Fréttablaðið - 26.10.2013, Page 4

Fréttablaðið - 26.10.2013, Page 4
26. október 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 1700 DÓMSMÁL Helgi Magnús Gunnars- son vararíkissaksóknari krafðist í gær tíu til tólf mánaða fangelsis- dóma yfir tveimur ungum mönnum sem ákærðir eru fyrir að reyna að kúga tíu milljónir króna út úr sæl- gætisframleiðandanum Nóa Síríusi í ársbyrjun í fyrra. Taldi hann rétt að skilorðsbinda refsinguna að hluta eða öllu leyti. „Líf mitt var í rosalega miklu rugli,“ sagði sá sem talinn er hafa haft veg og vanda af framkvæmd- inni við aðalmeðferð þess í gær. Hann hefur raunar játað sök. Sá fullyrti að Sigurður Ingi Þórðarson, sem þekktur er fyrir samvinnu sína við bandarísku Alríkislögregluna í tengslum við Wikileaks-málið, hefði skipulagt kúgunina frá a til ö. Hún fór þann- ig fram að bréf var sett inn um lúguna á heimili Finns Geirsson- ar, forstjóra Nóa Síríusar, þar sem hann var krafinn um tíu milljónir króna, ellegar yrði eitruðum súkku- laðistykkjum komið í umferð sem mundi leiða til fjártjóns fyrir fyrir- tækið. Með fylgdu tvö Pipp-súkku- laðistykki sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. „Sækjandi hefur nú ekki prófað að drekka þetta,“ sagði Helgi Magn- ús fyrir dómi í gær, en sagðist engu að síður geta ímyndað sér að það væri hvorki hollt né gott. Mennirnir voru svo handteknir á bílastæðinu við Hús verslunarinnar eftir að þeir sóttu pakka sem þeir töldu að innihéldi greiðsluna. „Gæinn bara plataði mig upp úr skónum – ég er bara fórnarlamb hérna,“ sagði annar ungu mannanna um þátt Sigurðar Inga, sem ekki er ákærður í málinu enda voru engar sannanir fyrir aðild hans. Hinn maðurinn neitar sök. Hann viðurkennir að hafa farið með bréf- ið á heimili Finns o g s ó t t pakkann á bílastæð- ið en segist hafa talið að um ein- hvers lags fíkniefnaviðskipti væri að ræða. Helgi Magnús sagði í málflutn- ingi sínum að fjárkúgunartilraunin hefði nú ekki verið neitt „meistara- stykki“, en „burtséð frá hálfaumk- unarverðum tilburðum ákærðu“ hefði tilraunin samt verið þess eðlis að Finnur Geirsson hefði haft fulla ástæðu til að taka hana alvarlega. Þessu voru verjendurnir Bjarni Hauksson og Jón Egilsson ósam- mála. Bjarni lýsti tilrauninni sem kjánalegri og að dómgreind og skynsemi hefðu hvergi komið við sögu. „Þetta b r o t e r óframkvæm- anlegt og fjarstæðukennt og það á enginn að trúa því,“ sagði Jón. „Þetta er eins og þegar krakkar hringja í 112,“ bætti hann við. Báðir mennirnir hafa tekið sig á og um skjólstæðing sinn sagði Bjarni að það yrði „sorglegt að rífa ákærða út úr þeim farvegi með inni- lokun í fangelsi“. Því væri skilorðs- bundin refsing eðlilegust. stigur@frettabladid.is Nóa Síríus-kúgunin sögð aumkunarverð Saksóknari krefst tíu til tólf mánaða fangelsis, aðallega skilorðsbundins, yfir mönn- um sem reyndu að kúga fé út úr Nóa Síríusi með súkkulaði sem innihélt bremsu- vökva. Annar segir raunverulegan höfuðpaur málsins hafa platað sig upp úr skónum. Í FELUM Mennirnir tveir földu sig á bak við dagblöð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 100 10 56% 56 565 3455 300 ÍTALÍA, AP Meðan leiðtogar Evrópusambandsins ræddu málefni flótta- manna á tveggja daga fundarhöldum sínum í Brussel björguðu Ítalir meira en 700 flóttamönnum af fimm yfirfullum bátum á Miðjarðarhaf- inu. Leiðtogar ESB-ríkjanna höfðu einsett sér að finna lausnir á flótta- mannavandanum í Miðjarðarhafi eftir að um 365 flóttamenn drukknuðu þann 3. október síðastliðinn þegar yfirfullum báti þeirra hvolfdi út af eyjunni Lampedusa. „Við ræddum lengi um innflytjendamál,“ sagði Angela Merkel Þýska- landskanslari í Brussel í gær. „Við lýstum öll mikilli hryggð vegna atburðanna sem við þurftum að horfa upp á út af Lampedusa.