Fréttablaðið - 26.10.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.10.2013, Blaðsíða 16
26. október 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Í meira en sjö áratugi hefur þjóðarbúskapurinn nokkuð reglulega fengið tímabundn-ar utan að komandi innspýt- ingar. Þessi staðreynd er umhugs- unarefni nú þegar ljóst er orðið að lítil von er til þess að unnt verði að leysa þjóðina úr fjötrum fjár- magnshafta. Nafnbreyting á höft- unum er það eina sem augað eygir þegar horft er fram á við. Meðan seinna stríðið færði eymd og hörmungar yfir flest ríki Evrópu flutti það gjaldeyri og velmegun til Íslands. Nýsköp- unarstjórnin hagnýtti gróðann til umfangsmikilla fjárfestinga í sjávarútvegi. Þetta var mikil lyftistöng. En stríðinu lauk og í hlutarins eðli lá að stríðsgróð- inn reyndist ekki sjálfbær. Þ á v i l d i það þjóðarbú- skapnum til happs að Bandaríkja- menn stofnuðu sjóð til viðreisnar Evrópu. Þó að Ísland hafi grætt en ekki tapað á stríðinu fékk það ríkulega aðstoð. Hún var nýtt til fjárfestinga í verksmiðjum og raf- orkuverum á sjötta áratugnum. Þessi búbjörg hafði veruleg áhrif. Hún stuðlaði að betri sjálfbærni hagkerfisins en innspýtingin sjálf var vitaskuld ekki viðvarandi. Í byrjun áttunda áratugarins var rányrkja Breta og og fleiri þjóða stöðvuð á Íslandsmiðum. En í stað þess að vernda fiskistofnana hélt Ísland rányrkju þeirra áfram. Það var gríðarleg innspýting í hagkerfið í ríflega einn og hálfan áratug. Þá varð ekki lengur undan því vikist að hefja ábyrga vernd- unarstefnu. Þegar upp var staðið hafði rányrkjan fyrst og fremst verið tímabundin ósjálfbær inn- spýting. Næst er að éta útsæðið Í byrjun nýrrar aldar var gengi krónunnar sett á flot. Skemmst er frá því að segja að þá hófst slík innspýting af erlendu lánsfé að fordæmi finnast ekki þótt leit- að sé um víða veröld. Lífskjörin bötnuðu að sama skapi á pappírn- um. Vandinn var hins vegar sá að þetta var lítið annað en ósjálfbært syndaflóð erlendra lána. Þessi inn- spýtingarblaðra sprakk og afleið- ingarnar urðu mun dramatískari en endalok þeirra fyrri. Þannig hafa fjórar mismunandi en meiri háttar og tímabundnar innspýtingar í hagkerfið lyft lífs- kjörum í landinu á lýðveldistím- anum. Síðasta gengishrun leiddi svo til mikillar kjaraskerðingar og skildi líka eftir djúp sár í sam- félaginu. Sumir halda hinu fram, að í gengishruninu hafi falist einstæð gæfa. Það hafi styrkt útflutning- inn. Rétt er að gengishrunið færði krónur frá almenningi til útflutn- ingsfyrirtækja. En hagtölur sýna að á tíma vinstri stjórnarinnar var framlag útflutnings til hagvaxtar samt neikvætt. Efnahagsáætlun- in sem birtist í fjárlagafrumvarpi nýrrar stjórnar boðar ekki neina breytingu að þessu leyti á næstu árum. Kenningin stóðst ekki af því að gengið ræður ekki nema að svo litlu leyti vaxtarmöguleikum stærsta hluta útflutningsfram- leiðslunnar og vöxtur nýrra greina er takmarkaður með ógjaldgengri mynt. Fyrir vikið hefur mistek- ist að gefa mönnum vonir um að unnt sé að bæta samkeppnishæfni landsins svo að auka megi til muna sjálfbæra verðmætasköpun. Syndafl óð erlendra lána Að öllu þessu virtu hefur verið ljóst í all nokkurn tíma að rétt væri að skoða kerfisbreytingu í peningamálum. Skoðanakannanir sýna að meiri- hluti þjóðarinnar vill ekki úti- loka þann möguleika. Jafnvel VG er opið fyrir því. Samfylkingin og Björt framtíð eru fylgjandi breyt- ingum. Og landsfundur Sjálfstæð- isflokksins ályktaði um nauðsyn þess að kanna þá kosti. Eigi að síður eru allar kerfis- breytingar í peningamálum úti- lokaðar eftir kosningarnar á liðnu vori. Þjóðin er því föst í póli- tískri bóndabeygju. Fimmta utan að komandi innspýtingin er ekki í sjónmáli. Góð ráð eru því dýr. Hlutfallslega eigum við næstmesta lífeyrissparnað í heimi. Nú þegar allt um þrýtur beinast augu manna að honum. Ein af forsendunum fyrir því að hleypa megi kröfuhöfunum úr landi er að festa lífeyrissjóðina varanlega í höftum. Þeim er ætlað að fjármagna ríkissjóð með lítilli ávöxtun. Það er kallað eftir lífeyr- issparnaðinum til að leysa halla- rekstur húsnæðiskerfisins. Og sú fjárfestingarhugmynd kviknar tæpast að ekki þyki sjálfsagt að breyta lögum til að lífeyrissjóð- irnir geti tekið