Fréttablaðið - 14.11.2013, Side 32
14. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 32
Margir kvarta yfir háskóla-
kennurum. Þeir haldi langa
og leiðinlega fyrirlestra,
lesi bara upp af glærum og
láti duga að meta frammi-
stöðu nemenda með einu
prófi eða kannski einu verk-
efni eftir heillar annar puð.
Ólíkt grunnskólakennurum
kunni þeir ekkert til verka
og ættu að fá laun í sam-
ræmi við það.
Eins sammála og ég er
því að háskólakennarar eigi að
vanda til verka á sama hátt og aðrir
kennarar, tek ég eftir því að gagn-
rýnendurnir átta sig oft ekki á einu
mikilvægu atriði. Háskólakennarar
sem eru í fullu starfi sem slíkir
hafa kennslu alls ekki að aðalstarfi
og líta jafnvel ekki á sig sem kenn-
ara. Þetta hljómar kannski undar-
lega fyrir þá sem þekkja ekki til,
en leyfið mér að útskýra: Háskólar
hafa, ólíkt leikskólum, grunnskólum
og framhaldsskólum, ekki aðeins
það hlutverk að miðla þekkingu og
veita nemendum menntun. Háskólar
skapa líka þekkingu og í því kerfi
sem við þekkjum á Vesturlöndum
í dag er það þeirra aðalhlutverk.
Gæði þeirra eru ekki metin á grund-
velli árangurs á sviði kennslu nema
að mjög litlu leyti. Árangur þeirra
er metinn í ljósi rannsókna, bæði
gæða og afkasta.
Nú er það mál út af fyrir sig
hversu gott, áreiðanlegt eða sann-
gjarnt mat á rannsóknum er
almennt og ekki síst hvað varðar
íslenska háskóla: Ég ætla að láta það
liggja á milli hluta hér. Staðreynd
málsins er þessi: Ef árangur háskóla
ræðst af öðru en gæðum kennslu, þá
er ekki líklegt að mikil áhersla sé
lögð á að efla kennslu, síst af öllu
með því að ráða fleira fólk til að
annast hana eða gera ríkari kröfur
um frammistöðu háskóla-
kennara sem kennara.
Hélt öllum spenntum
Ég stundaði sjálfur doktors-
nám við ágætan erlendan
háskóla. Þegar ég byrjaði
á námskeiðahluta náms-
ins sótti ég tíma hjá heims-
frægum manni sem ég
var mjög spenntur fyrir
að hitta og sitja í tímum
hjá. Maðurinn reyndist
svo leiðinlegur kennari að nem-
endur hans sem ekki sváfu í tím-
unum hans voru iðulega orðnir svo
þunglyndir í lok þeirra að þeim lá
við sjálfsmorðshugleiðingum. Sama
haust datt ég inn í tíma hjá öðrum
kennara, frábærri manneskju sem
hélt öllum spenntum allan tímann
með einstakri blöndu af fyrirlestra-
haldi og umræðum. Hún missti
starfið hins vegar árið eftir því hún
hafði ekki gefið nægilega mikið út.
Þetta er hinn kaldi raunveruleiki
háskólakennarans í skólum sem
taka sjálfa sig alvarlega.
Hvað er til ráða? Eigum við að
láta suma háskóla sjá um kennslu og
gera það almennilega en halda rann-
sóknum í örfáum skólum eða bara
í sérstökum rannsóknastofnunum?
Það er ekki góð leið að mínu mati.
Það er einmitt eftirsóknarvert fyrir
háskólanemendur að vinna með
kennurum sem eru í senn miðlarar
vísinda og fræða og rannsakendur.
Háskóli sem tengist ekki rann-
sóknum er ekki háskóli.
Hjarðkennsla
Það er til ein leið. Hún er ekki
ódýr en hún er einföld. Fyrirbærið
glærufyrirlestur er afleit aðferð til
að vinna með nemendum og miðla
skilningi, þekkingu og rökhugsun.
