Fréttablaðið - 31.10.2013, Side 28
31. október 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28
Í ársbyrjun 2010 kynnti Landsvirkj-
un að ýmislegt hefði komið fram
sem benti til að raforkusæstreng-
ur til Evrópu væri orðinn fjárhags-
lega áhugaverður. Þessari yfir-
lýsingu var fylgt eftir á ársfundi
Landsvirkjunar 15. apríl 2010.
Strengurinn mundi gjörbreyta
nýtingarmöguleikum íslenska raf-
orkukerfisins, umframorkugeta
væri óþörf og svo færi raforkuverð
hækkandi.
Mikilvægt er að rasa ekki um ráð
fram í jafnstóru máli. Síst af öllu
hefur íslenskt þjóðarbú burði til að
taka á sig útgjöld af þeirri stærðar-
gráðu, sem framkvæmdinni fylgja,
áður en arðs væri að vænta. Viljum
við því vekja til umhugsunar um
nokkur lykil atriði.
Umframorka
Bent hefur verið á að umframorka
í íslenska raforkukerfinu sé allt að
600 GWh/ári. Landsvirkjun hefur
verið að hækka tölur um umfram-
orku upp í 2.000 GWh/ári, sem
nemur orkuvinnslu þriggja Blöndu-
virkjana. Þarna er augljóslega verið
að blanda saman umframorku og
óseldri orku, en á síðustu árum
hefur LV gengið erfiðlega að ljúka
orkusamningum við nýja viðskipta-
vini.
Það kostar gífurlega fjármuni að
bíða í mörg ár með ónotaða orku, en
ætla má að gangsetning á sæstreng
til Bretlands verði í fyrsta lagi
2025-2027, ef ákvörðun er tekin
fljótlega.
Hver á að eiga sæstrenginn?
Síðan 2010 hefur fyrirtækið dreg-
ið nokkuð í land. Á ársfundi Lands-
virkjunar 21. mars 2013 kom for-
stjórinn óvænt með eftirfarandi
yfirlýsingu: „Landsvirkjun mun
hvorki leggja, eiga né reka mögu-
legan sæstreng.“ Hver á þá að gera
það? Innlendir aðilar? Erlendir fjár-
festar? Landsvirkjun skuldar lands-
mönnum útskýringu á því hvað nú
á að gera. Fyrirtækið hefur verið
að skoða málið í meira en þrjú ár,
auk þess sem hún er ekki ný. Með
því að endurvekja hugmyndina nú
hefur ekki verið hægt að skilja það
öðruvísi en svo, að sæstrengurinn
sé nú orðin hagkvæm framkvæmd.
Ella verður að teljast afar hæpið af
opinberu fyrirtæki að sá hugmynd-
inni á slíkum forsendum inn í alla
stjórnmálaflokka.
Ágreiningslaust er að áhætta við
framkvæmdina er mikil, þetta yrði
lengsti raforkusæstrengur í heimi
og í fyrsta sinn sem raforkusæ-
strengur þveraði úthaf. Það gæti
því eins og fyrr segir orðið vara-
samt fyrir lítið þjóðfélag eins og
Íslendinga að ætla að standa einir
að framkvæmdinni. Fjárhagslegt
bolmagn er heldur ekki fyrir hendi
og þjóðin ennþá að basla við að
reisa sig með erfiðismunum upp úr
hruninu 2008. Hver er þá tilbúinn
að taka að sér verkið? Landsvirkjun
hlýtur að vera komin með allmótað-
ar hugmyndir um það og sjálfsagt
er að gera kröfu um að fyrirtækið
upplýsi málið.
Áhætta vegna bilana
Reynslutölur um allan heim hafa
leitt í ljós að búast má við að 1.000
km kapall í Atlantshafinu milli
Íslands og Bretlands muni að öllum
líkindum bila einu sinni á ári. Ef
bilun kæmi upp í kaplinum úti á
rúmsjó seint að hausti gæti hugs-
anlega þurft að bíða vors. Hvað þá
um tekjur af strengnum? Til að
minnka áhættu mætti verja kap-
alinn með ýmsum hætti, en óhætt
er að fullyrða að það yrði fokdýrt,
sérstaklega ef varnirnar tækju tillit
til hættu á hryðjuverkum. Kannski
þyrfti að leggja annan streng til
vara?
Kostnaður
Stofnkostnaður sæstrengs hefur
verið áætlaður um 2 milljarð-
ar evra og kostnaður við tilheyr-
andi virkjanir og flutningsvirki á
Íslandi 2,5 milljarða evra. Þetta
gerir samtals 720 milljarða ISK.
