Fréttablaðið - 24.10.2013, Side 66

Fréttablaðið - 24.10.2013, Side 66
24. október 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 54 FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í tveimur leikjum um laust sæti á heimsmeistara- mótinu í Brasilíu næsta sumar. Leikið verður í Reykjavík 15. nóvember og í Zagreb 19. nóvem- ber. Nýr þjálfari, Niko Kovac, stýrir Króötum í fyrsta skipti í leikjunum tveimur en miklar vonir eru bundnar við hann. „Þótt hann sé byrjandi var hann leiðtogi sem leikmaður, sannur fyrirliði og elskaður og dáður,“ segir króatíski íþróttafréttamað- urinn Aleksandar Holiga. Kovac spilaði 83 landsleiki fyrir þjóð sína og var í lykilhlutverki með liðinu á HM 2002 og 2006 auk EM 2004 og 2008. Hann lagði skóna á hilluna vorið 2009. Kovac var ráðinn eftir að frá- farandi þjálfari og annar fyrr- verandi landsliðsmaður, Igor Sti- mac, bauðst til að segja starfi sínu lausu. Liðið vann ekki sigur í fjórum síðustu leikjunum í und- ankeppninni og tapaði í tvígang fyrir Skotum. Holiga segir Stimac bera ábyrgð á slæmu gengi liðsins en sagan sé flóknari en það. Stimac hafi upphaflega ætlað sér forsetastól knattspyrnusam- bandsins. Zdravko Mamic, forseti Dinamo Zagreb og valdamesti maðurinn í króatískri knatt- spyrnu, hafi hins vegar séð til þess að Stimac fengi þjálfarastöðuna í staðinn. „Hann fékk Stimac í starf- ið þótt hann væri reynslulaus. Það reitti almenning til reiði og skapaði slæman anda í kringum landsliðið,“ segir Holiga. Til að byrja með hafi úrslitin verið góð og gefið Stimac andrými þrátt fyrir slæmt andrúmsloft. Almenn- ingur hafi þó smám saman snúist gegn liðinu, fjölmiðlar gagnrýndu hann harðlega og áhorfendum fækkaði. Þeir sem mættu á leik- ina nýttu tækifærið og mótmæltu störfum Stimac og Mamic harð- lega. Að undankeppninni lokinni hafi ekki annað komið til greina en að Stimac hætti. „Hefði Stimac verið áfram við stjórnvölinn hefði ég umhugs- unarlaust spáð Íslandi sigri í umspilinu. Ekki aðeins sigri held- ur hefði vörninni okkar verið slátr- að,“ segir Holiga. Léttir hafi verið fyrir Króata að sleppa við að mæta Frökkum og Svíum. Meiri bjart- sýni ríki með nýjum þjálfara og verði allt eðlilegt muni Króatía klára Ísland. Kovac stýrði 21 árs landsliði þjóðarinnar í skamman tíma áður en hann var kallaður til að bjarga karlalandsliðinu. Þótt leikirn- ir hafi aðeins verið fimm skilaði Kovac fimm sigrum og markatal- an var 16-0. „Leikmennirnir hafa flestir spil- að með honum í landsliðinu. Þeir bera mikla virðingu fyrir honum eins og nánast allir í Króatíu,“ segir Holiga. Ólíklegt er að honum takist að gjörbreyta spilamennsk- unni á augabragði en hann bæti andann og fái menn til að vinna saman. „Það er ekki nokkur maður í heiminum betur til þess fallinn á þessari stundu en Niko Kovac.“ kolbeinntumi@frettabladid.is Hefði spáð íslenskum sigri í síðustu viku Slæmt gengi Króata á seinni stigum undankeppni var fyrst og fremst þjálfar- anum Igor Stimac að kenna. Áhugi almennings á liðinu er lítill í augnablikinu. FÓTBOLTI „Ég er samningslaus og er að skoða mín mál,“ segir markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir. Framherjanum hefur gengið vel með Kristian- stad á tímabilinu sem er nýlokið í Svíþjóð. Margrét Lára skoraði 13 mörk í deildinni og hafnaði í þriðja til fjórða sæti á lista yfir