Fréttablaðið - 31.10.2013, Síða 31

Fréttablaðið - 31.10.2013, Síða 31
FIMMTUDAGUR 31. október 2013 | SKOÐUN | 31 Kæri Mikael Torfason. Það er fagnaðarefni að fjölmiðlar veiti skólastarfi athygli en mikið þætti mér vænt um ef þú vildir not- færa þér ritstjórastólinn til að kanna nokkur atriði betur. (Fjallað var um skólamál í leiðara 19. okt. 2013 sem bar titilinn „Von- laus skóli“ og í frétt á for- síðu Fréttablaðsins „Eitt smábarn af tíu er með erlent móðurmál“, 17. sept. 2013.) Mig langar að benda þér á örfá atriði sem þarf að íhuga betur. Kennurum hefur fjölgað um 20% á 15 árum. Eflaust er þetta rétt fullyrðing. Það sem vant- ar bara er að nemendum fjölgaði mjög mikið á síðustu 15 árum. Stærstu árgangar sem fæðst hafa á Íslandi voru í grunnskóla og kennslustundum á hvern nemanda fjölgaði á þessum árum. Sérskólar voru lagðir niður og grunnskólinn tók við nemendum sem þurfa sér- staka aðstoð og það kallar á meira starfsfólk, fyrst og fremst fleiri kennara. Að reikna fjölda nemenda á kennara án þess að skoða hvað liggur að baki er ekki bara fárán- legt heldur ómanneskjulegt. Jón Gnarr hefur einbeitt sér að eineltismálum í Reykjavík. Það er frábært því ef það er eitthvað sem eyðileggur æsku fólks þá er það að verða fyrir einelti. Einelti er ekki bara til í skólum, heldur líka í sam- félaginu. Einelti er hluti af þeirri trú að það megi vera andstyggileg- ur við þá sem eru „öðruvísi“. Jón Gnarr hefur lagt mikið til íslensks samfélags með því að vera „öðruvísi“. Hann er ekki stúdent, hann er „brottfall“, hann er leikari með enga menntun í því fagi, klæðist bleikum kven- mannsfötum í Hinsegin- göngunni og hann er rauð- hærður og með gleraugu. Hann er allt sem hefur þótt eðlilegt að leggja í einelti nema; hann er borgarstjóri Reykjavíkur. Skýtur skökku við Það skýtur skökku við að hæla Jóni Gnarr og tala síðan eins og brottfall sé fötlun. Kæri Mikael, vissir þú að nemandi sem ákveð- ur að hætta námi í Borgarholts- skóla og færa sig yfir í FB telst brottfall? Hann hætti við að verða bílasmiður en ákvað að verða húsa- smiður. Er það slæmt? Nemandi sem ákveður að fara sem skipti- nemi til Kenía telst líka brottfall því hann er hvergi skráður í skóla á meðan. Nemandi sem vill vera eina önn á trillu með afa telst líka brottfall. Við skulum skoða betur hvað liggur að baki fullyrðingum um brottfall áður en við notum það orð sem allsherjardóm yfir fram- haldsskólakerfinu okkar. Fyrir nokkrum vikum var frétt á forsíðu Fréttablaðsins um að 10% ungra barna á Íslandi ættu annað móðurmál en íslensku, fengju tvö móðurmál í vöggugjöf. Frábært, hugsaði ég, þvílík verð- mæti að eignast fólk sem getur talað og hugsað á tveimur tungu- málum. Þessi þjóð verður ríkari að menningu og mannauði. En nei, Fréttablaðið hafði samband við einn kennara sem taldi slig- andi kostnað fylgja tvítyngdum nemendum! Talandi um einelti. Hvaðan kemur Fréttablaðinu sú hugmynd að tvítyngdir nemend- ur þurfi endilega að vera dýr- ari en aðrir? Hvað hefði verið sagt ef fréttin hefði fjallað um að