Fréttablaðið - 26.10.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.10.2013, Blaðsíða 20
26. október 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 20 Bjóða upp á sojakjötsúpu á Skólavörðustígnum Ólafur Stefánsson í heilsubúðinni Góð heilsa gulli betri býður upp á valkost fyrir þá sem ekki borða kjöt á Kjötsúpudeginum en hann er haldinn hátíðlegur í dag á Skólavörðustígnum. Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is Kjötsúpudagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur á Skólavörðu-stígnum síðustu tíu árin og hefur verið alveg frábær skemmtun. Núna langaði okkur að bjóða líka upp á kjötsúpu fyrir þá sem geta ekki borðað kjöt af einhverjum ástæðum,“ segir Ólafur Stefánsson sem rekur heilsu- búðina Góð heilsa gulli betri á Njálsgöt- unni ásamt bróður sínum, Stefáni Inga Stefánssyni. Nágrannar þeirra bræðra á Skólavörðustígnum, verslunar- og fyrir- tækjaeigendur, sauðfjárbændur og fleiri, bjóða gestum og gangandi upp á íslenska kjötsúpu í dag og nefna uppá tækið Kjöt- súpudaginn. Þetta er ellefta árið sem blásið er til slíkra hátíðahalda og hyggjast Ólafur og Stefán taka virkan þátt í þeim í ár. „Við erum í sjónlínu frá Skólavörðu- stíg, á horni Njálsgötu og Klapparstígs, og finnum lyktina vel,“ útskýrir Ólafur. Öfugt við hina sem bjóða upp á kjöt- súpu með gamla, góða lambakjötinu ætla bræðurnir Ólafur og Stefán Ingi að fram- reiða kjötsúpu með sojakjöti fyrir áhuga- sama í miðbænum í dag. „Bróðir minn hefur verið grænmetis æta í nítján ár og saknar þess stundum að borða gamal- dags íslenskan mat. Hugmyndin með sojakjötsúpunni okkar er sú að það sé alveg hægt að búa til fyrirtakskjötsúpu á þennan hátt. Við viljum alls ekki traðka á tánum á kjötframleiðlendum heldur einungis benda á að þetta sé hægt, en þetta táknar ekki endalok lambakjöts- ins,“ segir Ólafur og hlær. „Ég hugsa að þeir sem borða kjöt gætu haft gaman af því að bera saman súpuna okkar og þessa sígildu. Eflaust munu einhverjir verða lítið hrifnir, en sumir finna alls engan mun.“ Sjálfur segist Ólafur vera á mörkum þess að vera grænmetisæta. „Í rauninni reyni ég að lágmarka kjötátið og hugsa mikið um hvaðan kjötið sem ég læt ofan í mig kemur. Íslenska lambakjötið finnst mér til dæmis frábært, en ég fæ mér ekki hamborgara þegar ég er í Banda- ríkjunum. Ég pæli mikið í sjálfbærni,“ segir Ólafur. KJÖTSÚPUDAGURINN Ólafur Stefánsson býður gestum og gangandi upp á sojakötsúpu í tilefni Kjötsúpudagsins á Skólavörðustíg í dag. Guðný Jónsdóttir býr sojakjötsúpuna til. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Andri Snær Magnason rithöfundur Styrkir Hraunavini Laugardagurinn verður eflaust nokkuð rólegur. Hins vegar ætla ég á styrktartónleika Hraunavina á sunnudag klukkan 4 í Neskirkju. Þar koma fram margir fínir tónlistarmenn. Ég held að þar verði margir– enda eru óþörf og dýr eyðilegging á verðmætri náttúru og harkaleg meðferð á umhverfisverndarfólki mikilvægt mál- efni sem allir ættu að styðja. HELGIN Leiklist Möguleikhúsið heldur for- sýningu á Eldklerknum, einleik um líf Jóns Steingrímssonar, á morgun klukkan 16. Sýningin, sem ætluð er fullorðnum, er nýtt íslenskt leikverk sem byggt er á ævisögu Jóns sjálfs og riti hans um Skaftárelda, Eldritinu. Verkið verður svo frumsýnt á Kirkju- bæjarklaustri næsta föstudag, 1. nóvember, klukkan 20.30. Leikverkið byggist að mestu á skrifum Jóns, en um leið vekur það spurningar um hliðstæður við hamfarir af völdum manna og náttúru sem yfir þjóðina hafa dunið á síðustu árum. Höfundur handrits og leikari er Pétur Eggerz, leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir, leikmynd