Fréttablaðið - 26.10.2013, Blaðsíða 4
26. október 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4
1700
DÓMSMÁL Helgi Magnús Gunnars-
son vararíkissaksóknari krafðist
í gær tíu til tólf mánaða fangelsis-
dóma yfir tveimur ungum mönnum
sem ákærðir eru fyrir að reyna að
kúga tíu milljónir króna út úr sæl-
gætisframleiðandanum Nóa Síríusi
í ársbyrjun í fyrra. Taldi hann rétt
að skilorðsbinda refsinguna að hluta
eða öllu leyti.
„Líf mitt var í rosalega miklu
rugli,“ sagði sá sem talinn er hafa
haft veg og vanda af framkvæmd-
inni við aðalmeðferð þess í gær.
Hann hefur raunar játað sök.
Sá fullyrti að Sigurður Ingi
Þórðarson, sem þekktur er fyrir
samvinnu sína við bandarísku
Alríkislögregluna í tengslum við
Wikileaks-málið, hefði skipulagt
kúgunina frá a til ö. Hún fór þann-
ig fram að bréf var sett inn um
lúguna á heimili Finns Geirsson-
ar, forstjóra Nóa Síríusar, þar sem
hann var krafinn um tíu milljónir
króna, ellegar yrði eitruðum súkku-
laðistykkjum komið í umferð sem
mundi leiða til fjártjóns fyrir fyrir-
tækið. Með fylgdu tvö Pipp-súkku-
laðistykki sem bremsuvökva hafði
verið sprautað í.
„Sækjandi hefur nú ekki prófað
að drekka þetta,“ sagði Helgi Magn-
ús fyrir dómi í gær, en sagðist engu
að síður geta ímyndað sér að það
væri hvorki hollt né gott.
Mennirnir voru svo handteknir á
bílastæðinu við Hús verslunarinnar
eftir að þeir sóttu pakka sem þeir
töldu að innihéldi greiðsluna.
„Gæinn bara plataði mig upp úr
skónum – ég er bara fórnarlamb
hérna,“ sagði annar ungu mannanna
um þátt Sigurðar Inga, sem ekki er
ákærður í málinu enda voru engar
sannanir fyrir aðild hans.
Hinn maðurinn neitar sök. Hann
viðurkennir að hafa farið með bréf-
ið á heimili Finns
o g s ó t t
pakkann á
bílastæð-
ið en segist
hafa talið
að um ein-
hvers lags fíkniefnaviðskipti væri
að ræða.
Helgi Magnús sagði í málflutn-
ingi sínum að fjárkúgunartilraunin
hefði nú ekki verið neitt „meistara-
stykki“, en „burtséð frá hálfaumk-
unarverðum tilburðum ákærðu“
hefði tilraunin samt verið þess eðlis
að Finnur Geirsson hefði haft fulla
ástæðu til að taka hana alvarlega.
Þessu voru verjendurnir Bjarni
Hauksson og Jón Egilsson ósam-
mála. Bjarni lýsti tilrauninni sem
kjánalegri og að dómgreind
og skynsemi
hefðu hvergi
komið við
sögu. „Þetta
b r o t e r
óframkvæm-
anlegt og fjarstæðukennt
og það á enginn að trúa því,“ sagði
Jón. „Þetta er eins og þegar krakkar
hringja í 112,“ bætti hann við.
Báðir mennirnir hafa tekið sig
á og um skjólstæðing sinn sagði
Bjarni að það yrði „sorglegt að rífa
ákærða út úr þeim farvegi með inni-
lokun í fangelsi“. Því væri skilorðs-
bundin refsing eðlilegust.
stigur@frettabladid.is
Nóa Síríus-kúgunin
sögð aumkunarverð
Saksóknari krefst tíu til tólf mánaða fangelsis, aðallega skilorðsbundins, yfir mönn-
um sem reyndu að kúga fé út úr Nóa Síríusi með súkkulaði sem innihélt bremsu-
vökva. Annar segir raunverulegan höfuðpaur málsins hafa platað sig upp úr skónum.
Í FELUM Mennirnir tveir földu sig á bak við dagblöð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
100
10 56% 56
565
3455
300
ÍTALÍA, AP Meðan leiðtogar Evrópusambandsins ræddu málefni flótta-
manna á tveggja daga fundarhöldum sínum í Brussel björguðu Ítalir
meira en 700 flóttamönnum af fimm yfirfullum bátum á Miðjarðarhaf-
inu. Leiðtogar ESB-ríkjanna höfðu einsett sér að finna lausnir á flótta-
mannavandanum í Miðjarðarhafi eftir að um 365 flóttamenn drukknuðu
þann 3. október síðastliðinn þegar yfirfullum báti þeirra hvolfdi út af
eyjunni Lampedusa.