meiri áhættu en markaðurinn metur skynsamlega. Ef við neyðumst til að veikja lífeyrissparnaðarkerfið eða láta það mynda nýja eignabólu í stein- steypu og hlutabréfum hefur það svipuð áhrif á þjóðarbúskapinn eins og það virkar á búskap kart- öflubóndans að éta útsæðið. Þessi ógn er raunveruleg. Eina leiðin til að verja þennan mikilvæga sparnað er að opna fyrir fjárfestingar í raunveruleg- um gjaldmiðlum. Fullreynt er að það gerist ekki nema með nýrri mynt. En vegna bábilju gegn kerf- isbreytingum í peningamálum stöndum við nú andspænis þeirri freistingu að byrja að éta útsæðið. Er bábiljan þess virði? Er bábiljan þess virði? V ið hjá Tal viljum að internetið sé opið og aðgengilegt öllum sama hvar í heiminum þeir eru fæddir og búsettir. Við viljum að hlutirnir séu einfaldir og auðveldir í notkun og þú getir gert það sem þig raunverulega langar. Þess vegna settum við smá Lúxus í netið ykkar,“ stendur á heimasíðu fjarskiptafyrirtækisins Tals. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær, felst lúxusinn í því að við- skiptavinir Tals fái erlenda IP-tölu á internetinu, sem veitir þeim aðgang að erlendum efnisveitum á borð við Netflix og Hulu sem að öllu eðlilegu eru ekki opnar íslenzkum notendum. Ástæðan fyrir því að þær eru lokaðar er ekki tæknileg mistök eða mannvonzka. Þær eru lokaðar vegna þess að það brýtur í bága við lög um höfundarrétt að þær bjóði efni sitt fram á Íslandi. Með því að bjóða upp á þjónustu sem kemur íslenzkum neytendum í viðskiptasamband við þessar erlendu efnisveitur hvetur fjarskiptafyrirtækið þess vegna til lög- brota, þótt það vilji auðvitað ekki viðurkenna það. Höfundarréttarsamningar virka þannig að samið er um eitt markaðssvæði í einu. Þegar samið er um sölu og dreifingu t.d. hljómplötu eða kvikmyndar á tilteknu markaðssvæði fá höfund- arnir og aðrir þeir sem komu að gerð listaverksins greiðslur fyrir. Af því að það væri óframkvæmanlegt að hver höfundur innheimti sjálfur greiðslur fyrir verk sín er samið við heildarsamtök rétthafa á hverju svæði. Ef verkinu er dreift á nýju markaðssvæði án þess að gera slíkan samning missa rétthafar spón úr aski sínum. Þótt fólk greiði fyrir þjónustu á borð við Netflix er þess vegna ekki þar með sagt að hún sé lögleg ef hún hefur ekki gert höfundar- réttarsamninga á Íslandi. Með því að notfæra sér hana er því alveg klárlega verið að brjóta á réttindum annarra. Svo má ekki gleyma því að með því að fara Fjallabaksleiðir eins og Tal býður upp á, er verið að villa á sér heimildir. Annað fyrir- tæki, Flix.is, sem býður upp á sambærilega þjónustu, er ekkert að fara í felur með það: „nafnaþjónarnir láta þig líta út eins og þú komir frá USA og Bretlandi.“ Þetta er svona dálítið eins og að selja fólki falsað nafnskírteini þannig að það komist í ríkið eða geti fengið eldriborgaraafslátt án þess að eiga rétt á því. Þegar farin er þessi krókaleið greiðir þjónustuveitandinn heldur enga skatta og skyldur á Íslandi, eins og honum ber þó að gera. Það er líka þess vegna sem Netflix og Hulu vilja ekki viðskipti við notendur með íslenzka IP-tölu; fyrirtækin vita að slíkt er ólöglegt. Það er furðulegt að íslenzk fjarskiptafyrirtæki auglýsi þjónustu eins og „Lúxusnetið“, en kannski í samræmi við þá trú sumra að á internetinu megi gera allt sem mann raunverulega langar, alveg burtséð frá lögum og reglum. Enn furðulegra er að íslenzk yfirvöld geri ekki nokkurn skap- aðan hlut í málinu. Talsmaður Póst- og fjarskiptastofnunar, sem hefur eftirlit með fjarskiptafyrirtækjum, segir í Fréttablaðinu í dag að málið komi henni ekki við. Svo virðist sem skattayfirvöld og lögreglan hafi komizt að sömu niðurstöðu. Ætli það sé í samræmi við áform stjórnvalda um stuðning við skapandi greinar að skeyta engu um höfundarrétt, sem er þó for- sendan fyrir því að margar listgreinar þrífast yfirleitt? Fjarskiptafyrirtæki hvetur til lögbrota: Það sem þig raun- verulega langar Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is HYDROXYCUT WILDBERRY 21 BRÉF KR PK ÁÐUR 5.990 KR www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Grandi· Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss | Kræsingar & kostakjör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.