segir starfið erfitt á stundum en einnig gefandi. Granítsteinar sérhæfa sig í með-höndlun og vinnslu á steinum, þar á meðal legsteinum. Fyrirtækið hefur mikla reynslu af vinnslu granítleg- steina og þar starfa reynslumiklir starfs- menn sem veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf. Auk legsteina úr granít fram- leiða Granítsteinar legsteina úr íslensk- um steini, þá helst stuðlabergi. Ólafur Ragnar Guðbjörnsson, verkstjóri og einn eigenda fyrirtækisins, segir legsteina úr graníti hafa náð mikilli fótfestu hérlend- is enda henti þeir vel íslenskum aðstæð- um og endist mjög vel. „Granítlegsteinar eru níðsterkir og endingargóðir. Við bjóð- um upp á granít frá öllum heimshornum, til dæmis Brasilíu, Indlandi og Noregi, og vinnum þá hér fyrir viðskiptavini okkar. Núorðið er algengt að sjá granít í kirkju- görðum og hafa vinsældir þess vaxið ár frá ári. Við bjóðum upp á átta gerðir af graníti og erum ávallt að auka við úrvalið.“ Einnig býður fyrirtækið upp á legsteina úr marmara og svo úr íslenskum steini, stuðlabergi og grásteini. „Íslenska stuðla- bergið stendur alltaf fyrir sínu og hefur löngum verið vinsælt hjá Íslendingum.“ Áralöng reynsla starfsmanna Granítsteinar bjóða upp á mikið úrval leg- steina og fjölbreytta hönnun. „Legstein- arnir fást í ólíkum stærðum enda allur gangur á því hvernig legsteini viðskipta- vinir sækjast eftir. Starfsmenn okkar að- stoða viðskiptavini við val á legsteini, enda búa þeir yfir mikilli reynslu. Við getum svarað flestum spurningum og komið þannig til móts við fjölbreyttar þarfir við- skiptavina okkar.“ Að sögn Ólafs afgreiða þeir einnig sér- smíðaða legsteina sem einnig njóta tölu- verðra vinsælda. Þeir eru bæði smíðað- ir úr í graníti og stuðlabergi. Ólafur bendir einnig á að hægt sé að lagfæra eldri leg- steina sem séu illa farnir. „Við búum yfir þekkingu og tækni til að lagfæra eldri leg- steina sem jafnvel virðast vera ónýtir. Við getum frískað upp á letrið á þeim og gert þá fallegri.“ Allir starfsmenn fyrirtækisins hafa áralanga reynslu af vinnu við legsteina að sögn Ólafs. „Enda byggjum við starf- semi okkar fyrst og fremst á starfsmönn- um okkar og reynslu þeirra. Það er góður hópur sem stendur að þessu fyrirtæki og þjónustustigið er hátt. Við vinnum verk- efnið frá a-ö, hið eina sem fólk þarf að láta okkur vita er hvað á að standa á steinin- um og hvar hann á að vera. Fagmennska er okkar aðalsmerki og vinnubrögðin eru fyrsta flokks. Það verður enginn svikinn af því að leita til okkar.“ Söludeild Granítsteina er til húsa í Helluhrauni 2 í Hafnarfirði. Fagmennska er okkar aðalsmerki Reynsla starfsmanna og hátt þjónustustig einkennir rekstur Granítsteina í Hafnarfirði. Fyrirtækið selur granítlegsteina og vinnur legsteina úr íslenskum steini, þá helst stuðlabergi sem löngum hefur verið vinsælt hjá Íslendingum. Svartur granítsteinn með vasa og innbyggða lukt úr bronsi. MYND/DANÍEL Svartur granítsteinn með lukt og vasa úr platínummálmi. MYND/DANÍEL „Starfsmenn okkar aðstoða viðskipta- vini við val á legsteini, enda búa þeir yfir mikilli reynslu,“ segir Ólafur Ragnar Guðbjörnsson, verkstjóri og einn eigenda. MYND/DANÍEL GÓÐ RÁÐ Í SORG ● Á vef Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, á www.sorg.is, er að finna góð ráð til þeirra sem vilja hjálpa aðstand- endum í sorg. ● Lausnarorðið er samhygð, það að vera til staðar, viðurkenna sorg og söknuð syrgjandans. Það getur verið gott fyrir syrgjandann að fá að segja hvernig honum líður. Snerting og/eða faðmlag segir meira en mörg orð. ● Það besta sem hægt er að gera er að hlusta, ekki tala. Fólk verður að fara í gegnum sorgarferlið á eigin hraða. ● Ekki segja: „Ég veit hvernig þér líður.“ Þú veist það ekki. „Allt verður betra á morgun.“ Það er ekki víst. „Ég votta þér samúð,“ ef þú meinar það ekki. Syrgjandinn finnur muninn. ● „Þetta gæti verið verra.“ Þú ert einn um það álit.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.