Fréttablaðið - 24.10.2013, Side 50

Fréttablaðið - 24.10.2013, Side 50
24. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 „Minn fyrirlestur verður eins konar angi af eða réttara sagt nýr flötur á ritgerð minni um bautastein Borgesar sem birt- ist í Tímaritröðinni 1005 í vor,“ segir Jón Hallur Stefánsson, einn frummælenda á málþingi um skáldskap argentínska Íslands- vinarins, rithöfundarins og ljóð- skáldsins Jorges Luis Borges sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur fyrir á morgun. „Ég ætla að tala um sverð, en Borges var kominn af hermönnum í báðar ættir og þegar hann var drengur var hann með tvö sverð hangandi á veggj- unum hjá sér. Sverðið tengist því fjölskyldu hans beint og er mjög sterkt tákn í verkum hans alla ævi. Vísar þar til sæmdar og hugrekkis og gildis þess að bregðast ekki sem var honum mjög mikilvægt.“ Málþingið fer fram frá klukkan 14 til 17 á morgun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og er haldið í tilefni þess að út kom á árinu hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni bókin Yfir saltan mar: Þýðingar á ljóðum Jorge Luis Borges. Frummælendur eru auk Jóns Halls þau Hólmfríður Garðars- dóttir, prófessor í spænsku við Háskóla Íslands, Jón Karl Helga- son, prófessor í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands, og Sig- rún Á. Eiríksdóttir þýðandi. Kynn- ir verður Kristín Guðrún Jónsdótt- ir, aðjunkt í spænsku við Háskóla Íslands. Rúsínan í pylsuendanum er síðan fyrirlestur sem ber yfirskriftina: „Hvernig skrifaði Borges: Um handritið Örlög Norðurlanda“ sem Daniel Balderston, prófess- or og framkvæmdastjóri Borges- seturs við Háskólann í Pittsburg í Bandaríkjunum, flytur. Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði og forseti Hugvís- indasviðs Háskóla Íslands, kynnir gestafyrirlesarann. Fyrirlestur Daniels Balderston verður fluttur á ensku en annað efni er flutt á íslensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. fridrikab@frettabladid.is Sverðið vísar til sæmdar og hugrekkis Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur á morgun fyrir málþingi um ævi og ritstörf Jorges Luis Borges í Þjóðminjasafninu. Meðal fyrirlesara er Jón Hallur Stefánsson sem fj allar um sverð í verkum Borges. SVERÐ BORGESAR Jón Hallur heldur áfram útleggingum sínum á merkingu tákna á bautasteini Borgesar á málþinginu á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Við frumsýndum Fönixinn á Stóra sviði Borgarleikhússins á Listahátíð 2011 og hann tekur nú flugið enn á ný en þetta er í fjórða skipti sem okkur er boðið út fyrir landsteinana með sýninguna, nú af Norrænu stofnuninni á Álands- eyjum,“ Segir María Ellingsen leikkona sem fer fyrir hópnum og stendur á sviðinu ásamt Eivöru Pálsdóttur, sem semur og frem- ur tónlistina, og finnska tilrauna- dansaranum Rejo Kela. „Verkið var samið af hópnum en í honum eru auk okkar þau Snorri Freyr Hilmarsson leikmyndahöfundur, Filippía Elísdóttir búningahöf- undur og Björn Bergsteinn Guð- mundsson ljósameistari, sem útfæra myndheiminn.“ Fylgir verkið sögunni um Fönix- inn? „Goðsagan um Fönixinn sem flýgur inn í eldinn, brennur upp og fær svo nýja vængi skapar ramm- ann fyrir verkið. Í okkar útgáfu birtist goðsagan hins vegar í ferða- lagi manns og konu í gegnum ást- arsamband sem gengur ekki upp. Þau þurfa að syrgja og sleppa til að geta haldið áfram enda heitir verk- ið fullu nafni Ferðalag Fönixins – um listina að deyja og fæðast á ný.“ María segir verkið hafa gefið aðstandendum þess mikið og það skili sér til áhorfenda. „Það var spennandi að kanna hvern- ig leikari, dansari og söngvari næðu saman í túlkuninni og svo virðist sem þetta samspil ásamt myndrænu upplifuninni hafi náð að snerta fólk djúpt hvar sem við höfum sýnt.“ Eru frekari ferðalög Fönix- ins á döfinni? „Okkur langar að ferðast með þetta víðar og eru Grænland og Japan efst á óska- listanum,“ segir María. - fsb Fönixinn rís enn á ný úr öskunni Dansleikhúskonsertinnn Ferðalag Fönixins– um listina að deyja og fæðast á ný verður sýndur á Álandseyjum í á laugardaginn. María Ellingsen, sem fer fyrir hópnum sem að sýningunni stendur, segir áhorfendur hrífast mjög af verkinu. FÖNIXINN FLÝGUR María Ellingsen og Rejo Kela túlka elskendurna sem þurfa að skilja. MYND/VERA PÁLSDÓTTIR Anna Hallin mun á sunnudag- inn leiða gesti um sýninguna sína Samleikur, sem nú stendur yfir í Ásmundarsafni. Á sýningunni vinnur Anna með eins konar sam- spil verka sinna og höggmynda Ásmundar Sveinssonar. Hún skoðar tengsl Ásmundar við Svíþjóð og verk Carls Milles en Ásmundur var nemandi hans í Stokkhólmi um árabil. Á sýningunni eru skúlptúrar eftir Önnu, teikningar og innsetn- ing sem eiga í samtali við bygg- inguna og valin verk Ásmundar frá fjórða og fimmta áratugnum. Leiðsögnin hefst klukkan 15. Samtal við verk Ásmundar Anna Hallin með leiðsögn um Samleik. MEISTARI Ásmundur Sveinsson mynd- höggvari við verk sitt Tröllkonuna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.