rauðhærðir strákar væru dýr- astir íslensku skólakerfi? Það er margt afburðagott í í skólunum okkar og um það vitna best far- sælir nemendur sem ég horfi á í skólanum mínum á hverjum degi. Skólakerfið er svo gott að það á ekki skilið slíka fyrirsögn sem þú slengir framan í alþjóð í leiðara þínum í Fréttablaðinu: „Vonlaus skóli“. (Búið að breyta fyrirsögn- inni í „Dýr grunnskóli“ í netút- gáfunni.) „Skóli“ er nemendur, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk. Er þetta allt svona vonlaust pakk eða er þetta bara vonlaus blaða- mennska? Vonlaus blaðamennska Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir. 21. október voru margir Íslend- ingar sem elska landið sitt teknir höndum af lögreglu undir þinni stjórn. Fólkinu var varpað í fang- elsi og á yfir höfði sér sektir eða fangelsisvist fyrir þá glæpi sem það framdi, sem fólust í að reyna að vernda ómet- anlega náttúru og sögustaði í Gálgahrauni. 8. maí á þessu ári helltu Þrí- h nú k a r eh f. niður 600 lítr- um af olíu á vatnsverndar- svæði Reykvík- inga. Reglur voru brotnar. Skv. rannsókn- arskýrslu tókst að hreinsa upp 250 lítra af olíu, en 350 lítrar eru nú komnir niður í grunnvatnið á svæðinu og enda hugsanlega í vatnsbólum Reyk- víkinga. 1 Hefur einhver verið handtek-inn og sóttur til saka vegna olíuglæpsins? 2 Var fólkið í Gálgahrauni að fremja alvarlegri glæpi en þeir sem helltu niður olíunni? 3 Hafa Þríhnúkar ehf. misst starfsleyfi sitt við Þríhnúka- gíg vegna olíuhneykslisins og verulegra landspjalla á svæðinu? 4 Ef svarið við spurningu 3 er neikvætt, hver er þá skýring- in? 5 Hvort finnst þér mikilvægara að vernda vatnsbólin okkar og náttúruna umhverfis Þríhnúka- gíg eða að þjóna gróðafíkn eig- enda Þríhnúka ehf.? 6 Hvað þarf að hella mörgum lítrum af olíu niður á vatns- verndarsvæði Reykvíkinga til að það teljist glæpur sem kost- ar starfsleyfismissi, sektir eða fangavist? Ég geri ráð fyrir að rými fáist á síðum þessa blaðs til að svara þessum spurningum skilmerki- lega. Opið bréf til innanríkisráðherra MENNTUN Lilja Magnúsdóttir fagstjóri og kennari íslensku í Menntaskólanum í Kópavogi NÁTTÚRU- VERND Björn Guðmundsson framhaldsskóla- kennari www.okkar.is - til öryggis síðan 1966 OKKAR SJÚKDÓMATRYGGING XL OKKAR Sjúkdómatrygging XL er nýjung hér á landi. Trygginguna er hægt að endurvekja eftir að bætur hafa verið greiddar úr henni og þannig geta viðskiptavinir OKKAR tryggt sig aftur gegn sjúkdómum sem kunna að knýja dyra síðar meir. Fimm bótaflokkar Tryggingunni er skipt upp í fimm bótaflokka eftir eðli sjúkdóma. Sé sótt um nýja tryggingu eftir greiðslu bóta er sá flokkur undanskilinn sem bætur hafa verið greiddar úr. Þannig er aðeins hægt að fá bætur einu sinni úr hverjum flokki. Karlar og konur greiða sama iðgjald af Sjúkdómatryggingu XL, séu þau jafn gömul. Kynntu þér málið á www.okkar.is eða hringdu í síma 540 1400. Sjúkdóma- trygging sem hægt er að endurvekja NÝJUNG Á ÍSLANDI OKKAR líftryggingar – með þér alla ævi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.