Fréttablaðið - 26.10.2013, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 26.10.2013, Blaðsíða 43
Ég kolféll fyrir stúlku sem ég hitti hér á tónleikaferðalagi með The Platters. Við stoppuðum einungis í fjóra daga en það þurfti ekki meira til. Við höfum nú verið saman í meira en sextán ár,“ segir Harold Burr, kokkur á Eldstöðinni Café í Tryggvagötu um ástæðu þess að hann ílentist á Íslandi. ÁSTRÍÐUKOKKUR Harold ólst upp í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum og hallaðist ungur bæði að tónlist og matargerð. Hann er ástríðukokkur sem les matreiðslubæk- ur spjaldanna á milli og segir matar- gerð og tónlist eiga góða samleið. „Í tónlistinni semur maður lag eða texta, bætir við og hleður ofan á lag fyrir lag, alveg eins og þegar maður eldar og setur saman uppskriftir. Svo skemmdi auðvitað ekki fyrir að stelp- urnar voru hrifnar af gaur sem kunni að elda,“ segir hann og skellir upp úr. „Ég ólst upp við ekta „soul-food“ heima sem pabbi eldaði af mikilli snilld. Hins vegar togaði tónlistin meira á þessum tíma, mig langaði nefnilega til að verða frægur,“ segir Harold sposkur en hann flutti 18 ára til Los Angeles, í leit að frægð og frama. „Þar fékk ég pláss í The Platters og ferðaðist með þeim um allan heim,“ segir Harold, en nú hefur hann fundið sinn stað í eldhúsinu í Eld- stöðinni. ELDVIRKUR MATSEÐILL „Ég er bara góður í að elda íslenskan mat, þó ég segi sjálfur frá, en ég set mitt eigið bragð í hlutina. Matreiðsla á Eldstöðinni er einmitt það sem mig langar til að gera og við Dóra, fram- kvæmdastjórinn hér, tölum nákvæm- lega sama tungumál þegar kemur að mat. Hér eru hlutirnir ekki teknir of alvarlega og stemmingin er létt, líka í matseldinni. Hér bjóðum við upp á íslenska rétti t.d. kjötsúpu, plokk- fisk með rúgbrauði, en líka rétti með alþjóðlegu ívafi svo sem crèpes með ýmsum fyllingum, pasta, salöt, panini og ýmsa smárétti. Við segjum að mat- seðillinn okkar sé eldvirkur og leikum okkur svolítið með jarðfræðiþemað. Notum til dæmis bygg og repjuolíu frá Þorvaldseyri, sem vaxið hefur gegnum öskulagið úr Eyjafjallajökli eftir gosið 2010, rúgbrauðið okkar er hverabakað og svo berum við fram hraun með kaffinu. Í hádeginu alla virka daga bjóðum við upp máltíð dagsins á aðeins 1.690 kr. og súpu sem ég bý til frá grunni á hverjum degi. En svo er líka hægt að kaupa samlokur sem við búum til staðnum á hverjum morgni til að taka með, lífræna jógúrt og úrvals kaffi frá Kaffitári. Hér er því bæði gott og gaman að borða,“ segir Harold og viðurkennir að hann eigi það til að bresta í söng fyrir gesti. „Jú, það hefur komið fyrir. Þannig rúllum við bara hér á Eldstöðinni,“ segir hann hlæjandi. ÁSTRÍÐUKOKKUR Harold Burr kokkar ofan í gesti Eldstöðvar Café við Tryggvagötu og á það til að bresta í söng fyrir gesti. MYND/STEFÁN SYNGJANDI KOKKUR ELDSTÖÐIN CAFÉ KYNNIR Harold Burr kokkar syngjandi ofan í gesti Eld- stöðvarinnar við Tryggvagötu. Hann er ástríðukokkur sem ílentist á Íslandi þegar ástin tók í taumana og segist jafnvígur á íslenskan mat semalþjóðlegan. MEÐ SÍNU LAGI Á matseðlinum er að finna fjölda ljúffengra rétta sem Harold hefur sett sitt bragð í. FÓLK | HELGIN | 3 Hentar vel viðkvæm augum HVERJUM HENTAR GARNIER BB MIRACLE SKIN PERFECTOR? HVERJUM HENTAR GARNIER NORDIC ESSENTIALS? HVERJUM HENTAR GARNIER EYE ROLL-ON? 798.- 798.- 1.498.- 1.498.- Garn FYRIR AL HÚÐGERÐIR ier Litir: vínrautt, öskugrænt, svart Stærð 38 – 48 fl Kí ki ð á m yn di r o g ve rð á F ac eb oo k Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516 Opið virka daga kl. 11–18. Opið laugardaga k l. 11–16. kyrta á 11.900 kr.S Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.