Fréttablaðið - 26.10.2013, Blaðsíða 49
Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar
Staða ritara á Skólaskrifstofu er laus til umsóknar. Um
er að ræða 100% starf og umsækjandi þarf helst að geta
hafið störf sem fyrst og eigi síðar en um næstu áramót.
Helstu verkefni ritara
• Undirbúningur funda og ritun fundargerða fræðsluráðs
• Skráning og varðveisla trúnaðargagna
• Afgreiðsla og símsvörun
• Öll almenn skrifstofustörf
Hæfniskröfur
• Stúdentspróf eða sambærileg menntun
• Góð tölvukunnátta
• Sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði
• Góð framkoma og jákvæðni
• Metnaður og áhugi á nýjungum
• Gott vald á íslensku máli
• Reglusemi og vandvirkni
Allar upplýsingar veitir Ingibjörg Einarsdóttir, skrifstofustjóri
í síma 585 5500. Umsóknarfrestur er til og með 7. nóvember
2013.
Umsóknum skal skilað á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar,
Linnetsstíg 3, 220 Hafnarfjörður eða á netfang
ingibje@hafnarfjordur.is
Í samræmi við jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt
sem konur hvattir til að sækja um starfið.
Fræðslustjórinn í Hafnarfirði
Yfirþroskaþjálfi
Óskað er eftir yfirþroskaþjálfa til starfa á heimili við
Kópavogsbraut. Um er að ræða 100% starf, að hluta til í
vaktavinnu. Staðan er laus frá 1. nóvember 2013 eða
eftir nánara samkomulagi. Umsóknir þurfa að berast fyrir
31.október.
Yfirþroskaþjálfi ber ábyrgð á og skipuleggur faglegt starf
ásamt forstöðumanni. Hann gætir hagsmuna íbúa innan og
utan heimilis, aðstoðar íbúa í daglegu lífi og sinnir stuðningi
við þá samkvæmt óskum og þörfum þeirra hverju sinni. Hann
hefur að leiðarljósi í starfi sínu siðareglur þroskaþjálfa,
stefnu og góða starfshætti félagsins og veitir starfsmönnum
faglega ráðgjöf og fræðslu. Umsækjandi þarf að hafa góða
samskipta- og samstarfshæfni og geti tekið virkan þátt í innra
starfi félagsins, eftir því sem við á hverju sinni.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Áss styrktarfélags
í síma 4140500 á virkum dögum milli kl. 09.00 og 15.00.
Upplýsingar um félagið og atvinnuumsókn má finna á
heimasíðu þess www.styrktarfelag.is, einnig má skila
umsóknum á netfangið erna@styrktarfelag.is
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum
Áss styrktarfélags og Þroskaþjálfafélags Íslands.
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa hjá
Þraut ehf – miðstöðvar vefjagigtar og tengdra sjúkdóma
Þraut er ungt og framsækið fyrirtæki sem starfar sam-
kvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands og sinnir
greiningu, mati og meðferð sjúklinga með vefjagigt.
Starf hjúkrunarfræðings verður bæði fjölbreytt og gefandi
og mun veita góða möguleika á framþróun í starfi. Meðal
verkefna er þátttaka og umsjón með endurhæfingarnám-
skeiðum, halda utan um gagnasöfnun, og vera tengiliður
við aðra þjónustuaðila velferðarkerfisins. Þá er gert ráð
fyrir þátttöku í vísindarannsóknum á vegum Þrautar.
Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun og/eða starfs-
reynslu í verkefnastjórnun. Í fyrstu er miðað við 50%
starfshlutfall í dagvinnu en stefnt að 80 – 100 % starfshlut-
falli.
Umsóknir sendist fyrir 15. nóvember á Þraut ehf – miðstöð
vefjagigtar og tengdra sjúkdóma
Höfðabakka 9. 110 Reykjavík
Aðstoð á tannlækna stofu
Aðstoðarmannes a óskast í fullt stakj á tannlæknastofu í rf
is Reykjavík. Á tann æknastofunni, seml taðsett er miðsvæð s
í Reykjavík, starfa 15 manns, tannlæk ar, aðstoðarfólk og n
tannsmiðir. Viðkomandi þarf að geta afið störf fljótlega. h
Starfið felst m.a. að aðstoða tannlæí na við störf þeirra,k
símavörslu og afg eiðslu. Umsóknir r erist áb box@frett.is
merkt ,,Aðstoð-26 0“1
kopavogur.is
Kópavogsbær
Spennandi störf
hjá Kópavogsbæ
· Aðstoðarleikskólastjóri á leikskólann
Austurkór
· Deildarstjórar á leikskólann Austurkór
· Leikskólakennari á leikskólann Baug
· Leikskólakennari á leikskólann Efstahjalla
· Leikskólakennari á leikskólann Marbakka
· Leikskólakennari með stuðning á leikskólann
Sólhvörf
· Matráður á leikskólann Austurkór
Nánari upplýsingar er að finna á vef
Kópavogsbæjar
Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt
á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
Sölumaður óskast á rótgróna
fasteignasölu
Traust og rótgróin fasteignasala óskar eftir sölumanni til
starfa. Þóknun er afkastatengd en söluskráin bíður upp á
mikla möguleika fyrir duglegan starfsmann.
Umsóknir sendast á box@frett.is merkt
,,Fasteignasala-1805“
Við Hraunvallaskóla í Hafnarfirði
eru lausar eftirtaldar stöður:
Þroskaþjálfi
Starfið felst í stuðningi við nemanda á yngsta stigi.
Nauðsynlegt að umsækjandi hafi áhuga og helst
reynslu afnotkun ákv. spjaldtölva í kennslu.
Stuðningsfulltrúi
Allar upplýsingar um störfin veita Lars Jóhann
Imsland, skólastjóri og Ásta Björk Björnsdóttir,
deildarstjóri í síma 590-2800.
Umsóknir berist til skólastjóra á netfangið
lars@hraunvallaskoli.is
Umsóknarfrestur er til og með 7. nóvember 2013.
Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar
jafnt sem konur hvattir til að sækja um störfin.
Fræðslustjórinn í Hafnarfirði
Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar
Lausar stöður