Árlegur fjármagns- og rekstrar-
kostnaður gæti verið um 10% af
stofnkostnaði, sem jafngildir þá
um 72 milljörðum ISK. Til að setja
þetta í samhengi, þá er áætlað að
tónlistarhúsið Harpa hafi kostað 27
milljarða ISK. Árlegur kostnaður
sæstrengs jafngildir því bygging-
arkostnaði á tæplega þremur stór-
hýsum eins og Hörpu. Velta má
fyrir sér hvað mundi gerast ef kap-
allinn dytti út í eitt ár. Hvort það
yrði ekki of stór biti til að gleypa
fyrir íslenska þjóð, hver svo sem
væri skráður eigandi kapalsins?
Einnig er athyglisvert, að í kynn-
ingum á strengnum hefur nær ein-
göngu verið nefnt hvernig skipta
eigi hagnaði, en aldrei minnst á
hvernig hugsanlegu rekstrartapi
yrði skipt.
Niðurstaða
Í ljósi þess sem að framan er rakið
og sömuleiðis að söluverð raf-
orku um allan heim fer lækkandi
um þessar mundir, þá teljum við
ráðlegt að nálgast málið af meira
raunsæi en virðist hafa verið gert
til þessa. Meðan ekki eru öruggari
vísbendingar um hagkvæmni verk-
efnisins teljum við fulla ástæðu í
bili til að fara hægt í frekari könn-
un verkefnisins.
2000
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
2013
10
20
30
40
50
60
70
80
■ Kvaðratísk aðfella R2 = o.53 ■ Línuleg aðfella R2 = o.33
ÞRÓUN RAFORKUVERÐS FYRIR HVERN
ÁRSFJÓRÐUNG
Aðfella eða „Trendline“ sýnir almenna tilhneigingu í upplýsingunum, sem birtist
síður ef maður horfir á upplýsingarnar einar sér. Aðfella er stundum notuð til að
spá fram í tímann.
R2 segir til um hve nærri upplýsingunum aðfellan kemst.
R2=0 lýsir engu samræmi. R2=1 lýsir fullkomnu samræmi.
Aðfellurnar tvær á myndinni eru þarna á milli, R2=0,33 lýsir þróun upplýsinganna
illa, R2=0,55 lýsir þróuninni miklu betur.
Sæstrengurinn
ORKUMÁL
Skúli
Jóhannsson
verkfræðingur
EEX umboðsmarkaður
fyrir raforku í Þýskalandi
Auglýst orkuverð í
langtímasamningum LV
43$/MWh = 32€/MWh
➘
➚
Valdimar K.
Jónsson
verkfræðingur
O
rk
uv
er
ð
(€
/M
W
h)
Í byrjun nóvember nk.
hefst fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur aðalmeðferð
í svokölluðu Al Thani-máli.
Þetta er sakamál sem sér-
stakur saksóknari rekur
gegn fjórum einstaklingum
vegna viðskipta sem Kaup-
þing banki hf. átti við vell-
auðugan kaupsýslumann
frá Katar skömmu áður
en bankinn féll. Viðbúið er
að mikið fréttafár verði í
kringum þessa málsmeð-
ferð. Þess vegna tel ég nauðsynlegt
að gefa þeim sem áhuga hafa á mál-
inu stutt yfirlit yfir málavextina og
efnisatriðin í málinu. Mér finnst
verulega hafa skort á að þessum
atriðum væru gerð fullnægjandi
skil í fjölmiðlum, þrátt fyrir marg-
víslegar fréttir af málinu gegnum
tíðina.
Upphaf málsins er að rekja til
þess að eftir að Al Thani hafði
kynnt sér rækilega starfsemi Kaup-
þings og áreiðanleikakönnun sem
fjárfestingafélag í Katar hafði gert
á bankanum hafði hann áhuga á að
verða hluthafi í bankanum. Tókust
samningar milli hans og bankans
um það 22. september 2008 að Al
Thani keypti rúmlega 5% hlutafjár
í bankanum. Seljandinn var bank-
inn sjálfur, sem átti á þessum tíma
þetta magn hlutabréfa. Hlutabréfin
voru seld fyrir 25,7 milljarða króna
og lánaði bankinn allt söluverðið.
Kaupandinn var einkahlutafélag
í eigu Al Thanis, og tók hann per-
sónulega ábyrgð á greiðslu helm-
ings kaupverðsins.
Aldrei króna úr bankanum
Þegar Kaupþing féll í október 2008
urðu hlutabréfin verðlaus. Af því
leiddi að helmingur söluverðsins
tapaðist, en hinn helmingurinn
sem var tryggður með persónulegri
ábyrgð Al Thanis fékkst greiddur.
