Fréttablaðið - 14.11.2013, Page 40

Fréttablaðið - 14.11.2013, Page 40
KYNNING − AUGLÝSINGJólagjöfin hennar FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 20132 ERNA BJÖRK HARÐARDÓTTIR HJÚKRUNARFRÆÐINGUR: „Eftirminnilegasta floppið held ég að verði að vera pakkinn með rauða, sexí og seiðandi satínnáttkjólnum, tveimur núm- erum of litlum, sem var opnaður í stofunni hjá mömmu og pabba. Annars hefur hann yfirleitt hitt í mark, þessi elska.“ JÚLÍA ARADÓTTIR BÓKMENNTAFRÆÐINEMI: „Fyrsta jólagjöfin er eftirminni- legust, en þá skiptumst við á eftirlætisbókum okkar. Ég fékk Catcher in the Rye og mixdisk. Þórir keypti bókina í Belgíu, var alveg staðráðinn í að finna hana og þurfti að fara í nokkrar bókabúðir áður en hann loksins fann hana.“ HALLA MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR, LEIKKONA OG RITHÖFUNDUR: „Fyrsta jólagjöfin. Við skiptumst á pökkum í þvottahúsinu á æskuheimili mínu, kysstumst og svo fór hann og hélt sín jól og ég mín. Ég hafði margra ára reynslu í að þukla jólapakka og var ótrúlega góð í fatta hvað þeir innihéldu. Ég ályktaði að þetta hlyti að vera bollastell. Ég fór inn í eldhús og sagði við mömmu: „Ef þetta er bollastell, þá hætti ég með honum.“ Um kvöldið kom í ljós að hann hafði sett plötusafn Megasar í stærri kassa sem skýrði þessa skrítnu þyngd.“ EVA ÝR GUNNLAUGSDÓTTIR HJÚKRUNARFRÆÐINGUR: „Jólin 2004 vorum við tiltölulega nýbyrjuð saman. Ég hafði verið í próflestri allan nóvember og svo í prófum og einhvern veginn var ég alltaf bara í joggaranum. Ég var alltaf svona smá að segja honum að ég væri nú alveg stundum skvís, og ég hlakkaði svo til að komast úr prófgallanum. Svo kom jólagjöfin sem var svo sæt; bolur, hálsmen, taska, næla og fleira í þeim dúr. Það var eitthvað svo fallega hugsað og ég var svo ánægð.“ HELENA AAGESTAD HJÚKRUNARFRÆÐINEMI: „Árið 2006 gaf kærastinn minn mér flugmiða til Kaupmanna- hafnar þangað sem við fórum að heimsækja vini okkar sem bjuggu þar. Hann var búinn að prenta út nokkur A4-blöð, hvert með einu orði á. Viltu – koma – með – mér – til – Danmerkur? Það var voða fansí. Í fyrra vantaði okkur ekkert svo við keyptum geitur frá Hjálparstarfi kirkjunnar og gáfum hvort öðru.“ Minnisstæðar jólagjafir Að baki hverri gjöf liggur falleg hugsun og örlítið sögukorn. Við skvísurnar í Curvy erum sérfræðingar í að finna glæsileg og klæðileg föt sem henta vaxtarlagi hverrar og einnar konu, því sem betur fer erum við ekki allar skapaðar eins,“ segir Fríða Guðmundsdóttir, kaupkona í tískuversluninni Curvy. „Fyrir jólin bjóðum við upp á flottar jólagjafir sem klæða skvís- ur af öllum stærðum og gerðum. Við vitum frá fyrstu hendi að það er enginn hægðarleikur að gefa konum gjafir og viljum að allar konur séu sáttar við sig og sitt. Þess vegna erum við sveigjan- legar þegar kemur að skilum og skiptum,“ segir Fríða. Tískuverslunin Curv y er með allt sitt vöruúrval á net- inu þar sem auðvelt er að panta það sem hugurinn girnist. Boðið er upp á ókeypis heimsendingu hvert á land sem er. „Í jólapakkann njóta yfir- hafnir, peysur og leggings mikilla vinsælda og alltaf gaman að fá fallegan kjól,“ segir Fríða í Curvy þar sem glæsi- legir jólakjólar fást í úrvali. „Í desember bætast við þokkafull undirföt sem koma upp í skálastærð J. Þá er aðhaldsfatnaður alltaf vinsæll fyrir jólin og sniðugt að láta Kertasníki lauma einu stykki í skóinn á aðfangadag,“ segir Fríða og brosir. „Geti viðkomandi ekki gert upp hug sinn, eða vill gefa dömunni dekurdag í verslun, er hægt að velja upphæð á gjafabréf sem gildir í verslun Curvy.“ Curvy er með verslun í Nóatúni 17 og netverslun á www.curvy.is. Skvísujól hjá Curvy Konur eru dásamlegar í öllum sínum margbreytileika og víst að allar verða þær að gyðjum í jólafötum frá Curvy sem dásamar kvenleika og ávalar línur. Fríða Guðmunds- dóttir, kaupkona í Curvy. MYND/DANÍEL Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Verslunin Belladonna Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur Finndu þinn eigin fatastíl Vertu vinur okkar á Facebook

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.