Fréttablaðið - 05.12.2013, Page 4

Fréttablaðið - 05.12.2013, Page 4
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur Stíf austanátt, hvassast syðst. KULDABOLI Á LANDINU Víða hægur vindur í dag og nokkuð bjart en hvassari austanlands og dálítil él norðan til. Talsvert frost á landinu fram á sunnudag. -9° 7 m/s -8° 0 m/s -8° 8 m/s -3° 8 m/s Á morgun Hæg breytileg átt en gengur í SA-átt síðdegis syðra. Gildistími korta er um hádegi -2° -6° 4° -8° -1ö° Alicante Basel Berlín 19° 9° 4° Billund Frankfurt Friedrichshafen 6° 4° 5° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 6° 6° 23° London Mallorca New York 9° 19° XX° Orlando Ósló París XX° 2° 6° San Francisco Stokkhólmur XX° 5° -9° 6 m/s -7° 13 m/s -9° 10 m/s -7° 14 m/s -10° 8 m/s -9° 7 m/s -15° 15 m/s -8 -10° -10° -10° -9° Ólafur Haukur í essinu sínu! SKRUDDA „Bókin er rosalega vel skrifuð ... dásamlegar lýsingar ...“ Egill Helgason, Kiljunni 30. okt. „Það er virkilega hægt að hafa gaman að þesssari bók.“ Soffía Auður Birgisdóttir, Kiljunni 30. okt. BORGARMÁL Ný jólavættur verð- ur kynnt í dag. Jólavættir Reykja- víkur eru þar með orðnar 11 talsins. Það er Gunnar Karlsson mynd- listarmaður sem hefur teiknað jólavættirnar en þær byggjast á hugmynd Hafsteins Júlíussonar um að tengja íslenska sagnahefð við Jólaborgina Reykjavík. Jólavættirnar gegna lykilhlutverki í að kynna sérstöðu Reykjavíkur sem jólaborgar fyrir inn- lendum og erlendum gestum. Nýja jóla- vætturin er hluti af fjölskyldu Grýlu, Leppalúða, Jólakatt- arins, Rauðhöfða og jólasveinsins sem prýtt hafa veggi borgar- innar undanfarin ár. - jme Jólaborgin Reykjavík: Fjölgar í fjöl- skyldu Grýlu SKÓLAMÁL Hollvinafélag Mennta- skólans í Reykjavík var stofnað á fullveldisdaginn, 1. desember. Tilgangur félagsins er að efla tengsl fyrrverandi nemenda skól- ans og þeirra sem bera hag hans fyrir brjósti og styðja við upp- byggingu skólans. Á stofnfundinum var samþykkt að skora á Alþingi að tryggja skólanum viðunandi fjárframlög í yfirstandandi meðferð fjárlaga. Í tilkynningu frá félaginu segir að óviðunandi sé að skólinn fái lægri framlög en sambærilegir skólar, en langvarandi fjársvelti stefni skólastarfinu í voða. - gb Hollvinafélag MR stofnað: Skora á Alþingi að veita MR fé 16.000 nýir bílar voru fluttir inn til landsins árið 2007. Í fyrra voru þeir tæplega 8.000. Árið eftir hrun voru þeir hins vegar aðeins 2.211, sem mun vera það minnsta í manna minnum. BENEDIKT JÓHANNESSON Formaður stjórnar hollvinafélagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EVRÓPUMÁL Aðildarferli Íslands að ESB er ekki lokið af hendi sam- bandsins, þrátt fyrir að ákveðið hafi verið að halda ekki áfram að greiða út IPA-styrki til verkefna á Íslandi. Þetta segir Peter Stano, talsmað- ur Stefans Füle stækkunarstjóra, og vísaði í yfirlýsingu Füles um að ESB hefði ekki af sinni hálfu sagt sig frá málinu. Framkvæmda- stjórnin væri reiðubúin að hefja viðræðurnar þegar og ef íslensk stjórnvöld óska eftir því. Eftir að Ísland gerði hlé á aðild- arviðræðum við ESB ákvað fram- kvæmdastjórnin í ágúst að veita ekki frekari fjármuni í gegnum IPA til nýrra verkefna á Íslandi, en sagðist mundu halda áfram þeim verkefnum sem þegar voru hafin. ESB tilkynnti íslenskum stjórn- völdum hins vegar á mánudag að við nánari ígrundun hefði sú ákvörðun verið tekin að hætta öllum stuðningi við IPA-verkefni, í ljósi þess að IPA-styrkir séu ætlaðir til að styðja ríki í virku aðildarferli. Vonast væri til að íslensk stjórnvöld héldu sumum verkefnanna áfram. Helstu verkefnin sem missa framlög ESB eru: verkefni á vegum Náttúrufræðistofnunar og Land- mælinga Íslands um kortlagningu á vissum þáttum í náttúru Íslands, verkefnið Katla jarðvangur á vegum Háskólafélags Suðurlands, verkefni á vegum Fræðslumiðstöðv- ar atvinnulífsins um aðgerðir til að efla menntunarstig og atvinnu og verkefni á Hagstofunnar til endur- bóta á þjóðhagsreikningum. Forsvarsmenn verkefna sem rætt var við eru sammála um að þessar fréttir settu verkefnin í uppnám og víst að þau tefjist töluvert. Fjárhæðirnar sem ekki skila sér úr þessu hlaupa á tugum milljóna á hvert verkefni, í allt rúmum 230 milljónum á næsta ári. thorgils@frettabladid.is Aðildarferli ennþá í gangi af hálfu ESB Þrátt fyrir að framkvæmdastjórn ESB hafi lokað á frekari framlög til IPA-verkefna hér á landi segir talsmaður stækkunarstjóra að aðildarferli Íslands sé ekki lokið af hálfu ESB. Forsvarsmenn