Fréttablaðið - 31.10.2013, Síða 74

Fréttablaðið - 31.10.2013, Síða 74
31. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 54 Chipolo eru litlir merkimiðar með útvarpsbylgjur sem maður bindur á smáhluti á borð við lykla og veski, jafnvel gæludýr. Snjallsímar geta svo staðsett hlutina þína í gegnum Bluetooth á Chipolo-appi. Þannig þarftu aldrei aftur að týna húslyklum. Verkefnið safnar nú fjármagni á vefsíðunni Kickstarter, en söfnunin hefur gengið vonum framar. Búist er við Chipolo á markað innan nokk- urra vikna. Chipolo-miðana er hægt að fá í öllum regnbogans litum. Þeir eru með rafhlöðu sem á að duga í allt að sex mánuði. Chipolo verður aðgengilegt fyrir bæði iPhone og Android-stýrikerfi. - ósk Finnur veski og lykla Chipolo fi nnur hlutina þína í gegnum snjallsímann. CHIPOLO Á myndinni má sjá appelsínugulan Chipolo-miða sem búið er að hengja á fartölvu. ? Sæl, Sigga Dögg, mig langar að leggja fyrir þig eftirfar- andi álitamál varðandi kynlíf eldri borgara: Konur missa oft löngun til kynlífs upp úr miðjum aldri og fá jafnvel andúð á samförum þegar á líður. Á sama tíma halda karlmenn oft bæði þörf og þrótti og löngunin oft enn til staðar þótt þrótturinn minnki. Spurning mín er þessi, á eiginmaðurinn að bæla löngun sína og sætta sig við orðinn hlut eða á hann að kaupa þjónustu hjá nuddstofum? Þriðji kosturinn, að leita eftir skyndikynnum, er ekki mjög aðgengilegur fyrir eldri borgara. ● ● ● SVAR Þetta er virkilega áhugaverð spurning og eflaust hægt að ræða hana tímum saman þar sem hver viðmælandi hefði sína eigin skoð- un en hér verðum við að láta mína duga. Það er erfitt að fordæma einn kost fram yfir annan því hvert par verður að finna hvað hentar. Einhverjum þætti það ágæt lausn ef makinn leitaði annað eftir kyn- lífi, hvort sem það er keypt þjón- usta eða ekki. Nú er keypt þjón- usta refsiverð á Íslandi og einnig óeftirsóknarverður valkostur í huga margra karlmanna sem ein- hvers konar lausn, svo við skulum útiloka þann valkost. Þá er senni- legt að bæling komi heldur ekki til greina þar sem löngun er jú löng- un. Því stendur eftir útfærsla sem hugnast báðum aðilum. Ef ósamræmi er í löngun í sam- bandi þá þarf að finna einhvers konar jafnvægi svo báðir geti lifað saman í sátt og samlyndi. Sum pör stunda ekki samfarir en stunda ýmsar gælur og geta þær aukið nándina, rétt eins og sam- farir. Kynlíf, kynlífsins vegna, er ekki vænlegt til vinnings fyrir hvorugan aðilann og því er þetta spurning um útfærslu. Hvaða leið notið þið til að rækta nánd í ykkar sambandi? Stóra spurningin er kannski sú hvort makinn sem hefur enga löngun vilji lifa ein- hvers konar kynlífi með maka sínum? Eða sjálfum sér og vinna bug á þessari andúð? Sumir leyfa makanum að eiga „vin/vinkonu“ sem er þá aðal- lega kynferðislegt samband. Þá má ekki gleymast að kynlöngun er hægt að svala með sjálfsfró- un en það sem stendur eftir er allt hitt sem gerir kynlíf mikil- vægt í samböndum; nándin, kúrið og koddahjalið. Ef kynlíf er ekki inni í myndinni þá þurfið þið að koma ykkur saman um leið til að rækta nándina, án kynlífs, en um leið svala kynferðislegri útrás makans. Þar sem þetta er stórt og mikið álitamál þá myndi ég gjarn- an vilja heyra báðar hliðar málsins og því mæli ég með að hitta ráð- gjafa. Þetta er ögn snúið og eiga báðir aðilar rétt á sinni afstöðu en mikilvægast er að finna leið til að báðir séu sáttir. Ólík kynlífslöngun – snúið vandamál SNÚIÐ MÁL Ólík kynlífslöngun í samböndum er snúið mál og eiga báðir aðilar rétt á sinni afstöðu, segir Sigga Dögg. NORDICPHOTOS/GETTY KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is www.sonycenter.is Sony Center Verslun Nýherja Borgartúni / 569 7700 Sony Center Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri / 569 7645 *3,5% lántökugjald og 330 kr. færslugjald á hvern gjalddaga 12 MÁNAÐA VAXTALAUS LÁN* 5 ÁRA ÁBYRGÐ FYLGIR ÖLLUM SJÓNVÖRPUM Full HD 1920 x1080 punktar 200 Hz X-Reality myndvinnslukerfi Multimedia HD link fyrir snjallsíma Nettengjanlegt og innbyggt WiFi Verð 259.990.- GLÆSILEG HÖNNUN Á FRÁBÆRU VERÐI 50” 3D LED SJÓNVARP KDL50W656 50” risi á frábæru verði 259.990.- Stórt Gott Frábært verð 5 ára ábyrgð „Börnin taka þessu ótrúlega vel og það er alveg ótrúlegt hvað þau halda athygli. Margir vanmeta athygli barna og grunar ekki hversu vel þau geta fylgst með,“ segir Tinna Grétarsdóttir, höfundur dansverks- ins Fetta bretta, sem hugsað er fyrir börn frá sex mánaða aldri til fjög- urra ára. Fetta bretta er önnur sýning hóps- ins Bíbí og blaka. Tinna skipar hóp- inn ásamt Sólrúnu Sumarliðadótt- ur, Guðnýju Sigurðardóttur, Ingu Maren Rúnarsdóttur og Snædísi Lilju Ingadóttur. Þetta er annað dansverkið sem hún semur en Skýjaborg, fyrsta íslenska ungbarnadanssýningin, var frumsýnt var í fyrra. Sýningin er 25 mínútna löng og eftir sýningar fá börnin að leika sér í sviðsmyndinni sem er afar litskrúðug og að mestu gerð úr svampi. „Það er afar sjaldgæft að börn gráti á sýningum og við höfum aldrei þurft að stoppa sýningu,“ bætir Tinna við um áhorfendurna. Fetta bretta verður frumsýnt þann 9. nóvember í Kúlunni í Þjóð- leikhúsinu, en sama dag kemur einnig út plata frá Sólrúnu með tónlistinni úr báðum sýningunum. - glp Dansverk fyrir börn Tinna Grétarsdóttir frumsýnir dansverk sem er ætlað börnum á aldrinum sex mánaða til fj ögurra ára. FYRIR UNGBÖRN Tinna Grétarsdóttir er höfundur dansverksins Fetta bretta. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.