Fréttablaðið - 14.11.2013, Side 6

Fréttablaðið - 14.11.2013, Side 6
14. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 AFGANISTAN, AP Aldrei í sögunni hefur meira ópíum verið fram- leitt í Afganistan en nú í ár. Bar- átta heimamanna og alþjóðasam- félagsins gegn ópíumrækt í landinu virðist litlu skila. Uppskeran síðastliðið vor skilaði 5.500 tonnum af ópíumi, sem er 49 prósentum meira en á síðasta ári og meira en heildarframleiðsla allra annarra landa samanlagt. Brotthvarf erlendra hermanna frá Afganistan á næsta ári gerir þennan vanda líklega enn illviðráð- anlegri, að sögn Jean-Luc Lema- hieu, fulltrúa Fíkniefna- og afbrota- eftirlits Sameinuðu þjóðanna. Hætt sé við því að afgönsk stjórnvöld verði enn háðari ólöglegum tekjum. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóð- anna segir að fyrir næstu uppskeru hafi ópíumfræjum verið sáð á 200 þúsund hektara svæði, sem þýðir að enn megi reikna með 36 prósenta aukningu á uppskeru. Verði ekki hægt að eyðileggja hana svo neinu nemi mun ópíum- framleiðsla í landinu vera vel yfir eftirspurn eftir eiturlyfinu í heim- inum öllum. - gb Afghan opium cultivation has reached a record level, with more than 200,000 hectares planted with the poppy – 36% higher than in 2012. Potential production rose by 49% to 5,500 tonnes, more than the global demand 71 54 57 58 64 91 82 8 74 80 131 104 165 193 157 123 123 131 154 2013: 209,000 Afghanistan produces more than 90% of world’s opium Helmand: 48% of total AFGHANISTAN © GRAPHIC NEWSHeimild: UNODC Ljósmynd: Getty Images Stærstur hl ti ópíumframleið lunnar í Afganistan fer fram í suður-, suðvestur- og austurhluta land ins. Í nýrri skýrslu frá Fíkniefna- og afbrotaeftirliti Sameinuðu þjóðanna, UNODC, er gerð grein fyrir stöðunni. arækt Valmú 1994-2013 arHektar (þús) ÓPÍUMRÆKT ER STUNDUÐ Í ÞESSUM HÉRUÐUM 1994 95 96 97 98 99 00 01 02 03 04 05 06 07 08 09 10 11 12 2013 Fall talibana- stjórnarinnar : ,0 0 Í Afganistan eru f amleidd eira en 90 prósent af öllu ópíumi heimsins Helmand 48% heildarupp- skerunnar ANIST Ópíumframleiðslan nær nýjum hæðum kynntu þér málið!w w w . s i d m e n n t . i s Mannvirðing Siðmennt styður opið, víðsýnt og fjölbreytt samfélag Save the Children á Íslandi Austurstræti 8-10 Nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta borgarinnar. Baráttan gegn eiturlyfjaframleiðslu í Afganistan hefur borið lítinn árangur: Nýtt met í ópíumrækt Afgana ORKUMÁL Ekkert bendir til annars en að í boði verði mjög hátt verð fyrir íslenska orku verði hún seld til Bretlands um sæstreng. Eiginleikar íslenskrar orkuöflunar gera hana verðmæt- ari en þeir orkukostir sem bjóð- ast í Bretlandi í dag, sem eru hins vegar verðlagðir í langtíma- samningum á þreföldu til fimm- földu listaverði Landsvirkjunar. Þetta kom fram í máli Harðar Arnarsonar, forstjóra Lands- virkjunar, á haustfundi fyrir- tækisins í gær. „Við erum bjartsýn. Flestir sem eru að gera langtímasamn- inga bjóða ótrygga orku, en það sem Breta vantar er stýranleg orka. Möguleikar okkar til að fá gott verð eru sannarlega til staðar en við vitum ekki hversu gott það yrði,“ sagði Hörður um möguleika á sölu orku um sæstreng, en margtók fram að óvissuþættirnir