segja verkefnin sem um ræðir vera í uppnámi. Í BRUSSEL Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hitti Stefan Füle, stækkunarstjóra ESB, á fundi í Brussel í sumar þar sem tilkynnt var um þá ákvörðun stjórnvalda að setja aðildar- ferlið í bið. MYND/ESB Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að með ákvörðun um að hætta stuðningi við IPA-verkefni á Íslandi hafi ESB „brugðist þeim fjölmörgu aðilum sem það hefur gert samninga við um IPA-styrki“. Vinnubrögðin séu óskiljanleg. „Viðsnúningur ESB er óskiljanlegur þar sem ekkert nýtt hefur gerst síðan hlé var gert á viðræðum og fyrri ákvörðun var tekin um framtíð IPA-styrkjanna. Þessi vinnubrögð eru forkastanleg að mínu mati og ekki til þess fallin að lyfta ímynd ESB á Íslandi að neinu leyti.“ Á síðasta kjörtímabili, þegar Gunnar Bragi var í stjórnarandstöðu, lét hann hins vegar þung orð falla um IPA-styrkina. ➜ Maí 2012 „Það er örugglega alveg hárrétt að við þurfum ekki að endurgreiða [IPA-styrkina] en það eru mjög sérstök rök að þar af leiðandi eigi bara að þiggja þegjandi og hljóðalaust þá aura sem að okkur eru réttir til að hraða aðlögun Íslands að Evrópusambandinu.“ ➜ Janúar 2012 „Við erum í einhverju umsóknarferli, við þiggjum styrki til þess að laga okkur að ferlinu eða til þess að vera tilbúin ef samningur er gerður– af hverju í ósköpunum er ekki gerður samningur? Síðan geta menn þá tekið við styrkjum til að breyta því sem breyta þarf.“ ➜ Janúar 2012 „Það getur ekki verið eðlilegt að við tökum við fjármunum frá ríki sem við erum að semja við. […] Það er miklu eðlilegra að allar breytingar sem þurfa að verða af ef af samningi verður komi eftir á. Þetta eru ekkert annað en glerperlur og eldvatn sem er verið að bera fram hérna.“ IPA-styrkir nú og þá BORGARMÁL „Mér finnst eðli- legt að það verði reiknað út hver hagnaðurinn er af nýju skipu- lagi svo það verði hægt að lækka útsvar á borgarbúa, og þeir fái vitneskju um hvenær það gæti orðið,“ segir Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins. Borgarstjórn samþykkti ein- róma tillögu sjálfstæðismanna um að það verði kannað hvaða hagræðing er af nýju aðalskipu- lagi sem kveður á um þéttingu byggðar. „Því var haldið fram að þétting byggðar myndi spara milljarða og mér finnst rétt að borgarbúar njóti þess að fullu en ekki kerfið,“ segir Hildur. - jme Þétting byggðar í Reykjavík: Gæti lækkað útsvarsprósentu EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Margir stærstu bank- ar heims þurfa að greiða samtals 1,7 milljarða evra í sekt til Evrópusambandsins fyrir að hafa hagnast á vaxtasvindli. Meðal bankanna eru Barclay‘s, Citigroup, Deutsche Bank, JPMorgan, Royal Bank of Scotland og Societé Generale. Svissneski bankinn UBS slapp þó við sektir vegna þess að hann upplýsti framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins um svindlið og sýndi samvinnu við rannsókn málsins. Bankarnir höfðu hagnast mjög á því að hafa ólöglegt samráð um viðmiðunarvexti, sem notaðir eru í viðskiptum um heim allan. Þeir eru sakaðir um að hafa ákveðið vextina eftir því sem þeim eða viðskiptavinum þeirra hent- aði best hverju sinni. „Við viljum senda skýr skilaboð um að við erum staðráðin í að finna og refsa þessum samráðshópum,“ segir Joaquin Almuna, sam- keppnisstjóri Evrópusambandsins. Jürgen Fittchen, framkvæmdastjóri Deutsche Bank, viðurkenndi að samráðið hefði verið alvarlegt brot á siðareglum bank- anna. Hann sagði sektina þó ekki valda bönk- unum neinu fjárhagstjóni, þar sem þeir hefðu þegar tekið frá fé til að greiða sektir af þessu tagi. - gb Evrópusambandið hefur sektað marga af stærstu bönkum heims um 1,7 milljarða evra: Stórsektir fyrir samráð banka um vexti BARCLEY‘S Í BRETLANDI Bankarnir höfðu samráð um markaðsvexti. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Þvottakar og aðgerðarborð hurfu frá fiskverk- unarfyrirtæki í umdæmi lög- reglunnar á Suðurnesjum í gær. Karið og borðið, sem eru úr áli, stóðu úti. Lögreglunni þykir ljóst að þurft hafi bæði lyftara og vörubifreið til að fjarlægja þessa hluti vegna stærðar og þyngdar þeirra. Þá spenntu einhverjir óprúttn- ir upp glugga á iðnaðarhúsnæði í gær og stálu verkfærum sem verið var að nota þar. -jme Þjófar á ferð á Suðurnesjum: Notuðu lyftara Það getur ekki verið eðlilegt að við tökum við fjármunum frá ríki sem við erum að semja við. Gunnar Bragi Sveinsson í janúar 2012
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.