Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 24.10.2013, Blaðsíða 64
24. október 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 52 visir.is Meiri umfjöllun um Meistaradeildina Zlatan með frábæra fernu í Brussel MAÐUR KVÖLDSINS Svíinn Zlatan Ibrahimovic varð í gær tíundi leikmaðurinn til að skora fernu í Meistaradeildinni þegar hann fór á kostum á móti belgíska liðinu Anderlecht á Constant Vanden Stock Stadium í Brussel í gær. MYND/AP FÓTBOLTI Zlatan Ibrahimovic skoraði fjögur frábær mörk þegar Paris Saint-Germain hélt sigur- göngu sinni áfram með 5-0 úti- sigri á Anderlecht í Meistaradeild- inni í gær. Bayern München og PSG virðast hreinlega vera algjör yfirburðarlið í sínum riðlum en Bayern vann 5-0 sigur á Plzen. Wayne Rooney átti flottan leik með Man chester United en náði ekki að skora í 1-0 sigri á Real Sociedad. Sjálfsmark dugði United. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 2-1 sigri á Juventus og er kominn með sjö mörk í þremur fyrstu leikjunum í keppninni í ár. - óój KÖRFUBOLTI Þriðja umferð Dom- inos-deildar karla í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum og margra augu verða á leik Snæ- fells og KR. Vance Cooksey skoraði 30 stig í fyrsta leik sínum með Snæfelli en í kvöld koma ósigraðir KR-ingar í heimsókn í Hólminn. Hinir leikir kvöldsins eru: Grindavík-Valur, ÍR-Haukar og Stjarnan-Skallagrímur. Stórleikur umferðarinnar, leikur nágrannanna Njarðvíkur og Keflavíkur, verður ekki fyrr en á mánudaginn og þá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Njarðvíkingar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni og þar hafa bakverðirnir Elvar Már Friðriksson og Logi Gunnarsson farið á kostum. Þeir Elvar og Logi hafa skorað saman 49 stig að meðaltali í leik og eru stigahæstu íslensku leikmennirnir í deildinni. Elvar hefur gefið 7,0 stoðsendingar að meðaltali auk 25,5 stiga í leik. Haukamaðurinn Terrence Watson og Mike Cook Jr. hjá Þór úr Þorlákshöfn eru stigahæstu leikmenn deildarinnar með 28,5 stig að meðaltali í fyrstu tveimur umferðunum. - óój STIGAHÆSTU ÍSLENDINGARNIR: Elvar Már Friðriksson, Njarðvík 25,5 Logi Gunnarsson, Njarðvík 23,5 Þorleifur Ólafsson, Grindavík 21,5 Páll Axel Vilbergsson, Skallagrími 21,3 Mirko Stefán Virijevic, KFÍ 21,0 Jón Ólafur Jónsson, Snæfelli 20,5 Njarðvík á tvo þá stigahæstu ALLT Í ÖLLU Elvar Már Friðriksson hjá Njarðvík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þrír leikir fara fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Topplið FH heimsækir ÍR-inga í Austurberg klukkan 20.00 og er eitt af þremur félögum sem geta setið í toppsætinu eftir kvöldið. Hin tvö liðin eru mótherjar þeirra í ÍR og síðan Haukar sem skella sér norður og mæta Akureyri klukkan 19.00 í kvöld. FH er með eins stigs forskot en jöfn í öðru til fimmta sæti eru Haukar, Fram, ÍBV og ÍR. ÍBV og Fram mætast í lokaleik umferðarinnar í Eyjum á laugardaginn og þar gæti toppsætið einnig verið í boði falli úrslitin með þeim í kvöld. Valsmenn enduðu þriggja leikja taphrinu sína í síðasta leik og heimsækja botnlið HK klukkan 19.30 í kvöld. Þrjú lið eiga möguleika á toppsætinu eft ir leiki kvöldsins FÓTBOLTI Þrír af bestu leikmönn- um Pepsi-deildar karla síðasta sumar ætla allir að reyna að sanna sig hjá erlendum félögum en þetta eru þeir Sverrir Ingason, miðvörður Breiðabliks, Hauk- ur Páll Sigurðsson, miðjumaður Vals, og Guðmann Þórisson, mið- vörður FH. Þetta kom fram á 433. is í gær. Sverrir Ingi, sem er fyrirliði 21 árs landsliðs Íslands, fer í nóvember í tvær vikur til hollenska liðsins Heerenveen auk þess að skoða aðstæður hjá norska Íslendingaliðinu Viking. Haukur Páll og Guðmann verða báðir til reynslu næstu daga hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Mjällby. Haukur Páll er samningslaus hjá Val en Guðmann skrifaði undir nýjan samning við FH á dögunum en getur samið við erlent lið. Allir voru þessir þrír sterku leikmenn á lista yfir tíu efstu í einkunnagjöf Fréttablaðsins í sumar, Haukur Páll þriðji, Guð- mann fjórði og Sverrir Ingi tíundi og jafnframt bestur af ungu mönnunum í deildinni. - óój Þrír öfl ugir á ferð erlendis FER HANN TIL ALFREÐS? Sverrir Ingi æfir með Heerenveen. