Fréttablaðið - 05.12.2013, Side 20

Fréttablaðið - 05.12.2013, Side 20
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 20 Starfsemi Íslenskrar ættleið- ingar hefur nú verið tryggð en í fyrra þurfti að hætta við nám- skeið sem eru grundvöllur þess að fólk geti ættleitt barn. „Við gátum ekki haldið þau fyrr en við feng- um aukafjárveitingu í fyrra. Við vorum byrjuð að velta því fyrir okkur að leggja félagið niður. Við verðum að starfa á réttum for- sendum,“ segir Kristinn Ingvars- son, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Hann segir að undirritaður hafi verið samningur við innan- ríkisráðuneytið um 34 milljóna grunnfjárveitingu til félagsins í fjárlögum þessa árs og næsta en grunnfjárveitingin á fjárlögum í fyrra var 9,2 milljónir. „Þetta gefur okkur tækifæri til að hrinda í framkvæmd fjölmörg- um verkefnum sem við höfum áður þurft að láta sitja á hakanum. Það bárust mjög fáar umsóknir í fyrra þegar við blasti að það þyrfti að loka. Fólk leyfði sér ekki að láta sig dreyma um barn. Nú vörpum við öndinni léttar.“ Samkvæmt Haag-samningnum um velferð barna og ættleiðingar milli landa, sem Ísland undirrit- aði 2001, verða lönd að samþykkja grunnreglur um hvernig ættleið- ing fer fram, bæði í upprunalandi og móttökulandi, að því er Krist- inn greinir frá. „Félagið fór fyrst á fjárlög við undirritun samningsins og fékk þá sex milljónir. Upphæðin hefur aldrei verið hugsuð í samhengi við ábyrgð félagsins. Okkar hlutverk er að gæta þess að ferlið sé rétt og að þeir umsækjendur sem verða foreldrar séu tilbúnir í hlutverkið. Það eru svo sýslumannsembættin sem taka endanlega ákvörðun um hverjir geta orðið foreldrar,“ segir Kristinn. Spurður hvort einhverjir hætti við ættleiðingu eftir að hafa gert sér grein fyrir ábyrgðinni að loknu skyldunámskeiði félagsins segir hann svo vera. „Þeir sem loks fara út í þetta dásamlega ævintýri út í hinn stóra heim eru tilbúnir og vita hvað þeir eru að gera.“ Nú bíða 62 eftir barni, að sögn Kristins. „Þrjátíu eiga eftir að fá forsamþykki hér heima og senda sína umsókn utan en 32 umsóknir eru erlendis.“ Biðin eftir barni er mislöng eftir að umsóknin hefur verið samþykkt erlendis. „Í Kína er til dæmis farið eftir röð. Kínverjar voru nýlega að afgreiða umsókn sem barst þeim í nóvember 2006. Hins vegar getur það tekið stuttan tíma að fá barn af lista yfir börn með skilgreind- ar þarfir sem geta verið minni- háttar en einnig mjög alvarlegar. Stysti tíminn sem við þekkjum er sólarhringur,“ segir Kristinn. Það Íslenskri ættleiðingu tryggð áframhaldandi starfsemi Samningur var undirritaður við innanríkisráðuneytið. Tækifæri til að hrinda í framkvæmd fjölmörgum verkefnum sem setið hafa á hakanum, segir framkvæmdastjórinn. Rúmlega 60 bíða nú eftir barni að utan. 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Indland 7 1 2 0 0 4 1 1 0 0 Kína 20 33 6 18 13 8 13 14 12 3 Kólumbía 1 1 0 1 0 2 2 2 2 0 Makedónía - - - - - - 0 0 0 0 Tékkland 0 0 0 1 0 0 2 2 2 4 Tógó - - - - - - - - 1 1 28 35 8 20 13 14 18 19 17 8 Fjöldi ættleiðinga undanfarin 10 ár Þeir sem reykja líta oft út fyrir að vera eldri en jafnaldrar þeirra sem reykja ekki. Þetta eru niður- stöður rannsókna bandarískra vísindamanna á 79 tvíburapör- um frá 2007 til 2010. Í grein sem birtist á heimasíðu félags banda- rískra lýtalækna, American Society of Plastic Surgeons, segir að af tvíburapörunum hafi annar reykt að staðaldri. Hinn hafi ekki reykt eða fimm árum skemur en systkinið. 