“ Nicolas Berger, starfsmaður mannréttindasamtakanna Amnesty Inter- national, harmar hins vegar aðgerðarleysi leiðtoganna. - gb Ekkert samkomulag ESB-leiðtoga um flóttamannabáta: Sjö hundruð bjargað úr hafinu KOMNIR Á ÞURRT LAND Hluti flóttamannanna, sem Ítalir björguðu í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP 19.10.2013 ➜ 25.10.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Vitað er með vissu um yfir 100 fjölskyldur hér á landi sem hafa á fáum árum þurft að yfirgefa heimili sín vegna myglu- svepps. Líkur eru á að þær fjölskyldur sem hafa þurft að grípa til þessa örþrifaráðs séu miklu fleiri. Tugir fjöl- skyldna hafa ekki snúið til baka. voru dæmdir til að greiða 100.000 króna sekt fyrir vændiskaup í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudag. fólks undir þrítugu hafa íhugað að flytja frá Íslandi á síðustu mánuðum, samkvæmt skoðanakönnun MMR. lönd hafa keypt sýningarréttinn að hryllingsmyndinni Frost. nefndir eru starf- andi á vegum ráðuneytanna eða stofnana þeirra. einstaklingar eiga í þeim sæti. skuldarar eiga fangelsi yfir höfði sér. Af þeim 3.162 ein- staklingum, sem eiga fyrirliggjandi ákvörðun um afplánun vararefsinga á hendur sér vegna sekta eða sakar- kostnaðar, á tæplega helmingur von á að verða færður til afplánunar án frekari fyrirvara. ára gamalt selló fylgir bandaríska tónlistarmanninum Mark Lanegan til Íslands. Evróputónleikaferð hans endar hér á landi með tvennum tónleikum í Fríkirkjunni. ÖRYGGISMÁL Sif, flugvél Land- helgisgæslunnar, hefur frá byrjun októbermánaðar fundið flótta- mannabáta á Miðjarðarhafi með rúmlega hundrað manns innan- borðs. Þeim var öllum bjargað. Björgun fólksins kemur til af samstarfi Gæslunnar við Landa- mærastofnun Evrópusambandsins (FRONTEX) við landamæraeftir- lit. Frá byrjun aðgerðarinnar í vor hefur 3.100 flóttamönnum verið bjargað í aðgerðum á sjó. Í eftirlitsflugi Sifjar hefur áhöfnin einnig komið auga á grun- samlega báta sem hafa verið til- kynntir til stjórnstöðvar vegna gruns um fíkniefnasmygl. - shá Gæslan á Miðjarðarhafi: Hafa fundið yfir 100 manns LÖGGÆSLA Skemmdir voru unnar á björgunarsveitarbíl í Grindavík í vikunni, Frambretti bílsins var beyglað. Þá var lög- reglunni á Suðurnesjum til- kynnt að afturrúður hefðu verið brotnar í tveimur bifreiðum í Keflavík. Einnig bárust lögreglu til- kynningar um að farið hefði verið inn í fjórar bifreiðir í umdæminu. Úr einni þeirra var stolið veski með um fimmtán þúsund krónum í reiðufé. Veskið fannst svo hrímað í runna og var þá búið að tæma það. Lög- regla rannsakar málin. -jme Lögreglan rannsakar mál: Skemmdarverk á Suðurnesjum Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Mánudagur Strekkingur vestan til og víða með ströndum, annars hægari. ÉL EÐA SNJÓKOMA verður norðan til á landinu um helgina og má búast við að bæti í úrkomuna þegar líður á sunnudaginn og að þá verði einnig úrkoma austanlands, snjókoma eða slydda. Sunnan heiða lítur út fyrir nokkuð bjart veður. 1° 10 m/s 3° 7 m/s 3° 6 m/s 6° 16 m/s Á morgun Strekkingur eða allhvasst vestan til, á Norðurlandi og með SA-ströndinni. Gildistími korta er um hádegi 3° 0° 3° 1° -1° Alicante Aþena Basel 27° 23° 19° Berlín Billund Frankfurt 17° 14° 18° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 22° 14° 14° Las Palmas London Mallorca 25° 17° 29° New York Orlando Ósló 13° 26° 14° París San Francisco Stokkhólmur 20° 18° 14° 3° 6 m/s 5° 5 m/s 3° 2 m/s 3° 3 m/s 2° 5 m/s 3° 8 m/s -3° 8 m/s 4° -1° 5° 2° 1°
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.