Fréttablaðið - 31.10.2013, Side 44

Fréttablaðið - 31.10.2013, Side 44
KYNNING − AUGLÝSINGÚlpur & yfirhafnir FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 20134 Saga rykfrakkans er löng og farsæl. Hann var hannaður sem annar val-kostur við þunga frakka breskra og franskra hermanna. Bæði Burberry og Aquascutum gera tilkall til þess að hafa fundið rykfrakkann upp. Krafa Aquascut- um nær aftur til árs- ins 1850 en Thomas Burberry, hönnuður gaberdínefnisins, lagði inn hönnun fyrir regnfrakka fyrir yfirmenn breska hersins árið 1901. Rykfrakkinn var notaður af her- mönnum í fyrri heimsstyrjöld- inni, þá var einnig bætt við hann ýmsum eiginleikum eins og axl- arólum fyrir skúfa eða önnur tignarmerki. Þá voru einn- ig settir á hann D-laga hringir fyrir kortatöskur og sverð. Her- menn í fremstu víglínu gáfu þessum frökkum viður- nefnið trench coat, eða skotgrafarfrakki. Frakkaklæddar fígúrur og hetjur Rykfrakkinn dettur aldrei úr tísku. Hann á sér langa sögu sem endurspeglast ekki síst í því hve margar söguhetjur vorra tíma hafa skartað slíkri flík. Gulur regnfrakki er einkennismerki leynilögreglu- mannsins Dicks Tracy. Gadget rannsóknarlögreglu- maður er alltaf í rykfrakka sem í leynast ýmsar græjur. Clouseau rannsókn- arlögreglu- maður í Bleika pardusnum mætti sín lítils án rykfrakkans góða. Margar persónur í Matrix- myndunum klæðast síðum frökkum. Tinni klæðist iðulega rykfrakka á ferðalögum sínum um heiminn. Tíundi Dr. Who, leikinn af David Tenn- ant, klæðist brúnum rykfrakka. Humphrey Bogart í gæðamyndinni Casablanca. Þeir ódauðlegu í kvikmyndinni Highlander klæddust oft rykfrökkum til að fela vopn sín. Skoðið laxdal.is / yfirhafnirVertu vinur á Facebook Laugavegi 63 • S: 551 4422 REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK SELFOSS HAFNARFJÖRÐUR RAZER NAGA 2014 Ný og endurbætt útgáfa af vinsælustu leikjamúsinni frá Razer. 12 mekanískir þumaltakkar, 8200dpi 4G laser skynjari og fjögurra átta skrunhjól. Hægt að vista mismunandi stillingar og forsnið í skýinu. 19.990

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.