Fréttablaðið - 05.12.2013, Page 2

Fréttablaðið - 05.12.2013, Page 2
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SPURNING DAGSINS www.lifstykkjabudin.is laugavegi 82. sími 551-4473 ”Glæsilegt úrval af sloppum í jólapakkann.” Við erum á Facebook „Jól og áramót líta rosalega vel út og bókanir á hótelum hlaðast upp,“ segir Einar Bárðarson, for- stöðumaður Höf- uðborgarstofu. „Og gaman að segja frá því að Reykjavík komst nýlega á lista hjá CNN yfir tíu áhugaverðustu borgir í heimi til að fara í vetrarfrí.“ Einar segir borgina hafa lagt mikið í smekklegar og markvissar aðgerðir til að gefa borginni aukinn hátíðarblæ. „Jólamarkaður á Ing- ólfstorgi og jólavættirnir skapa stemningu. Svo kenna hótelstarfs- menn ferðamönnum íslenska jóla- siði. Í fyrra voru til dæmis nokk- ur hótel sem kenndu gestum sínum að setja skóinn út fyrir herbergis- dyrnar sínar.“ - ebg Erlendir ferðamenn setja skóinn út fyrir hótelherbergisdyrnar: Fullbókuð hótel yfir hátíðirnar „Það er töluvert langt síðan hér var fullbókað yfir áramót,“ segir Ingólfur Kristinn Einarsson, hótelstjóri á Grand hóteli. „Þetta er að aukast yfir jólin sjálf en áramótin eru aðalmálið. Flestir sem koma eru Þjóðverjar, Asíubúar og Bretar. Þeir borða galakvöldverð á gamlárskvöld, fara svo á stóra brennu og upplifa flugelda. Þetta verður vinsælla með hverju árinu.“ ➜ Áramótin vinsælust SAMFÉLAGSMÁL Á fjörutíu ára afmælisári Samhjálpar hafa umsvif sjaldan eða aldrei verið meiri þar sem á hverri nóttu gista tæplega 100 manns í rúmum sem samtökin búa um og í ár er útlit fyrir að þau gefi 55 til 60 þúsund máltíðir. Karl V. Matthíasson, fram- kvæmdastjóri Samhjálpar, segir að tilgangurinn með starfinu sé í grunninn barátta gegn áfengis- og vímuefnavandanum. „Það eru á hverjum tíma hátt í 1.000 manns sem eru í einhvers konar úrræði vegna áfengis- eða vímuefnaneyslu og þetta er mesta hættan sem steðj- ar að samfélagi okkar.“ Starfsemi Samhjálpar er fjöl- þætt. Í fyrsta lagi er það með- ferðarheimilið að Hlaðgerðarkoti þar sem um 30 manns eru jafnan í meðferð. Þá eru það þrjú áfangahús fyrir fólk sem er að koma úr með- ferð og Gistiskýlið sem er rekið í samvinnu við Reykjavíkurborg og veitir heimilislausum húsaskjól. Þar að auki er fjölbreytt félags- starf á vegum Samhjálpar, en einn sýnilegasti þáttur starfseminnar er Kaffistofan við Borgartún þar sem tugir manna koma á hverjum degi til að fá heitan mat án endurgjalds. Karl segir það geta skipt sköpum fyrir skjólstæðinga kaffistofunnar að eiga þennan kost. Í kaffistofunni vinna þrír starfs- menn auk sjálfboðaliða, en Sam- hjálp hefur einnig verið í samstarfi við Fangelsismálastofnun þar sem samfélagsþjónar hafa unnið. „Þeir sem koma hingað að borða eru þeir sem þurfa að gera það. Það er enginn að gera sér það að leik að koma á Kaffistofuna að borða. Svo kemur það líka fyrir að fjölskyldu- feður komi og sæki mat til að fara með heim til fjölskyldunnar.“ Stjórn Samhjálpar er skipuð af Fíladelfíu en Karl segir hvíta- sunnukirkjuna ekki koma nálægt rekstrinum. „Menn vilja tengja þetta trúboði en það er ekkert svoleiðis,“ segir Karl. „Enda sjást engin merki þess á kaffistofunni til dæmis.“ Starfinu fylgir talsverður kostn- aður, að sögn Karls, sem er kostaður af framlögum einstaklinga og fyrir- tækja. „Við erum eiginlega í fjáröfl- un allt árið um kring,“ segir hann, en 28 manns vinna hjá Samhjálp auk sjálfboðaliða. thorgils@frettabladid.is Samhjálp gefur 60 þúsund máltíðir í ár Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir áfengis- og vímuefnavandann mestu hættu sem steðjar að samfélaginu. Mikið starf er unnið með fíklum og öðrum sem eiga um sárt að binda, meðal annars í Kaffistofunni þar sem tugir borða dag hvern. „Ég hef komið hingað á hverjum degi síðan ég varð edrú,“ sagði einn gesturinn á Kaffistofunni gær. „Það munar mig miklu að geta komið hingað og fengið að borða því að ellilífeyririnn minn er bara 170 þúsund á mánuði. Með þessu get ég sparað mér til að gefa börnunum mínum jólagjafir.“ „Ég kem hingað hér um bil á hverjum degi og hef gert mjög lengi,“ sagði annar. „Ég kem aðallega upp á félagsskapinn, því ég er svo mikil félagsvera.