Fréttablaðið - 26.10.2013, Síða 32

Fréttablaðið - 26.10.2013, Síða 32
26. október 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. „Mér finnst fjárlagafrumvarpið vera einhvers konar biðleikur. Það er farið í tekjuöflun sem getur ekki staðist til framtíðar. Eins og skatt- ur á þrotabú gömlu bankanna. Þetta er augljóslega ekki framtíðarskatt- ur. Við ætlum ekki að hafa hér við- varandi þrotabú gamalla banka á Íslandi. Þessi tekjustofn getur í mesta lagið staðið í nokkur ár. Svo er farið í tekjuskattslækkun sem birtist mér sem redding og svo er skilmálum skuldabréfs milli Seðla- bankans og ríkisins breytt.“ Guðmundur kallar eftir róttækri endurskipulagningu ríkisfjármála. „Við þurfum að setja allt undir. Við þurfum að hugsa hvernig við ætlum að efla fjölbreytileika í atvinnulíf- inu og skapa meiri tekjur.“ Táknræn skattalækkun Guðmundur nefnir heilbrigðis- og skólamál í þessu samhengi. „Við þurfum að beina fólki í ódýr- ari úrræði í heilbrigðiskerfinu sem virka jafn vel og núverandi úrræði. Þar er heilsugæslan og uppbygging hennar lykilatriði ásamt hjúkrunarrými til að létta álaginu af þessum dýrari úrræð- um sem eru inni á spítalanum. Það þarf að fara í þetta af full- um krafti. Í menntakerfinu sjáum við mikið brottfall nemenda sem segir okkur að við séum ekki að nýta fjármuni nægilega vel. Við þurfum að auka sveigjanleika í menntakerfinu til þess að fá meira út úr því. Ég er t.d. hlynntur því að stytta nám til stúdentsprófs,“ segir Guðmundur. Hann segir nauðsynlegt að end- urskoða landbúnaðarkerfið sem nú fær tólf milljarða á ári frá rík- inu. „Þetta er stór útgjaldaliður og við verðum einfaldlega að fara í það að stokka þetta upp. Við verð- um að fara í samræðu við bændur um það. Vilja þeir virkilega hafa þetta svona? Viljum við ekki meiri fjölbreytni í atvinnumálum úti á landi?“ Tekjuskattshlutfallið í miðþrepi verður lækkað um 0,8 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Ríkið verður af fimm milljörðum króna vegna þessa. Guðmundur segir að betra sé að hætta við þessa skattalækk- un og nota peningana til að styrkja heilbrigðiskerfið. „Eins mikið og ég tel að það sé mikilvægt að lækka álögur á almenning þá finnst mér þessi 0,8 prósenta tekjuskattslækkun á almenning vera einungis táknræn. Við þurfum að forgangsraða. Hér þarf að líta yfir sviðið. Heilbrigðis- kerfið er algjörlega fjársvelt sem birtist einna best í stöðu Landspít- alans eftir rosalega erfið ár. Við þurfum að beina sjónum okkar að þessari þjónustu. Koma henni á réttan kjöl og finna fjármögnun fyrir nýjan spítala. Bíða með þessa skattalækkun þó ekki væri nema að hluta til þess að mæta þessum bráðavanda.“ Guðmundur telur að ríkið þurfi að horfa til annarra tekjustofna til að draga úr tekjuskatti á fyrirtæki og almenning. „Stundum er eins og þingmenn séu hræddir við tekjur. Við sitj- um á stórum auðlindum. Sjávar- útvegur t.d. skilar arði og þar á sér stað rökræða um það hver sé réttlát skipting arðsins. Ríkið má aldrei taka allan arðinn enda verð- ur fólk að fá að njóta þess að vera í sjávarútvegi. En auðlindin er líka í eigu þjóðarinnar. Mér finnst hafa myndast samhljómur um að það sé réttlátt að partur af þessum arði renni til ríkissjóðs. Ég held að það sé hægt að ná inn meiri tekjum þar. Við erum líka of feimin við að ná inn tekjum af erlendum ferða- mönnum. Svo eru það orkuauðlind- irnar. Alla 20. öldina var það stefn- an að selja orkuna ódýrt og fá stóra kaupendur – núna eigum við að hætta þeirri stefnu og Landsvirkj- un er búin að segja það í mörg ár. Núna eigum við að fá kaupendur að orku sem fer jafnvel um sæstreng og eru reiðubúnir að borga hátt verð fyrir þessa vöru.