Fyrirlestrar geta verið góðir í
bland, en blandan þarf að vera
frekar þunn. Árangursríkastar eru
aðferðir sem halda nemendum virk-
um í samræðum, lestri og verkefna-
vinnu. Þá er vinna kennarans ekki
fólgin í því að lesa yfir þeim það
sem skrifað hefur verið á glærur,
oftast soðið (stundum hraðsoðið)
upp úr kennslubók eða einhverju
öðru sem nemendur eiga hvort eð
er að vera búnir að lesa. Nei. hún er
fólgin í því ræða við nemendur, fara
yfir verkefni þeirra, veita ábending-
ar, leiðbeiningar og ráð. Það er því
miður alltof algengt að kennarar
eigi fyrst og fremst samskipti við
nemendur yfir glærufyrirlestrum
en fái sérstaka aðstoðarkennara
(yfirleitt lengra komna nemendur)
til að fara yfir verkefni. Þetta er í
rauninni ekki góður siður. Vinna
kennarans ætti ekki síst að felast í
því að fara í gegnum verkefni nem-
enda. Þannig kynnast kennarar
nemendum og geta leiðbeint þeim
betur. Þannig verða til samskipti
sem geta líka veitt nemendum inn-
sýn í rannsóknirnar sem kennarar
þeirra stunda.
En ég sagði að þetta yrði dýrt. Við
myndum þurfa að draga verulega úr
hjarðkennslu í stórum sölum. Við
yrðum að reikna fleiri tíma á kenn-
ara fyrir vinnu með nemendum
en nú er gert, við yrðum að breyta
skipulagi kennslu og við yrðum að
láta árangur í kennslu skipta meira
máli við árangurs- og gæðamat
háskóla. Þá yrðu háskóla kennarar
loksins kennarar og gætu verið
stoltir af því.
Eru háskólakennarar kennarar?
MENNTUN
Jón Ólafsson
prófessor við
Háskólann á Bifröst
➜ Háskólakennarar sem
eru í fullu starfi sem slíkir
hafa kennslu alls ekki að
aðalstarfi og líta jafnvel ekki
á sig sem kennara.
Á nýliðnu Umhverfis-
þingi var fjallað um
skipulag lands og hafs,
sjálfbæra þróun og sam-
þættingu verndar og
nýtingar. Fjallað var um
þessi málefni á breiðum
grunni og urðu líflegar
og málefnalegar umræð-
ur milli ólíkra hópa sem
að þessum málaflokkum
koma. Slíkar umræður
eru mikilvægt veganesti
fyrir áframhaldandi
vinnu og stefnumótun á
þessu sviði. Það er því
afar mikilvægt að menn leiði
saman hesta sína á vettvangi
sem þessum í jafn viðamiklum
málum sem umhverfismálin
eru – þau snerta okkur öll um
ókomna framtíð.
Skipulag er mikilvægt stjórn-
tæki til að samræma ólíkar kröf-
ur og sjónarmið, meðal annars
um auðlindanýtingu, atvinnu-
þróun og umhverfisvernd. Það
er verkefni okkar, sem nú sitjum
í ríkisstjórn, að tryggja vel-
ferð og hagsæld í landinu með
sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
Áskoranirnar blasa við okkur og
því ekki eftir neinu að bíða.
Á liðnum áratugum hefur
orðið ör þróun í ýmiss konar
landnotkun sem knýr okkur til
að marka stefnu á heildstæðan
hátt til framtíðar og samþætta
ólík sjónarmið. Viðfangsefnin
í skipulagsmálum eru ólík nú
samanborið við fyrri tíma. Þau
þarf að nálgast á nýjan hátt því
viðfangsefnið krefst viðsnúnings
á þeirri þróun sem við höfum
stuðlað að á liðnum áratugum.
Við þurfum í mörgum tilvikum
að hugsa hlutina upp á nýtt.
Mikilvægt er að gera sér í
hugarlund hvers konar þróun er í
gangi og hvers konar breytingar
geta orðið á umræddu tímabili.
Sjálfbær þróun knýr okkur til að
spyrja nýrra spurninga sem leiða
hugann að því hvernig skyn-
samlegasta nýtingin er á hverju
landsvæði fyrir sig. Standa þarf
vörð um sameiginleg gæði sam-
félagsins og langtímahugsun
þarf að vera leiðarljós í þeirri
vinnu sem er framundan.
Átakamál
Langtímaákvarðanir um ráðstöf-
un lands, hvort sem er til nýt-
ingar eða verndar, eru í eðli sínu
átakamál. Hagsmunir eru ólíkir
og stangast oft á tíðum á. Einnig
er lífssýn fólks ólík. Ólík viðmið
eru lögð til grundvallar um hvað
er hægt, hvað er æskilegt og
hvað er gott eða fallegt. Það sem
síðan verður ofan á þurfum við
öll að lifa við. Því er mikilvægt
að eiga góðar og málefnalegar
umræður eins og raunin var á
Umhverfisþinginu til að ná sátt
um sameiginlega framtíð.
