Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2013, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 31.10.2013, Qupperneq 16
31. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 16 „Það er jafn mikilvægt að læra félagsfærni og stærðfræði og sund.“ segir Harpa María Örlygs- dóttir, iðjuþjálfi og íþróttakennari, sem starfar á Æfingastöðinni sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra á og rekur. Harpa segir of mikið um að börn eigi í erfiðleikum með félagsleg samskipti. „Það getur valdið þeim mikilli vanlíðan og haft heilmikil áhrif á fjölskyldur þeirra og dag- legt líf. Börn með slaka félagsfærni eru oft vinafá, með lítið sjálfstraust og upplifa litla leikgleði. Ég held að einelti geti að miklu leyti stafað af skorti á félagsfærni hjá bæði ger- endum og þolendum.“ Flest börn læra félagsfærni af foreldrum, systkinum, kennur- um, vinum og ættingjum, að sögn Hörpu. „Þau læra sjálfkrafa við- urkennda hegðun og eru ekkert að spá í þær óskrifuðu reglur sem fylgja því að vera þátttakandi í samfélaginu. Önnur börn eiga erf- iðara með að læra þessa hegðun og sýna því oftar óæskilega hegðun í samskiptum. Þau þurfa því beina kennslu og þjálfun í félagsfærni,“ segir Harpa. Hún tekur það fram að ekki sé hægt að ætlast til að öll börn læri félagsfærni af því einu að umgang- ast annað fólk. „Það væri eins og að kenna barni að synda með því að kasta því í djúpu laugina. Það er margt sem hefur áhrif á getu barna til að læra félagsfærni, svo sem menningarmunur, fjölskylduhagir, persónueiginleikar og meðfæddar raskanir.“ Á Æfingastöðinni eru haldin námskeið í félagsfærni fyrir börn frá fimm ára aldri til 14 ára. Flest börnin sem koma þangað eru með einhver frávik, að sögn Hörpu. „Reynslan af því að þjálfa börn í gegnum leik er góð. Mikilvægi leiks er oft vanmetið. Börnin læra að skiptast á, fylgja fyrirmælum og reglum, tjá sig í hóp, taka tillit til annarra, einbeita sér, leysa verkefni og ágreining og sýna samkennd, svo eitthvað sé nefnt.“ Harpa segir fátt betra en að sjá glöð og ánægð börn. „Þar er hrósið stærsta vopnið enda hefur það verið kallað vítamín sálarinnar. Foreldrar, kennarar, iðjuþjálfar og annað fag- fólk þarf að halda áfram að vinna saman til að stuðla að auknum lífs- gæðum barna.“ ibs@frettabladid.is Reynslan af því að þjálfa börn í gegnum leik er góð. Harpa María Örlygs- dóttir, iðjuþjálfi og íþrótta- kennari Það getur liðið mánuður frá uppskeru þar til ávext- ir og grænmeti komast í hendur neytenda. Á því tímabili tapast mörg næringarefni. Tapið verður minna sé varan fryst fljótt eftir uppskeru. Í grein í Daily Mail segir að ferskt sé ekki alltaf best. Þar er vitnað í rannsókn breskra vísindamanna sem báru saman næringargildi grænmetis og ávaxta sem höfðu verið í ísskáp í þrjá daga við næringargildi sams konar matvæla í frysti. Meira C-vítamín, lútein og betakarótín reyndist vera í frystu spergilkáli en í fersku. Í fersku spergilkáli var hins vegar meira magn pólýfenóla. Meira magn var af andoxunarefn- um og vítamínum í frystum bláberjum en ferskum. Við rannsókn á frystum og ferskum hindberjum fannst ekki munur á magni næringar- efna. Aðferðir framleiðenda við frystingu eru misjafnar og mögulega er greint frá því á umbúðum hvernig meðferð ávextirnir og grænmetið hafa fengið. Meira C-vítamín í frystu spergilkáli Þriggja ára börn mæðra sem neytt höfðu verkjalyfs- ins paracetamols lengur en í 28 daga á meðgöngu voru með atferlisvanda og minni færni í grófhreyfingum en samanburðarhópur. Þetta eru niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Háskólann í Ósló í Noregi. Á heimasíðu háskólans er haft eftir Ragnhild Eek Brandlistuen að faraldsfræðilegar rannsóknir eins og þessi segi til um fylgni en ekki sé sýnt fram á beint orsakasamband. Um sé að ræða fyrstu rannsókn- ina í heimi sem sýni þessar niðurstöður og þörf sé á frekari rannsóknum. Hún hvetur til hóflegrar neyslu paracetamols á meðgöngu eins og annarra verkja- lyfja. Paracetamol eigi áfram að vera fyrsti valkostur sé þörf á verkjalyfi stöku sinnum. Greint er frá því að samsvarandi langtímaáhrif á börn hafi ekki fundist vegna notkunar ibuprofens. Vísindamennirnir báru saman tæplega þrjú þúsund börn sem höfðu fengið paracetamol í móðurkviði við systkin af sama kyni sem ekki höfðu fengið verkja- lyfið. Niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Háskólann í Ósló: Paracetamol getur skaðað fóstur MEÐGANGA Konur taka oft paracetamol við höfuðverk, bak- verkjum, hita og grindargliðnun. NORDICPHOTOS/GETTY Gott er fyrir fjölskyld- una að upp- götva netið sameiginlega. Reynið að finna vefsíður sem eru bæði spennandi og skemmtilegar og við hæfi barna. Gerið sam- komulag við börnin um hvernig fara á með persónu- legar upplýsingar og hvernig koma á fram við aðra á netinu. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Fjórar skólahljómsveit- ir eru í Reykjavík og þótt talsvert sé liðið á haust önn er enn hægt að byrja sé laust pláss í við- komandi skóla, að sögn Vilborgar Jónsdóttur, hljómsveitarstjóra Skóla- hljómsveitar Austur- bæjar. „Ég geri ekki ráð fyrir að greiða þurfi fyrir haust önnina ef nemandi byrjar núna. Ef byrjað er eftir áramót þá er greitt hálft gjald,“ segir hún. Í skólahljómsveitum er kennt á öll helstu málm- og tréblásturshljóðfæri auk slagverkshljóðfæra. Hægt er að leigja hljóðfæri hjá sveitunum. Gjald fyrir báðar annir er 25.000 kr. samkvæmt upplýsingum á vef Reykjavíkur. Hljóðfæraleiga er 7.500 kr. Hægt er að nýta frístundakortið til að greiða skólagjöld. Skólahljómsveitir í Reykjavík Iðjuþjálfar kenna börnum félagsfærni Slök félagsfærni getur leitt til eineltis, að mati iðjuþjálfa. Of mikið er um að börn eigi í erfiðleikum með samskipti. Góð reynsla er af því að þjálfa félagsfærni með leik. Á SKÓLALÓÐ Börn með slaka félagsfærni eru oft vinafá og upplifa litla leikgleði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Miðasala fer fram á Miði.is og í síma 540-9800 Fylgstu með okkur á www.jolagestir.is AUKATÓNLEIKAR KL 16. KOMNIR Í SÖLU UPPSELT Á 10 MÍNÚTUM! . ! GÓA OG FJARÐARKAUP KYNNA MEÐ STOLTI 14. DESEMBER Í HÖLLINNI Við þökkum ótrúlegar viðtökur!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.