“ Krónan efnahagsvandamál Guðmundur hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi um mótun stefnu til framtíðar í gjald- miðilsmálum. Sjálfur vill hann að Ísland taki upp evru og segir að krónan komi í veg fyrir að hægt sé að bæta lífskjör hér á landi. „Við sjáum það í bókhaldi fyrirtækja að hér eru vextir of háir. Hér er erf- itt að bæta lífskjör vegna þess að verðbólgan er of mikil. Fyrirtæki geta ekki greitt stóra gjalddaga á erlendum lánum öðru vísi en að gengi krónunnar falli. Það leiðir til þess að lán heimilanna hækka og fjárhagur versnar. Við erum föst í gildru með krónuna. Ef rík- isstjórnin vill halda í krónuna þá viljum við í Bjartri framtíð að það sé gert á grunni gjaldmiðlastefnu og að hún sé þá rökstudd með til- liti til nokkurra þátta. Eykur gjald- miðlastefnan frelsi í viðskiptum? Bætir hún lífskjör? Gerir hún hag- stjórn auðveldari og minnkar hún kerfisáhættuna?“ Vill seinka klukkunni Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur lagt fram þingsályktunartil- lögu um að færa til staka frídaga svo úr verði þriggja daga helgi. Þá hyggst þingflokkurinn einn- ig leggja fram tillögu sem felur í sér að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund. Guðmund- ur lagði fram slíka tillögu á síð- asta kjörtímabili og hyggst gera það aftur. „Við stillum klukkuna vitlaust á Íslandi. Hádegið er á vitlausum tíma og þar af leiðandi er alltof mikið myrkur á morgn- ana. Lýðheilsurannsóknir sýna að þetta eykur þreytu og jafnvel þyngsli í sálinni og kemur sérstak- lega illa niður á unglingum,“ segir Guðmundur. Það er vilji allra flokka að vinna áfram í skulda-málum heimilanna en ég held að það sé vaxandi vitneskja og skilningur á því að það var mjög mikið gert á síðasta kjörtímabili. Miklum peningum, tíma og orku var varið í þetta verkefni og það náðist árang- ur,“ segir Guðmundur Steingríms- son, alþingismaður og formaður Bjartrar framtíðar. Hann telur hug- myndir Framsóknarflokks um flata niðurfellingu skulda óréttlátar. „Greining Seðlabankans sýnir að hún kemur aðallega þeim til góða sem skulda mikið en eiga jafnframt mikið. Við eigum ekki að hafa áhyggjur af þeim sem eiga mikið þó þeir skuldi mikið. Sérstaklega ef þeir eru ekki í greiðsluvanda. Markaðurinn mun leysa þetta mál fyrir þennan hóp. Eigur þeirra vaxa í verði og þeir hafa ýmsa möguleika til þess að vinna úr sínum málum. Ég held að það sé mjög mikilvægt að halda í þá meginstefnu að fólk beri ábyrgð á sínum fjármálum. Síðan höfum við hóp sem er einfaldlega kom- inn á þann stað að hann getur ekki greitt neitt af húsnæði. Þetta er hópurinn sem er hjá Umboðsmanni skuldara. Skuldaleiðréttingin mun ekki hjálpa þessu fólki, ekki neitt,“ segir Guðmundur. Fjárlagafrumvarpið biðleikur Ríkisstjórnin hefur þótt vera ósam- stíga þegar kemur að yfirlýsingum vegna boðaðra skuldaaðgerða. Guð- mundur segir augljóst að málið sé umdeilt innan ríkisstjórnarflokk- anna. „Það er öllum ljóst að flokk- arnir eru ekki samstíga. Ég veit stundum ekki hvernig róttækustu hugmyndirnar um skuldaleið- réttinguna eiga að komast í gegn- um þingið. Ekki út af stjórnar- andstöðunni heldur einfaldlega vegna þess að ég sé ekki eininguna