Fréttablaðið - 26.10.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.10.2013, Blaðsíða 12
26. október 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12 VIÐSKIPTI Hagnaður Marels á þriðja ársfjórðungi þessa árs nam 996 milljónum íslenskra króna en var 1,4 milljarðar króna á sama tímabili árið 2012. Tekjur fyrirtækisins á fjórð- ungnum námu 26 milljörðum íslenskra króna og lækkuðu um 4,5 prósentustig miðað við sama tímabil á síðasta ári. Í tilkynningu frá Marel segir að afkoma fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins endurspegli hægari bata en áður hafi verið gert ráð fyrir. - hg Tekjur lækkuðu um 4,5%: Marel skilar minni hagnaði EVRÓPA Í lok annars ársfjórðungs námu ríkisskuldir ríkja á evr- usvæðinu alls 93,4 prósentum af vergri landsframleiðslu (VLF), sem er rúmu prósenti hærra en var eftir fyrsta ársfjórðung. Þetta kemur fram í tölum Euro- stat. Þegar litið er á ESB í heild er hlutfall skulda gegn landsfram- leiðslu 86,8 prósent og hækk- aði um tæpt prósent frá lokum fyrsta fjórðungs. Frá öðrum árs- fjórðungi 2012 hefur hlutfallið hjá evruríkjunum hækkað um 3,5 prósentustig og rúm tvö pró- sentustig í ESB í heild. - þj Efnahagur í Evrópu: Skuldir hækka á evrusvæðinu Í BRÚNNI Theo Hoen, forstjóri Marels, sagði í tilkynningu í gær að afkoma fyrirtækisins væri viðunandi í ljósi markaðsaðstæðna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON JAFNRÉTTISMÁL „Mikil áhersla var lögð á stjórnunar- reynslu,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar, um það er kona var ráðin leikskólastjóri á Hörðuvöllum í júní. Af þeim sem sóttu um starfið voru tveir með meiri menntun, annar þeirra var karlmaður. Fræðsluráð samþykkti ráðninguna. Maðurinn sem sótti um starfið hefur verið aðstoðar- skólastjóri sama skóla í sex ár. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi kannað réttarstöðu sína vegna málsins, ekki síst í ljósi jafnréttis- stefnu bæjarins, en þar segir orðrétt: „Jafnréttissjónarmið skulu metin til jafns við önnur sjónarmið þegar ráðið er í stöður hjá Hafnarfjarð- arbæ. Umsækjandi af því kyni sem er í minnihluta í viðkomandi starfsgrein skal að öðru jöfnu ganga fyrir við ráðningu þegar hann er jafn hæfur eða hæfari.“ Aðspurður segir Eyjólfur þetta sjónarmið hafa verið rætt. „En það var mat sviðsstjóra að stjórnandaþekking væri lykilatriði,“ segir Eyjólfur. „Og það er ljóst að leikskólastjórinn sem var ráðinn hefur gífurlega mikla reynslu af stjórnun leikskóla. Auk þess leysti hún fyrrverandi leikskólastjóra af á meðan hann var í veikindaleyfi.“ Aðeins þrír karlar hafa starfað sem leikskólastjórar eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Því voru aðeins þrír karlar hæfir í starfið samkvæmt auglýsingunni. Spurður, í ljósi þess að karlinn var meira menntað- ur en konan og hvort það hefði því ekki verið í anda jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar að ráða hann, svarar Eyjólfur: „Þetta togast alltaf á, það að meta einstak- ling að verðleikum og kyni og hvernig skal meta það. Það er alveg klárt mál að ef þau hefðu verið jafn hæf hefði karlinn verið ráðinn. Konan var aftur á móti metin hæfust.“ Sviðsstjóri fræðslusviðs Hafnarfjarðar lét meta sér- staklega hæfni efstu umsækjenda og eftir það ferli komst hann að þeirri niðurstöðu að konan væri hæfust. Karlinn sem sótti um starfið, og fékk ekki, var fram- haldsmenntaður í stjórnun. Hann segist hafa kannað stöðu sína hjá lögfræðingi vegna málsins og íhugað að kæra. Hann segist svo hafa fengið þau svör að í ljósi þess að sérstaklega var auglýst eftir reynslu í stjórnun hafi hann ekki átt mikla möguleika á að vinna málið. valur@frettabladid.is Ekki ráðinn þrátt fyrir betri menntun Karlmaður var ekki ráðinn leikskólastjóri þrátt fyrir að vera betur menntaður en konan sem var ráðin. Sérstök áhersla var lögð á stjórnunarreynslu umsækjenda. Aðeins þrír karlmenn hafa verið leikskólastjórar og uppfylltu því skilyrði bæjarins. LEIKSKÓLABÖRN Fáir karlar starfa á leikskólum og aðeins einn starfar sem leikskólastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM. EYJÓLFUR SÆMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.