marka- hæstu leikmenn. „Það hefur náttúrulega gengið nokkuð vel hjá mér enda margir gríðarlega sterkir sóknarmenn í þessari deild,“ segir Eyjamærin sem hefur spilað aftar á vellinum í ár en hún hefur átt að venjast. „Mér finnst þetta skemmtileg staða. Hún hentar mér vel miðað við leikstílinn hjá Kristianstad,“ segir Margrét Lára sem hefur spil- að fyrir aftan fremsta leikmann liðsins. Hún geti vel hugsað sér að spila þessa stöðu í framhaldinu. „Maður gerir mikið af því að lesa hreyfingar andstæðingsins og nýta sér svæði sem skapast.“ Hún segir árangur sinn gefa til kynna að hún sé á réttri leið eftir að hafa glímt við erfið meiðsli í fimm ár. Hún telur sig eiga mikið inni. „Ég er rosalega ánægð með að vera komin af stað og árið hefur verið gleðilegt. Að geta æft á hverjum degi er eitthvað sem ég hef ekki getað í fimm ár. Auk þess hef ég spilað nánast allar mínút- urnar með félagsliði mínu,“ segir Margrét Lára. Markahæsti leikmaður A-lands- liðsins frá upphafi, með 70 mörk í 93 leikjum, verður í eldlínunni með landsliðinu sem mætir Serbíu ytra 31. október. Óvíst er hvort hún verði áfram hjá Kristianstad. Hún muni gefa sér tíma til að skoða sín mál. „Hvort ég spila áfram með Kristianstad á næstu leiktíð er óljóst. Ég ætla að gefa mér tíma til að skoða mín mál. Það liggur ekkert á.“ -ktd Óvissa um framtíð Margrétar Markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins er í skýjunum eft ir vel heppnað ár. GLEÐI Margrét Lára getur horft bros- andi á vel heppnað tímabil sem lýkur í Serbíu í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍÞRÓTTIR Bæjarstjórn Kópa- vogs samþykkti á fundi sínum í gær að semja við íþróttafélög- in HK og Breiðablik um hvar starfsemi þeirra eigi að vera í framtíðinni. Óvissa hefur verið um hvar mörkin liggja. Samkomulagið kveður á um að HK verði áfram með starfsemi í Fagralundi og í Digra- nesi en áherslan í starfinu færist í auknu mæli upp í Kór. „Framtíð- armynd okkar er sú að nýtt hjarta félagsins verði byggt upp í Kórn- um en verður þó áfram til staðar í Fagralundi og í Digranesi,“ segir Sigurjón Sigurðsson, for- maður HK, í samtali við Kópa- vogsfréttir. Breiðablik verður eftir sem áður með aðstöðu í Smáranum, Fífunni, Salavelli og á Kópa- vogsvelli. „Þessi ákvörðun er mikilvægur áfangi í viðræð- um sem staðið hafa yfir í meira en hálfan áratug um rekstur íþrótta- mannvirkja og ákveðna verka- skiptingu félaganna,“ segir Orri Hlöðversson, formaður Breiða- bliks við kfrettir.is. - óój Söguleg sátt á milli Breiðabliks og HK Miðjan og sóknin góð en vörnin hæg Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, og Mario Madzukic, framherji Bayern München, eru lykilmennirnir í lands- liði Króata að mati Holiga. „Modric er arkítekt- inn á miðjunni. Stimac lét hann spila of aftarlega enda þráaðist hann við að nota djúpan miðju- mann,“ segir blaðamaðurinn um Modric. Madzukic sé algjört dýr, með gríðarlega vinnusemi og þol sem erfitt sé að ráða við. „Miðverðirnir okkar eru ekki lélegir leik- menn en vörnin í heild sinni er hæg. Við höfum nógu mikil gæði í öllum stöðum en spurningin er hvernig liðið mun smella saman.“ ÞRÍR GÓÐIR Niko Kovac, fyrir miðju, ásamt Lars Lagerbäck og Didier Deschamps, þjálfara Frakka, við dráttinn í umspilið á mánudaginn. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.