innan stjórnarflokkanna um þær aðgerðir. Mér finnst stundum eins og þetta skuldaleiðréttingamál sé fyrir þessari ríkisstjórn eins og ESB-umsóknin var fyrir síðustu ríkisstjórn. ESB var vissulega í stjórnarsáttmálanum en það var engin eining um málið. Sama virð- ist gilda um skuldamálið. Þetta er bara mín kenning en mér finnst að stjórnarflokkarnir eigi eftir að vinna úr þessu,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir tilgangslaust að fara í víðtækar skuldaleiðréttingar Sú hugmynd að setja 300 milljarða í að lækka höfuðstól skulda sumra heimila hugnast mér engan veginn. Ósamstíga ríkisstjórn í skuldamálum Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir að skuldaleiðréttingin sé jafn mikið vandamál fyrir núverandi ríkis- stjórn eins og ESB-málið var fyrir síðustu stjórn. Hann segir óréttlátt að nota mögulegt svigrúm til að lækka skuldir afmarkaðs hóps. Viðtalið við Guðmund er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á www.visir.is. visir.is BIÐLEIKUR „Mér finnst fjárlagafrumvarpið vera einhvers konar biðleikur. Það er farið í tekjuöflun sem getur ekki staðist til framtíðar,“ segir Guðmundur Steingrímsson um fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MENNTUN Stúdentspróf MR 1992. BA-próf í íslensku og heimspeki frá HÍ 1995. Framhaldsnám í heimspeki við kaþólska háskólann í Leuven, Belgíu, 1996-1997. Meistarapróf í heimspeki frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð 1998. Meistarapróf í heimspeki frá Oxfordháskóla í Bret- landi 2001. Stundar framhaldsnám í hagfræði við HÍ. HELSTU STÖRF Blaðamaður meðfram námi á Tímanum og DV. Starfandi tónlistarmaður í hljómsveitinni Skárren ekkert, síðar Ske, frá 1992. Dagskrárgerðarmaður í hlutastarfi á Ríkisútvarpinu 1998-2005. Starfsmaður í almannatengslum á auglýsingastofunni ABX 2002. Blaðamaður á Fréttablaðinu 2003-2004, pistlahöf- undur þar 2003-2009. Dagskrárgerðarmaður á Skjá 1 og sjónvarpsstöðinni Sirkus 2004-2006. Aðstoðarmaður borgarstjóra 2007-2008. Sjálfstæður atvinnurekandi á sviði textagerðar og hugmyndasmíði fyrir auglýsingar, almannatengsl og ráðgjöf af ýmsu tagi 2004-2009. STJÓRNMÁLAÞÁTTTAKA Formaður stúdentaráðs Há- skóla Íslands 1995-1996. Fulltrúi stúdenta í háskólaráði 1994-1996. Varaþingmaður Samfylkingarinnar 2007 og 2008. Þingmaður Framsóknarflokks 2009-2011. Formaður Bjartrar framtíðar síðan 2012. Þingmaður Bjartrar framtíðar síðan 2013. ➜ GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON Höskuldur Kári Schram hoskuldur.schram@frettabladid.is án þess að fyrir liggi framtíðar- stefna í efnahags- og gjaldmiðla- málum. Hann segir að flokkurinn muni þó ekki reyna að koma í veg fyrir að skuldaaðgerðirnar nái fram að ganga. „Við stundum ekki þannig pólitík. Við höfum sagt það alveg skýrt. Við munum ekki reyna að stoppa þetta. Við stundum pólitík með rökum og upplýsingum og munum fara í ræðustól og segja okkar skoðun. Við hlustum líka á rök og upplýsingar annarra. Við höfum hins vegar ekki séð hvernig á að framkvæma þess- ar aðgerðir og það er erfitt að tala um eitthvað sem við höfum ekki séð. Nú er ég bara að tala um þessa hugmynd um flata niðurfellingu. Sú hugmynd að setja 300 milljarða í að lækka höfuðstól skulda sumra heimila hugnast mér engan veginn,“ segir Guðmundur. Guðmundur segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með fyrsta fjár-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.