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI „Þetta var risastór dagur fyrir mig. Mér leið vel í upphafi leiks enda hafði ég fundið fyrir miklu trausti frá þjálfurun- um. Það var samt svolítið stress en það fór fljótt af mér,“ sagði Unnur Ómarsdóttir eftir leik en hún var að spila sinn fyrsta alvörulands- leik. Unnur fór beint í byrjunarliðið og stóð sig gríðarlega vel. Skoraði úr öllum sínum skotum og hefði líklega ekki getað fengið betri byrjun á landsliðsferlinum. Kom því ekki á óvart að hún brosti allan hringinn eftir leik. „Ég var rosa- lega fegin að öll skotin skyldu fara inn,“ sagði Unnur og hló. Finnska liðið er nú ekki það sterkasta í Evrópu og hafði tapað öllum níu leikjum sínum í undan- keppni EM. Þar af hafði liðið tapað í tvígang fyrir Bretum í síðustu keppni en Bretar hafa ekki beint verið að skapa usla í evrópskum hand- knattleik til þessa. Það voru því allar líkur á því að íslenska liðið ætti náðugt kvöld í vændum. Það gekk eftir. Íslenska liðið tók verkefnið alvarlega strax frá upp- hafi og hið arfaslaka lið Finnlands átti ekki roð í það. Finnsku stelp- urnar varla drifu á markið lengi vel. Leikstjórnandinn skrefaði í annað hvert skipti sem hún fékk boltann. Þær áttu eina ágæta skyttu, Cainberg, sem hélt liðinu á floti framan af. Svo var hún sett í hornið og á línuna. Afar furðulegt enda eina raunverulega ógnin frá henni. Sonja Koskinen var öflug í finnska markinu og bjargaði því sem bjargað varð. Varði fjölda skota úr dauðafærum. Engu að síður var tíu marka munur í leik- hléi, 18-8. Jenný varði vel í íslenska mark- inu líka en þurfti ekki að glíma við erfiðustu skot sem hún hefur séð á ferlinum. Engu að síður einbeiting í lagi. Vörnin stóð vel lengstum og sóknarleikurinn flaut oft vel. Sér- staklega gekk línuspilið vel en nýtingin hjá íslenska liðinu hefði mátt vera betri. Þær klúðruðu allt of mörgum dauðafærum. Síðari hálfleikur var í raun formsatriði. Stelpurnar reyndu þó að keyra af krafti en nokkur klaufagangur var oft á sóknar- leiknum. Sextán marka sigurinn var síst of stór. „Það var gott að ná að rúlla öllum mannskapnum og svo náðum við líka að vinna í 5-1 varn- arleiknum okkar. Það gekk vel. Við fórum kannski illa með mörg færi en heilt yfir var þetta fag- mennska hjá stelpunum að halda út allan leikinn,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari eftir leik. henry@frettabladid.is Finnar fallbyssufóður Íslenska kvennalandsliðið í handbolta byrjaði undankeppni EM með stæl í gær. Stelpurnar völtuðu yfi r Finnland, 34-18. Mikill styrkleikamunur var á liðunum. HINGAÐ OG EKKI LENGRA Íslenski varnarmúrinn var öflugur á móti Finnum í Vodafonehöllinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ísland - Finnland 34-18 Mörk Íslands (skot): Rut Jónsdóttir 5 (7), Stella Sigurðardóttir 5/1 (8/1), Unnur Ómarsdóttir 4 (4), Arna Sif Pálsdóttir 4 (6), Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4 (6), Karen Knútsdóttir 4/2 (7/2), Birna Berg Haraldsdóttir 3 (3), Karólína Bærhenz Lárudóttir 2 (2), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (5), Þórey Rósa Stefánsdóttir 1 (4), Ramune Pekarskyte (1), Hildur Þorgeirsdóttir (1), Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 14 (25/2, 56%), Íris Björk Símonardóttir 10/1 (17/1, 59%), SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.