gerði Rósa Sigrún Jónsdóttir, búninga gerði Thelma Björnsdóttir og hljóðmynd er eftir Guðna Franzson. Forsýning í Hallgrímskirkju: Möguleikhúsið sýnir Eldklerkinn Myndlist Myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson opnar sýningu sína Elsku pappi í Þoku, í kjallara Hríms hönnunarhúss á Laugavegi 25, í dag klukkan 16. Eins og nafnið gefur til kynna er pappi undirstaðan í verkunum á sýningunni. Hann er ýmist grófur eða fínn, fundinn eða keyptur og misvirðulegur. Hluti af sýningunni eru teikningar sem Davíð vann fyrst í vikulangri vinnulotu fyrir Drake Hotel í Toronto. Davíð Örn Halldórs- son útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002 og hefur síðan haldið fjölda einkasýn- inga og tekið þátt í samsýningum hér á Íslandi og víða erlendis. Davíð Örn Halldórsson: Opnar sýningu í Þoku ELDKLERKURINN Sigrún Valbergs- dóttir leikstýrir verkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ELSKU PAPPI Davíð Örn Halldórsson opnar sýningu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sveinn Kjarval samfélagshönnuður Fer létt með Tabata Ég fer á hádegisæfingu í Mjölni til að sýna Jóni Viðari hversu létt ég fer með Tabata æfingarnar hans. Í kvöld borða ég hrygg. Eftir viku vinnuferð til Vegas eyði ég restinni af helginni í faðmi fjöl- skyldunnar. Eða spila tölvuleiki. Melkorka Árný Kvaran framkvæmdastjóri Maraþon og dans Í dag er planið að hlaupa í haust- maraþoninu og horfa a frum- burðinn keppa i danskeppni. Í kvöld fer ég í útskriftarveislu til góðrar vinkonu og morgundagur- inn fer í málningarvinnu vegna yfirvofandi flutninga. Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur Útivist alla helgina Ég ætla að stunda útivist alla helgina í Hornafirðinum með börnunum mínum þremur. Í dag ætlum við að ganga um í Hoffellsdal í Nesjum á morgun í Kolgrafardal á Mýrum. Karlotta Blöndal, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Örn Alexander Ámundason og Þóroddur Bjarnason verða með viðburði og sýna verk sín í Nýlistasafninu á viðburðakvöldi sýn- ingarinnar Embracing Impermanence frá klukkan 17 til 19 í dag. Sýningin var opnuð í lok september, en hún er í þremur köflum og er annar hluti hennar um helgina tileink- aður viðburðum og gjörningum. Verkin á sýningunni Embracing Imper- manence eiga inntak og ásjónu sína að sækja í hverfulleikann og eru valin út frá innri og ytri festum í starfsemi safnsins, safneign- inni annars vegar og sýningarvettvangin- um hins vegar. Á sýningunni eru verk úr safneign auk þess sem sýningarstjórar hafa boðið völdum listamönnum að sýna ný verk sem innlegg og svörun við sýningarheildina. Sýningin mun breytast yfir haustið og inn í veturinn þar sem sýningarstjórar munu bæta við sýninguna með hverfulleikann í huga. Embracing Impermanence er ætlað að veita innsýn í innviði safnsins og fram- tíð þess með því að setja fram nýja kynslóð listamanna sem endurspegla tilbrigði við hugmyndina um tímann, hver á sinn hátt. Verk þeirra undirstrika þannig róf hverful- leikans í bland við verk úr safneigninni þar sem listamenn voru á öðrum tíma að vinna tilbrigði við sama stef. Sýningarstjórar eru Eva Ísleifsdóttir og Þorgerður Ólafsdóttir. Verk og viðburðir í Nýlistasafninu í kvöld Öðrum hluta sýningarinnar Embracing Impermanence hleypt af stokkunum og bætt við inn í veturinn. EMBRACING IMPERMANENCE Verkin á sýningunni eiga inntak og ásjónu sína að sækja í hverfulleikann og eru valin út frá innri og ytri festum í starfsemi safnsins. MYND/INGVAR HÖGNI RAGNARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.