Fréttablaðið - 31.10.2013, Page 46

Fréttablaðið - 31.10.2013, Page 46
KYNNING − AUGLÝSINGÚlpur & yfirhafnir FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 20136 Þegar forsetahjónin fóru um Fjarðabyggð nýlega vakti athygli hversu hlýlega Dorrit var klædd. Á Stöðvarfirði var hún í mjúkri, hvítri úlpu með skinnkraga á hettu en undir klæddist hún bleikri blússu með perlur um hálsinn. Dorrit vekur gjarnan athygli fyrir smekklegan klæðaburð og sú var einnig raunin í Fjarðabyggð. Samkvæmt Aust- urfrétt heimsóttu þau hjónin grunn- skóla og ræddu við börnin sem sýndu þeim ómældan áhuga, eða eins og segir í blaðinu; „Stöðfirðingar buðu upp á klein- ur og ástarpunga sem virtust falla frú Dorrit vel í geð. „Dorrit er alltaf að halda að mér heilsufæði á Bessastöðum. Hún bannar mér að borða pönnukök- ur og þess háttar,“ hefur blaðið eftir forsetanum. Hér eru nokkrar myndir af forseta- frúnni í mismunandi yfirhöfnum. Klæðist eftir veðri Forsetafrúin Dorrit Moussaieff kann að klæðast eftir tilefninu, hvort sem það er í konunglegri veislu eða í íslenskri sveit. Hún á hlýjar og fallegar úlpur, margar íslenskar. Dorrit á Stöðvarfirði í fallegri, hvítri úlpu með skinnkraga. MYND/AUSTURFRÉTT Dorrit og Madelaine Lloyd-Webber koma til veislu í Lundúnum. Dorrit í pels. Dorrit Moussaieff í fallegri skinnkápu í heimsókn í Skagafirði. Hún bregður oftar en ekki á leik með börnum þar sem hún kemur. Desemberkuldi og Dorrit er hlýlega klædd. HANNAÐ FYRIR HERINN Gerviefnið PrimaLoft hefur rutt sér rækilega til rúms í útivistar- geiranum en það er notað til einangrunar í útivistarfatnað, svo sem úlpur, vettlinga, skó og svefnpoka. Efnið er einnig notaði í heimilis- geiranum, til dæmis í púða og sem efsta lag í rúmdýnur. Þá er einnig búið að þróa PrimaLoft- þráð eða garn þar sem efnið er spunnið saman við merínóull. Úr PrimaLoft-garninu eru prjónaðir sokkar, peysur og fleira, ætlað til útvistar. Þó PrimaLoft hafi orðið þekkt í fataskápum fólks á allra síðustu árum teygir saga PrimaLoft sig aftur til ársins 1983. Bandaríski herinn fékk textíl- fyrirtækið Albany, sem síðar fékk nafnið PrimaLoft, til að hanna fyrir sig efni, léttara en gæsadún, sem átti að nota til einangrunar í herfatnað og annan búnað. Efnið yrði að búa yfir sömu ein- angrunareiginleikum og dúnninn, bæði í raka og þurrki, hrinda frá sér vatni og síðast en ekki síst mátti lítið sem ekkert fara fyrir því. Þremur árum síðar varð til efni sem fyrst var kallað Synthetic down eða gervidúnn áður en það fékk skrásetta vöruheitið PrimaLoft. Árið 1989 var fram- leidd fyrsta flíkin sem einangruð var með þessu nýja efni. heimild: Wikipedia.org Dorrit í rauðri úlpu í vetrarveislu í Lundúnum. Byrjaðu strax að spara. Skráðu kortin ykkar núna á www.stod2.is/vild GÓÐ TÍÐINDI FYRIR ÁSKRIFENDUR F ÍT O N / S ÍA F ÍT O N Ríflega 25% afsláttur af miðum á fyrstu 10 sýningar MÝS OG MENN. Afsláttarverð 3.500 kr. Fullt verð 4.750 kr. N / S ÍA AFSLÁTTUR 25 30% afsláttur af þriggja mána ða baðstofu- og heilsuræktarkor ti eða af stökum tíma. AFSLÁTTUR30 í Náttúrulækningabúðinni Garn frá Tinnu og Ístex Kynningarafsláttur af garni, prjónum, smávörum og blöðum. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.