57 af pörunum 79 voru konur og meðalaldur þeirra var 48 ár. Tekið var tillit til sólbaða, streitu, áfengisneyslu, þyngdar- aukningar og þyngdartaps. Þessi þættir höfðu svo lítið að segja að ekki var litið á þá sem marktæka. Þeir sem reyktu voru almennt með þyngri augnlok og stærri bauga undir augunum en þeir sem ekki reyktu. Tvíburarn- ir sem reyktu voru einnig með fleiri og dýpri hrukkur í andlit- inu, sérstaklega á efri og neðri vör, en hinir auk þess sem þeir voru með slappari húð við kjálk- ann. - ibs Rannsókn vísindamanna á afleiðingum reykinga: Þung augnlok og hrukkurnar fleiri Þeir sem hafa vanið sig af því að nota sjampó við hárþvott segja hárið verða eðlilegra, að því er greint er frá á vef norska rík- isútvarpsins. Þar er haft eftir Anette Borge, sem ekki hefur notað sjampó um nokk- urra ára skeið, að hún geti ekki hugsað sér að fara aftur að nota sjampó. Borge kveðst hafa lesið á Youtube að hægt væri að nota matarsóda í stað sjampós og edik í stað hárnæringar. Í byrj- un hafi fituframleiðsl- an aukist svolítið og hárið þess vegna orðið feitara en svo hafi fituframleiðslan orðið eðlileg á ný. „Mér finnst auðveldara að forma hárið, ég er aftur komin með krullur og liði og mér finnst hárið eðlilegra,“ segir Borge. Haft er eftir sjampó- f r a m le i ð a nd a a ð sjampó sé nauðsynlegt til að fjarlægja leifar af efnum sem notuð eru til að forma hárið. - ibs Alþjóðlega bólan „no poo“ eða ekkert sjampó: Hárið þvegið með matarsóda og vatni MATARSÓDI Sumir þeirra sem hættir eru að nota sjampó við hárþvott nota í staðinn matar- sóda. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR REYKINGAR Fleiri og dýpri hrukkur geta myndast í andliti þeirra sem reykja. NORDICPHOTOS/AFP BARN Í KÍNA Af þeim tólf börnum sem komu frá Kína til Íslands í fyrra voru tíu af lista yfir börn með skilgreindar þarfir. NORDICPHOTOS/AFP Við vorum byrjuð að velta því fyrir okkur að leggja félagið niður. Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Bakteríurnar í munninum breyta sykri sem við innbyrðum í sýru sem svo leysir upp gler- ung tanna, að því er segir á vef Tannlæknafélags Íslands. Sætu- efni sem ekki innihalda hita- einingar breytast ekki í sýru og skemma því ekki tennur. Svokölluð sykuralkóhól eru til í náttúrunni og innihalda hita- einingar. Algeng eru xylitol og sorbitol sem gjarnan eru notuð í tyggigúmmí og sælgæti. Sorbitol getur breyst í sýru en það gerist svo hægt að það er ekki talið hafa nein áhrif, að því er kemur fram í umfjölluninni. Xylitol virðist hafa bakteríu- hemjandi áhrif. Fullyrða má að tyggigúmmí með þessum sætu- efnum valdi ekki tannskemmd- um, segir á vef tannlækna. Tannlæknafélag Íslands: Skaða sætuefni tennurnar? TYGGJÓ Tyggi- gúmmí með xylitol og sorbitol veldur ekki tann- skemmd- um. NORDIC- PHOTOS/ GETTY sem af er þessu ári hafa átta börn verið ættleidd til Íslands en í fyrra voru þau 17. Flest komu frá Kína eða tólf, þar af voru tíu af lista yfir börn með skilgreindar þarf- ir. „Við finnum fyrir því núna að þessi listi hefur ekki verið skoðað- ur í ár. Umsóknir fóru hins vegar að detta inn þegar fréttir bárust af því að við fengjum meira fé. Við eigum von á því að við komum til með að vakta þennan lista nú í des- ember.“ ibs@frettabladid.is Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn Vefverslun með öryggisvörur á oryggi.is Kertaljós og skreytingar þarf að umgangast með varúð Tryggið eldvarnir heimilisins, reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnarpakkar í miklu úrvali. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 33 56 6 Tilvalið í bílinn eða ferðavagninn Eldvarnarpakki 3 Tilboðsverð í vefverslun 13.398 kr. Listaverð 20.772 kr. Eldvarnarpakki 4 Tilboðsverð í vefverslun 7.205 kr. Listaverð 11.171 kr. Eldvarnarpakki 5 Tilboðsverð í vefverslun 14.177 kr. Listaverð 21.980 kr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.