Fréttablaðið - 26.10.2013, Blaðsíða 39
FERÐIR
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2013
Kynningarblað
Ferðalög
Flug, fjallgöngur
Menning
Ljósmyndun
Ísland
Noregur
Hellalist
Fimm á
förnum vegi
Sumarsólin getur verið svo hörð, þar sem skuggar lokast, sjóndeildar hringur-
inn hvass. Það er annað með vetrarsólina. Hún er svo mjúk þegar hún kyssir
landið. Og himinn og haf renna í þennan gráa bláma sem einkennir veturinn.
Þetta er álit Páls Stefánssonar, ljósmyndara og ritstjóra Iceland Review, sem
er einn víðförlasti Íslendingurinn og þekkir fósturjörðina eins og lófann á sér.
Hér nefnir hann fimm áfangastaði sem toga í hann aftur og aftur á vetrum og
eru allir í alfaraleið.
„Jarðböðin í Mývatnssveit: Heitt vatn, snjór, kuldi og heiður himinn, stundum.“
MYND/PÁLL STEFÁNSSON
„Eyjafjarðarsvæðið: Frá Siglufirði til höfuðborgar hins bjarta norðurs eru bestu skíða-
brekkur lýðveldisins. Punktur.“ MYND/PÁLL STEFÁNSSON
„Höfuðstaðurinn. Stundum leitar maður langt yfir skammt, en norðurstrandlengja
höfuðborgarinnar er frábær. Náttúra á aðra höndina, diskó á hina og oftast þá vinstri.“
MYND/PÁLL STEFÁNSSON
„Finnafjörður; ef maður vill vera einn með fjalli. Einn með sjálfum sér, upplifa vind og veður. Myndin er tekin á vegi 85 milli Lónafjarðar
og Finnafjarðar.“ MYND/PÁLL STEFÁNSSON
„Það er alltaf hátíðlegt á Þingvöllum, sérstaklega yfir vetrarmánuðina, þegar bara fimm
eru á ferð.“ MYND/PÁLL STEFÁNSSON
Páll Stefánsson, ljósmyndari og ritstjóri
Iceland Review. MYND/GVA