„Við ræddum lengi um innflytjendamál,“ sagði Angela Merkel Þýska-
landskanslari í Brussel í gær. „Við lýstum öll mikilli hryggð vegna
atburðanna sem við þurftum að horfa upp á út af Lampedusa.“
Nicolas Berger, starfsmaður mannréttindasamtakanna Amnesty Inter-
national, harmar hins vegar aðgerðarleysi leiðtoganna. - gb
Ekkert samkomulag ESB-leiðtoga um flóttamannabáta:
Sjö hundruð bjargað úr hafinu
KOMNIR Á ÞURRT LAND Hluti flóttamannanna, sem Ítalir björguðu í vikunni.
NORDICPHOTOS/AFP
19.10.2013 ➜ 25.10.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Vitað er með
vissu um yfir 100
fjölskyldur hér á
landi sem hafa á fáum árum þurft að
yfirgefa heimili sín vegna myglu-
svepps. Líkur eru á að þær fjölskyldur
sem hafa þurft að grípa til þessa
örþrifaráðs séu miklu fleiri. Tugir fjöl-
skyldna hafa ekki snúið til baka.
voru dæmdir til að
greiða 100.000 króna sekt
fyrir vændiskaup í Héraðsdómi
Reykjaness á fimmtudag.
fólks undir þrítugu
hafa íhugað að flytja
frá Íslandi á síðustu
mánuðum, samkvæmt
skoðanakönnun MMR.
lönd hafa keypt
sýningarréttinn að
hryllingsmyndinni
Frost.
nefndir eru starf-
andi á vegum
ráðuneytanna eða
stofnana þeirra.
einstaklingar
eiga í þeim
sæti.
skuldarar eiga fangelsi yfir
höfði sér. Af þeim 3.162 ein-
staklingum, sem eiga fyrirliggjandi
ákvörðun um afplánun vararefsinga á
hendur sér vegna sekta eða sakar-
kostnaðar, á tæplega helmingur von
á að verða færður til afplánunar án
frekari fyrirvara.
ára gamalt selló
fylgir bandaríska
tónlistarmanninum
Mark Lanegan til Íslands.
Evróputónleikaferð
hans endar hér á landi
með tvennum tónleikum
í Fríkirkjunni.
ÖRYGGISMÁL Sif, flugvél Land-
helgisgæslunnar, hefur frá byrjun
októbermánaðar fundið flótta-
mannabáta á Miðjarðarhafi með
rúmlega hundrað manns innan-
borðs. Þeim var öllum bjargað.
Björgun fólksins kemur til af
samstarfi Gæslunnar við Landa-
mærastofnun Evrópusambandsins
(FRONTEX) við landamæraeftir-
lit. Frá byrjun aðgerðarinnar í vor
hefur 3.100 flóttamönnum verið
bjargað í aðgerðum á sjó.
Í eftirlitsflugi Sifjar hefur
áhöfnin einnig komið auga á grun-
samlega báta sem hafa verið til-
kynntir til stjórnstöðvar vegna
gruns um fíkniefnasmygl. - shá
Gæslan á Miðjarðarhafi:
Hafa fundið
yfir 100 manns
LÖGGÆSLA Skemmdir voru
unnar á björgunarsveitarbíl í
Grindavík í vikunni, Frambretti
bílsins var beyglað. Þá var lög-
reglunni á Suðurnesjum til-
kynnt að afturrúður hefðu verið
brotnar í tveimur bifreiðum í
Keflavík.
Einnig bárust lögreglu til-
kynningar um að farið hefði
verið inn í fjórar bifreiðir í
umdæminu. Úr einni þeirra var
stolið veski með um fimmtán
þúsund krónum í reiðufé. Veskið
fannst svo hrímað í runna og
var þá búið að tæma það. Lög-
regla rannsakar málin.
-jme
Lögreglan rannsakar mál:
Skemmdarverk
á Suðurnesjum
Ingibjörg Karlsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Mánudagur
Strekkingur vestan til og víða með
ströndum, annars hægari.
ÉL EÐA SNJÓKOMA verður norðan til á landinu um helgina og má búast við að bæti
í úrkomuna þegar líður á sunnudaginn og að þá verði einnig úrkoma austanlands,
snjókoma eða slydda. Sunnan heiða lítur út fyrir nokkuð bjart veður.
1°
10
m/s
3°
7
m/s
3°
6
m/s
6°
16
m/s
Á morgun
Strekkingur eða allhvasst vestan til, á
Norðurlandi og með SA-ströndinni.
Gildistími korta er um hádegi
3°
0°
3°
1°
-1°
Alicante
Aþena
Basel
27°
23°
19°
Berlín
Billund
Frankfurt
17°
14°
18°
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
22°
14°
14°
Las Palmas
London
Mallorca
25°
17°
29°
New York
Orlando
Ósló
13°
26°
14°
París
San Francisco
Stokkhólmur
20°
18°
14°
3°
6
m/s
5°
5
m/s
3°
2
m/s
3°
3
m/s
2°
5
m/s
3°
8
m/s
-3°
8
m/s
4°
-1°
5°
2°
1°