í málinu væru fjölmargir. Fyrir mánuði var gerður samningur við Hinkley Point- kjarnorkuverið um 150 dollara á megavattstund í 35 ár. Bretar hafa verið árum saman að koma þessu verkefni í gang en lentu málinu loks með kínversku fjár- magni. Fréttablaðið spurði Hörð hvort ástæða væri til þess að ætla að Íslendingum yrði boðið lægra verð en langtímasamningar við kjarnorkuver hljóða upp á í dag eða 150 dollarar á móti verðlista Landsvirkjunar sem hljóðar upp á 43 dollara á megavatt stundina. „Ég veit það ekki. Við erum hins vegar með miklu betri og verðmætari vöru. Þetta er allt háð samningum og viðræður hafa ekki hafist,“ svaraði Hörður. Bresk stjórnvöld hafa sam- þykkt nýja löggjöf um umbreyt- ingu raforkukerfisins og þeir eru tilbúnir til að gera bindandi raforkusamninga í 15 til 35 ár. Stærðirnar liggja fyrir. Raforku- verð í Bretlandi er um 80 doll- arar á megavattstund. Þarlend stjórnvöld eru hins vegar tilbúin að borga 150 til 215 dollara allt eftir eðli raforkuframleiðslunnar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í ítarlegri fréttaskýringu í október um sæstrengsverkefnið þá er ákvörðun um að leggja sæstreng í fyrsta lagi mögu- leg eftir nokkur ár og um hana verður að nást víðtæk sátt í sam- félaginu, að mati Landsvirkjunar sem fól Gallup að kanna hug landsmanna til sæstrengsverk- efnisins. Kom í ljós að um 60% þjóðarinnar eru fylgjandi því að skoða þennan möguleika en 10% eru á öndverðri skoðun; 30% leggjast ekki gegn því. svavar@frettabladid.is Bretar kaupa orku á margföldu listaverði Raforkufyrirtækjum í Bretlandi býðst þrefalt til fimmfalt hærra verð en Lands- virkjun fær. Ekkert bendir til þess að íslensk orka um sæstreng yrði verðlögð lægra. Meirihluti landsmanna vill skoða hvort leggja eigi sæstreng til Bretlands. FRAMTÍÐARSÝN Hvort málið fær framgang veit enginn fyrr en ítarleg skoðun á málinu hefur farið fram. Slík rannsókn tekur 2-3 ár. RAFORKUSTRENGUR Á MILLI ÍSLANDS OG BRETLANDS Það sem Breta vantar er stýranleg orka. Mögu- leikar okkar til að fá gott verð eru sannarlega til staðar en við vitum ekki hversu gott það yrði. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar ÞÝSKALAND Góður gangur er í stjórnarmyndunarviðræðum Kristilegra demókrata og Sósíal- demókrata í Þýskalandi. Sam- kvæmt því sem fram kemur í frétt á vef EUobserver er búist við því að viðræðunum muni ljúka í þessum mánuði og ný stjórn verði mynduð fyrir miðjan desember. Flokkarnir eru þeir stærstu á þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru í september, en form- legar viðræður hafa staðið síðustu vikur. Eitt af þeim málum sem komu til tals í viðræðunum er aukið beint lýðræði með fleiri þjóðaratkvæða- greiðslum, meðal annars í stærri málum sem snerta ESB. Eins og sakir standa gera þýsk lög aðeins ráð fyrir atkvæða- greiðslum um mál tengt stjórnar- skránni og landamærum ríkisins. Þessar hugmyndir hafa hins vegar mætt andstöðu, bæði hjá Angelu Merkel kanslara og aðal- ritara Sósíaldemókrata, þar sem slíkar atkvæðagreiðslur yrðu vatn á myllu lýðskrumara og and- stæðinga ESB. - þj Góður gangur í stjórnarviðræðum í Þýskalandi: Ný stjórn í desember

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.