“ Félagsskapurinn góður á Kaffistofunni Á KAFFISTOFUNNI Karl V. Matthíasson, framkvæmdastjóri Samhjálpar, sem hér er ásamt starfsfólki og skjólstæðingi á Kaffistofunni segir engan koma þangað sem ekki þurfi þess. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA INGÓLFUR K. EINARSSON EINAR BÁRÐARSON HÁTÍÐARBLÆR Erlendir ferða- menn koma í auknum mæli til Íslands yfir hátíð- irnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Helga, þurfum við að stokka upp í viðhorfum okkar? „Já, svo lengi sem við erum frjáls- lynd og ekki of forstokkuð.“ Helga Kristín Hallgrímsdóttir, lektor í félags- fræði, hélt fyrirlestur um ábyrgð verðandi mæðra í gær. Hún segir að eggjastokkum 46 ára kvenna hafi verið líkt við rotnandi epli. ARGENTÍNA, AP Eftir að lögreglan í Cordoba, næststærstu borg Argent ínu, fór í verkfall hafa íbúar þar – sumir hverjir – óspart nýtt sér frelsið til afbrota. Frá því á þriðjudagskvöldið hafa rán og gripdeildir breiðst út um alla borg, rúður verslana hafa verið brotnar, múgur manns stelur varningi og ræningjar ráðast á fólk úti á miðri götu. Sumir grípa svo til vopna til að verja eigin heimili. Að minnsta kosti einn maður hefur látist af völdum skotsára en meira en hundrað manns hafa særst, aðallega af völdum rúðubrota. Lögreglan hefur ekki hreyft sig frá höfuðstöðvum sínum, en í gær hófust samningaviðræður við borgaryfirvöld. Lögreglan krefst betri kjara og var reiknað með að samningar myndu nást seint í gær. - gb Óprúttnir Argentínumenn nýta sér lögregluverkfall: Rán og gripdeildir á hverju horni DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur manni á þrítugsaldri fyrir að hafa banað fimm mánaða dóttur sinni, að því er RÚV og mbl.is greindu frá í gær. Málið kom upp í mars á þessu ári og sat maðurinn um tíma í gæsluvarðhaldi. Bráðabirgðaniðurstaða réttar- læknisfræðilegrar rannsóknar bendir til að barnið hafi látist af heilablæðingum. Maðurinn er ákærður fyrir stórfellda líkams- árás með því að hrista dóttur sína svo harkalega að hún hlaut blæð- ingu í heila sem leiddi til dauða hennar. - jme Ríkissaksóknari gefur út kæru Ákærður fyrir að bana barni STOLIÐ ÚR OPINNI BÚÐ Rúður verslana hafa verið brotnar í Cordoba og lögreglan lætur sér fátt um finnast. NORDICPHOTOS/AFP MENNING „Það var mögnuð stemning á fund- inum, á honum var mikil samkennd og sam- staða,“ segir Melkorka Ólafsdóttir flautuleik- ari, einn skipuleggjenda samstöðufundar um RÚV. „Það eru margir sem taka aðförina að Ríkis útvarpinu nærri sér,“ bætir hún við. Fullt var út úr dyrum á fundinum en til hans var boðað vegna uppsagna 39 starfs- manna í síðustu viku. Í lok fundar var sam- þykkt ályktun og í henni segir að RÚV hafi tekið á sig mikinn niðurskurð með verulegri fækkun starfsfólks á undanförnum misserum. „En sú atlaga sem nú er gerð er svo gróf að hún ógnar tilvist Ríkisútvarpsins sem menn- ingarstofnunar,“ segir enn fremur. Þá er stjórn RÚV átalin fyrir aðgerðar- og sinnu- leysi í aðdraganda uppsagnanna sem séu í hrópandi ósamræmi við gildandi lög um RÚV. Það sé of seint að ætla að móta stefnuna þegar mörgum reyndustu starfsmönnum stofnunar- innar hefur veri sagt upp. Loks er þess krafist að farið verði að lögum um tekjur Ríkisút- varpsins. - jme Fullt út úr dyrum á samstöðufundi „unnenda Ríkisútvarpsins“ í Háskólabíói í gærkvöld: Stjórn RÚV átalin fyrir sinnuleysi MIKIL SAMKENND Á annað þúsund manns mættu á fund sem unnendur Ríkisútvarpsins boðuðu til í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLUMÁL Lásasmiður frá Neyðarþjónustunni, sem var kall- aður til þegar sérsveit lögregl- unnar reyndi að komast inn í íbúð manns í Hraunbæ aðfaranótt mánudags, var í stórhættu. Byssumaðurinn skaut nokkrum skotum í átt að lögreglumönnun- um er þeir reyndu að brjótast inn í íbúðina. Lásasmiðurinn hafði þá nýlokið við að brjóta upp lásinn. Ólafur Már Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Neyðarþjónustunn- ar, sagði að allt hafi verið eðlilegt við útkallið þar til lásasmiðurinn hafði opnað hurðina, en þá hófst skothríð. - sáp Skotbardaginn í Hraunbæ: Lásasmiðurinn var í stórhættu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.