Við erum svo lánsöm að eiga
mikið landrými á hvern ein-
stakling og búum í landi með
fjölbreyttum sóknarfærum sem
þarf að nýta. Þannig stuðlum við
að fjölbreyttu atvinnulífi og fjöl-
breyttu menntunar- og þjónustu-
stigi.
Mikil umræða hefur verið um
þéttingu byggðar og samgöngu-
mannvirki. Fyrir um þremur
áratugum var bílaeign lands-
manna talsvert minni en hún er í
dag. Nú er u.þ.b. einn fólksbíll á
hvern einstakling í sama aldurs-
flokki. Við höfum valið það frelsi
sem einkabíllinn færir okkur
og forgangsraðað í hans þágu
á kostnað annarra ferðamáta.
Mikið land fer undir samgöngu-
mannvirki og því þurfum við
að spyrja okkur að því hvernig
skipulag við viljum í framtíð-
inni. Ef bílaeign landsmanna
á hvern einstakling verður sú
sama eftir þrjá áratugi á bílum
eftir að fjölga um 50 þúsund,
það krefst enn meira landrýmis.
Mótvægi við slíka þróun gæti
verið að þétta byggð á völdum
stöðum sem gefur möguleika á
tíðari samgöngum með styttri
vegalengdum.
Aðrar áherslur
Dreifð byggð á hins vegar
jafn mikinn rétt á sér og þétt-
ing byggðar. Landrýmið gefur
okkur tækifæri til að velja milli
kosta, rétt eins og ferðamátinn
sem við kjósum okkur. Húsnæði
hefur einnig farið stækkandi á
sama tíma og fjölskyldustærð
fer minnkandi. Mikilvægt er að
bjóða upp á fleiri en einn valkost
en spyrja sig jafnframt hversu
mikið land og hvaða land á að
fara undir hús og bíl. Sum svæði
henta betur fyrir litlar íbúðir í
þéttri byggð með styttri vega-
lengdum. Önnur svæði eru þess
eðlis að geta boðið upp á stærri
íbúðir og meira landrými með
óþéttari almenningssamgöngum.
Blöndun byggðar er forsenda
sjálfbærni þar sem hægt er að
samþætta ólíka hagsmuni og
sjónarmið.
Sama má segja um haf- og
landnýtingu, þar koma við
sögu fiskeldi, ósnortin víðerni,
ferðaþjónusta, landbúnaður og
raforkuvinnsla svo örfá dæmi
séu nefnd. Við höfum fjölmörg
tækifæri til að nýta hina ýmsu
kosti betur til að skapa verðmæti
þar sem eftirspurnin er. En við
þurfum einnig að huga að fram-
tíðarþróun því auðlindirnar eru
takmarkaðar og gæta þarf að
ákveðnu jafnvægi.
Það er nánast sama hvar við
berum niður – skipulag með
sjálfbærni að leiðarljósi snýst
á næstu áratugum um aðrar
áherslur, aðrar skipulags aðferðir
og annars konar lausnir en við
höfum tamið okkur á undan-
gengnum áratugum. Ákvarðanir
sem teknar eru þurfa að taka
mið af heildarhagsmunum sam-
félagsins til lengri framtíðar
í samráði við hagsmunaaðila.
Mikilvægt er að eiga slíkt undir-
lag fyrir þá vinnu sem fram-
undan er við landskipulagsstefnu
þar sem m.a. verður lögð áhersla
á landnýtingu í víðum skilningi.
Að loknu
Umhverfi sþingi
UMHVERFIS-
MÁL
Sigurður Ingi
Jóhannsson
umhverfi s- og
auðlindaráðherra
➜ Hagsmunir eru
ólíkir og stangast
oft á tíðum á. Einnig
er lífssýn fólks ólík.
Ólík viðmið eru lögð
til grundvallar um
hvað er hægt, hvað
er æskilegt og hvað
er gott eða fallegt.
Það sem síðan verður
ofan á þurfum við öll
að lifa við.
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is
www.lyfja.is
Opið til miðnættis í Lyfju Smáralind í kvöld.
Erum komin
í jólaskap
Komdu á miðnæturopnun í Lyfju Smáralind
í kvöld, fimmtudagskvöldið 14. nóvember.
Frábær tilboð fram að miðnætti.
20% afsláttur af spennandi vörum
50% afsláttur af völdum vörum
ABC
sokkabuxur
ShockUp
sokkabuxur
Ĺ Oréal
Top-Coat maskari
20% afsláttur af öllum ilmi
20% afsláttur af gjafaöskjum