Bréfin hefðu að sjálfsögðu einn-
ig orðið verðlaus ef bankinn hefði
ekki getað selt þau. Þá hefðu kröfu-
hafar Kaupþings verið verr settir
sem nemur fjárhæðinni sem Al
Thani greiddi vegna sjálfsskuldar-
ábyrgðarinnar. Athyglisvert er að í
þessum kaupum fór aldrei
króna út úr bankanum.
Vegna sölunnar komu inn
peningar sem ella hefðu
ekki komið kröfuhöfum
Kaupþings til góða.
Stjórnendur Kaupþings
hér á landi og í Lúxemborg eru
ákærðir fyrir umboðssvik í þess-
um viðskiptum, og sá sem kom á
beinu sambandi milli bankans og
Al Thanis er ákærður fyrir hlut-
deild í brotum þeirra. Í umboðs-
svikum felst að maður sem hefur
á hendi sérstakar trúnaðarskyldur
brýtur gegn þeim skyldum í hagn-
aðarskyni og veldur vinnuveitand-
anum um leið verulegri fjártjóns-
hættu.
Rannsókn sérstaks saksóknara á
þessu máli, sem er í grunninn til-
tölulega einfalt mál um hlutabréfa-
viðskipti, varð ótrúlega umfangs-
mikil og tók langan tíma. Skjöl sem
sérstakur saksóknari lagði fram í
dómi við upphaf málarekstursins
eru um 7.000 – sjö þúsund – blað-
síður. Við upphaf rannsóknarinnar
virtist sérstakur saksóknari telja
að samningarnir við Al Thani hefðu
verið einhvers konar málamynda-
gerningar eða sýndarviðskipti.
Jafnvel voru efasemdir um að Al
Thani væri yfirleitt til! Þegar það
var komið á hreint komust rannsak-
endur að þeirri niðurstöðu að bank-
inn hefði verið betur settur með að
eiga áfram bréfin í Kaupþingi held-
ur en að selja þau með þeim hætti
sem gert var! Sú skoðun vekur efa-
semdir um að allir sem stýra rann-
sóknum hjá sérstökum saksóknara
séu sérstaklega vel til þess fallnir
að stýra rannsóknum efnahags-
brota yfirleitt.
Rétt er að taka það fram, að
undirritaður var lengi vel skip-
aður verjandi eins sakborning-
anna í þessu máli en sagði sig frá
verjanda starfinu fyrr á þessu ári.
Um hvað snýst
Al Thani-málið?
Um miðjan mars á
þessu ári greindist ég
með brjóstakrabba-
mein. Sá dómur var
mér eðlilega þungbær.
Fyrirvaralaust breytt-
ist lífið. Árs veikinda-
leyfi frá vinnu og lífið
umturnaðist. Á slík-
um tímum þarf maður
marga bandamenn.
Við þekkjum það til-
svar frá hetjum forn-
sagnanna: „Ber er hver
að baki nema sér bróður eigi.“
Margir „bræður“ hafa fylkt sér
að baki mér og einn af þeim
öflugri er Ráðgjafarþjónusta
Krabbameinsfélagsins í Skóg-
arhlíð. Góð vinkona beindi mér
þangað fljótlega eftir greiningu
og það er ekki ofmælt að mér
var tekið opnum örmum.
Fyrst fékk ég tíma í slökun
sem róaði strekktar taugar og
fleiri slíkir tímar hafa bæst við.
Svo var mér bent á snyrtinám-
skeið. Ég hélt að það væri bara
pjatt, en annað kom á daginn.
Ekki minnst gagnlegt
að fá aðstoð við að sætt-
ast við breytt útlit. Nú
er ekki lengur í boði að
skella á sig maskara og
glossi og líta bara skikk-
anlega út. Húðin breyt-
ist og augnhár hverfa,
en ég fékk góða hjálp
við að takast á við það.
Fjölbreyttir fyrir-
lestrar eru í boði bæði
til gagns og gamans.
Síðast var ég að læra
um varðveislu og flokkun á staf-
rænum ljósmyndum.
Frá upphafi hef ég mætt eins
oft og ég get í Qi-gong hug-
leiðslu undir leiðsögn Gunnars
Eyjólfssonar leikara. Við öndum
inn góðri orku, stjórnum henni,
slökum og tæmum hugann.
Þessar æfingar hafa nýst mér
vel þegar verkir eða áhyggjur
segja til sín.
Námskeið eru fjölbreytt í
Skógarhlíðinni. Núna er ég á
frábæru átta vikna námskeiði í
„Núvitund“ (Mindfullness). Það
námskeið hjálpar til við að lifa
í núinu og njóta augnabliksins.
Að bægja frá sér erfiðum hugs-
unum og takast á við það sem
mætir manni.
