Fréttablaðið - 26.10.2013, Blaðsíða 51
| ATVINNA |
Íslensk ættleiðing auglýsir starf
sálfræðings/ráðgjafa í miðstöð félagsins
Íslensk ættleiðing vinnur að stofnun ráðgjafamiðstöðvar
um alþjóðlegar ættleiðingar. Félagið er eina ættleiðingar
félagið á Íslandi og leggur metnað í faglegt
starf með hagsmuni barna að leiðarljósi.
Íslensk ættleiðing leitar að ráðgjafa í fullt starf við
miðstöðina. Ráðgjafinn bætist við metnaðarfullt teymi
félagsins og þarf að vera með háskólapróf til starfsréttinda
í sálfræði og reynslu af ráðgjöf.
Umsóknarfrestur er til 5.nóvember.
Umsóknir skal senda til isadopt@isadopt.is
Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri veitir nánari
upplýsingar í síma 588 1480.
Verkefni miðstöðvarinnar verða meðal annars
stuðningur og ráðgjöf við:
• umsækjendur um ættleiðingu
• foreldra sem hafa ættleitt erlendis frá
• börn sem hafa verið ættleidd
• starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu
• starfsfólk leik- og grunnskóla
auk
• umsjónar með gerð eftirfylgniskýrslna
• uppbyggingar barna- og unglingastarfs
Þekking - stuðningur - ráðgjöf
ÞEKKINGARMIÐSTÖÐ
SJÁLFSBJARGAR
Þekking – fræðsla – aðgengi
Ráðgjafi óskast í afleysingar
Þekkingarmiðstöð Sjálfabjargar leitar að öflugum liðsmanni í ráð-
gjafateymi sitt, til afleysingar í allt að 1 ár. Um 100% stöðu er að ræða,
en annað hlutfall kemur til greina.
Miðstöðin veitir ráðgjöf, upplýsingar og fræðslu sem nýtist fötluðu fólki sem og öðrum t.d. aðstandendum, þjónustu-
aðilum, stofnunum, fyrirtækjum og erlendum aðilum.
Starfssvið:
• söfnun og miðlun hagnýtra upplýsinga sem gagnast
fötluðu fólki um land allt
• ráðgjöf til viðskiptavina á staðnum
• afgreiðsla fyrirspurna í síma, í tölvupósti og á netspjalli
• textagerð og innsetning efnis á vef
• og mörg önnur skemmtileg verkefni
Hæfniskröfur:
• háskólamenntun sem nýtist í starfi
• góð þjónustulund og færni í samskiptum
• sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
• góð almenn tölvukunnátta
• góð íslensku- og enskukunnátta
• æskilegt að hafa þekkingu á málefnum fatlaðra
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hreyfihamlaðir einstaklingar eru hvattir til sækja um.
Áhugasamir hafi samband við Rannveigu Bjarnadóttur forstöðumann í síma 5 500 118 eða á rannveig@sjalfsbjorg.is.
Umsóknum ásamt ferilskrá og kynningarbréfi skal skilað á framangreint netfang.
Umsóknarfrestur er til 10.11.2013.
Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar • Hátúni 12 • 105 Reykjavík
www.thekkingarmidstod.is geymir mikið magn upplýsinga. Hvetjum við þig til að skoða hana ásamt Facebook síðu okkar
https://www.facebook.com/thekkingarmidstod.
Össur hf. leitar að metnaðargjörnum einstaklingi til
að leiða áframhaldandi uppbyggingu fjárfestatengsla
félags ins. Össur hf. hefur verið skráð á hlutabréfa markað
frá árinu 1999 og er nú skráð í kauphöll NASDAQ OMX
í Kaupmannahöfn. Hluthafahópur Össurar er alþjóðlegur
með hluthafa frá um 20 löndum.
Fjárfestatengill er helsti tengiliður félagsins við fjárfesta
og aðra markaðsaðila. Fjárfestatengill heyrir undir
fjármálastjóra Össurar og vinnur náið með stjórnendum
félags ins við mótun stefnu um upplýsinga gjöf til
markaðarins.
FJÁRFESTATENGILL – IR MANAGER
Össur er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði stoð- og stuðningstækja. Hjá félaginu starfa
um 2200 manns í 17 löndum. Gildi félagsins eru: Heiðarleiki – Hagsýni – Hugrekki.
STARFSSVIÐ
• Áframhaldandi uppbygging fjárfesta-
tengsla hjá Össuri.
• Mótun á stefnu félagsins um
upplýsinga gjöf til markaðarins.
• Gerð fréttatilkynninga og markaðs-
kynninga.
• Samskipti við hluthafa, fjárfesta
og aðra markaðsaðila.
• Undirbúningur fyrir ársuppgjör
og árshlutauppgjör.
• Kynningarvinna á Íslandi og erlendis.
HÆFNISKRÖFUR
• Háskólapróf tengt fjármálum.
• Að lágmarki 7 ára starfsreynsla.
• Mjög góð samskiptahæfni.
• Mjög góð enskukunnátta.
• Greining ársreikninga.
• Góð reynsla af fjármálageiranum.
• Þekking á hlutabréfamarkaði.
Umsókn ásamt ferilskrá þarf að berast work@ossur.com fyrir 8. nóvember næstkomandi.
Nánari upplýsingar veitir starfsmannadeild í síma 515 1300.
LAUGARDAGUR 26. október 2013 7