Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.10.2013, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 24.10.2013, Qupperneq 50
24. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 „Minn fyrirlestur verður eins konar angi af eða réttara sagt nýr flötur á ritgerð minni um bautastein Borgesar sem birt- ist í Tímaritröðinni 1005 í vor,“ segir Jón Hallur Stefánsson, einn frummælenda á málþingi um skáldskap argentínska Íslands- vinarins, rithöfundarins og ljóð- skáldsins Jorges Luis Borges sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur fyrir á morgun. „Ég ætla að tala um sverð, en Borges var kominn af hermönnum í báðar ættir og þegar hann var drengur var hann með tvö sverð hangandi á veggj- unum hjá sér. Sverðið tengist því fjölskyldu hans beint og er mjög sterkt tákn í verkum hans alla ævi. Vísar þar til sæmdar og hugrekkis og gildis þess að bregðast ekki sem var honum mjög mikilvægt.“ Málþingið fer fram frá klukkan 14 til 17 á morgun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og er haldið í tilefni þess að út kom á árinu hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni bókin Yfir saltan mar: Þýðingar á ljóðum Jorge Luis Borges. Frummælendur eru auk Jóns Halls þau Hólmfríður Garðars- dóttir, prófessor í spænsku við Háskóla Íslands, Jón Karl Helga- son, prófessor í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands, og Sig- rún Á. Eiríksdóttir þýðandi. Kynn- ir verður Kristín Guðrún Jónsdótt- ir, aðjunkt í spænsku við Háskóla Íslands. Rúsínan í pylsuendanum er síðan fyrirlestur sem ber yfirskriftina: „Hvernig skrifaði Borges: Um handritið Örlög Norðurlanda“ sem Daniel Balderston, prófess- or og framkvæmdastjóri Borges- seturs við Háskólann í Pittsburg í Bandaríkjunum, flytur. Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði og forseti Hugvís- indasviðs Háskóla Íslands, kynnir gestafyrirlesarann. Fyrirlestur Daniels Balderston verður fluttur á ensku en annað efni er flutt á íslensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. fridrikab@frettabladid.is Sverðið vísar til sæmdar og hugrekkis Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur á morgun fyrir málþingi um ævi og ritstörf Jorges Luis Borges í Þjóðminjasafninu. Meðal fyrirlesara er Jón Hallur Stefánsson sem fj allar um sverð í verkum Borges. SVERÐ BORGESAR Jón Hallur heldur áfram útleggingum sínum á merkingu tákna á bautasteini Borgesar á málþinginu á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Við frumsýndum Fönixinn á Stóra sviði Borgarleikhússins á Listahátíð 2011 og hann tekur nú flugið enn á ný en þetta er í fjórða skipti sem okkur er boðið út fyrir landsteinana með sýninguna, nú af Norrænu stofnuninni á Álands- eyjum,“ Segir María Ellingsen leikkona sem fer fyrir hópnum og stendur á sviðinu ásamt Eivöru Pálsdóttur, sem semur og frem- ur tónlistina, og finnska tilrauna- dansaranum Rejo Kela. „Verkið var samið af hópnum en í honum eru auk okkar þau Snorri Freyr Hilmarsson leikmyndahöfundur, Filippía Elísdóttir búningahöf- undur og Björn Bergsteinn Guð- mundsson ljósameistari, sem útfæra myndheiminn.“ Fylgir verkið sögunni um Fönix- inn? „Goðsagan um Fönixinn sem flýgur inn í eldinn, brennur upp og fær svo nýja vængi skapar ramm- ann fyrir verkið. Í okkar útgáfu birtist goðsagan hins vegar í ferða- lagi manns og konu í gegnum ást- arsamband sem gengur ekki upp. Þau þurfa að syrgja og sleppa til að geta haldið áfram enda heitir verk- ið fullu nafni Ferðalag Fönixins – um listina að deyja og fæðast á ný.“ María segir verkið hafa gefið aðstandendum þess mikið og það skili sér til áhorfenda. „Það var spennandi að kanna hvern- ig leikari, dansari og söngvari næðu saman í túlkuninni og svo virðist sem þetta samspil ásamt myndrænu upplifuninni hafi náð að snerta fólk djúpt hvar sem við höfum sýnt.“ Eru frekari ferðalög Fönix- ins á döfinni? „Okkur langar að ferðast með þetta víðar og eru Grænland og Japan efst á óska- listanum,“ segir María. - fsb Fönixinn rís enn á ný úr öskunni Dansleikhúskonsertinnn Ferðalag Fönixins– um listina að deyja og fæðast á ný verður sýndur á Álandseyjum í á laugardaginn. María Ellingsen, sem fer fyrir hópnum sem að sýningunni stendur, segir áhorfendur hrífast mjög af verkinu. FÖNIXINN FLÝGUR María Ellingsen og Rejo Kela túlka elskendurna sem þurfa að skilja. MYND/VERA PÁLSDÓTTIR Anna Hallin mun á sunnudag- inn leiða gesti um sýninguna sína Samleikur, sem nú stendur yfir í Ásmundarsafni. Á sýningunni vinnur Anna með eins konar sam- spil verka sinna og höggmynda Ásmundar Sveinssonar. Hún skoðar tengsl Ásmundar við Svíþjóð og verk Carls Milles en Ásmundur var nemandi hans í Stokkhólmi um árabil. Á sýningunni eru skúlptúrar eftir Önnu, teikningar og innsetn- ing sem eiga í samtali við bygg- inguna og valin verk Ásmundar frá fjórða og fimmta áratugnum. Leiðsögnin hefst klukkan 15. Samtal við verk Ásmundar Anna Hallin með leiðsögn um Samleik. MEISTARI Ásmundur Sveinsson mynd- höggvari við verk sitt Tröllkonuna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.