Það sem er samt allra best
er viðmótið sem mætir manni í
Ráðgjafarþjónustunni í Skógar-
hlíðinni. Ekki bara frá starfs-
fólki, heldur líka hinum gest-
unum. Ég reyni að fara þangað
eins oft og ég get, því mér líður
ævinlega betur eftir heimsókn-
ina, hvert svo sem erindið er.
Ég hef alltaf tekið einhvern
þátt í bleika mánuðinum og þá
hugsað til þeirra sem standa
á vígvellinum. Verð að viður-
kenna að mánuðurinn í ár er
öðruvísi. Nú er það ég sem er í
baráttunni og tek við og þakka
hlýjar hugsanir og stuðning.
Bróðir minn Krabbameinsfélagið
Umræða síðustu daga varð-
andi heilbrigðiskerfið hefur
vakið með mér aukna bjart-
sýni. Margir verða örugg-
lega hissa á þessari upplifun
minni en hana er einfalt að
skýra. Síðastliðna daga hefur
hver þingmaðurinn á fætur
öðrum komið fram í fjölmiðl-
um eða haldið tölu á þingi um
vandamál heilbrigðisþjónust-
unnar. Allir eru þeir sam-
mála um að nauðsynlegt sé
að standa vörð um heilbrigð-
iskerfið og forgangsraða málunum
þannig að aukið fjármagn verði
varið til þess, einkum til Landspít-
ala. Ég get því ekki búist við öðru
en að þingmenn taki saman höndum,
þvert á flokkslínur, og finni lausn á
viðvarandi fjársvelti heilbrigðis-
kerfisins. Eitt er víst, að þjóðin er
þeim sammála í þessum efnum.
Það sem veldur mér hins vegar
áhyggjum eru frásagnir heilbrigð-
isstarfsmanna sem nú stíga fram
og lýsa því ástandi sem ríkir innan
veggja Landspítalans. Ástandi sem
hefur varað í ansi langan tíma.
Heyrst hafa raddir sem segja að
ástandið geti ekki verið eins slæmt
og sagt er, en því get ég lofað, að
enginn þeirra sem fram hafa komið
í fjölmiðlum fer með ýkjur. Það við-
heldur þó bjartsýni minni að loks
hafi heilbrigðisstarfsfólk stigið fram
og gert grein fyrir þeim aðstæðum
sem nú ríkja í heilbrigðiskerfinu.
Það að orða vandamálin er fyrsta
skrefið í að finna á þeim lausn.
Á heimsmælikvarða
Við sem búum hér á landi erum
heppin. Heppnin felst í því að
við eigum heilbrigðis-
starfsmenn á heims-
mælikvarða hvað varð-
ar menntun, þekkingu
og færni. Það er fyrir
tilstuðlan þessa fólks
að heilbrigðiskerfið okkar hefur
haldist gangandi hingað til. Það
er því mikilvægt að hlustað sé
á það þegar það stígur fram og
segir hingað og ekki lengra. Það
hafi ekki lengur tök á að veita þá
þjónustu sem það annars myndi
vilja veita hefði það til þess tíma
og úrræði. Það hlýtur að vera for-
gangsatriði að búa þannig um hnút-
ana að það geti sinnt starfi sínu
eftir bestu getu.
Landflótti lækna og hjúkrunar-
fræðinga undanfarin ár er stað-
reynd enda laun og starfsaðstæð-
ur erlendis mun ákjósanlegri en
hérlendis. Vitað er að Ísland mun
aldrei verða samkeppnishæft við
erlend ríki varðandi launakjör þar
sem hin háu laun erlendis eru til-
komin vegna veikrar stöðu krón-
unnar gegn erlendum gjaldmiðl-
um. Það er hins vegar hægt að
haga málum þannig hér að heil-
brigðisstarfsfólk fái laun sem sam-
ræmast menntun þeirra og ábyrgð.
Það er einnig hægt að bæta vinnu-
umhverfi þess og tækjabúnað svo
það geti sinnt sínu starfi á full-
nægjandi hátt.
Er bjartsýni við hæfi ?
FJÁRMÁL
Ragnar
Halldór Hall
hæstaréttar-
lögmaður
HEILBRIGÐISMÁL
Hildur
Baldursdóttir
bókasafns- og
upplýsingafræðingur
HEILBRIGÐISMÁL
Ólafur G. Skúlason
formaður Félags
íslenskra hjúkrunar-
fræðinga
➜ Mikilvægt er að rasa
ekki um ráð fram í jafnstóru
máli.
➜ Það sem er samt allra
best er viðmótið sem mætir
manni í Ráðgjafarþjónust-
unni í Skógarhlíðinni.
➜ Athyglisvert er að
í þessum kaupum fór
aldrei króna út úr
bankanum.
➜ Það að orða
vandamálin er
fyrsta skrefi ð í að
fi nna á þeim lausn.