Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2013, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 05.12.2013, Qupperneq 22
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 22 „Það koma alltaf reglulega upp hjá okkur tilfelli þar sem fólk áttar sig ekki á símreikningnum og hefur mögulega verið ofrukk- að,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir, fulltrúi hjá Neytendasamtökunum. Til er í dæminu að fólk hafi ekki hugmynd um hvað sé verið að rukka fyrir þegar það skoðar reikninginn. „Það kemur fram í lögum hvað þarf að koma fram á reikningnum. En undir aðra þjónustu og virðisaukandi þjón- ustu getur margt fallið, til dæmis styrkir, áskriftir, leiga á myndum ásamt mörgu öðru,“ segir Ingi- björg. Neytendasamtökin sendu erindi til fjarskiptafyrirtækja fyrir tveimur árum vegna þessa gjaldliðar. „Það er alveg ógerlegt fyrir fólk að átta sig á hvað er í raun verið að innheimta og Neytendasamtök- unum finnst alveg óásættanlegt að þessum kostnaðarlið sé ekki gefið sjálfstætt heiti á símreikn- ingum,“ segir Ingibjörg. Hún hvet- ur alla til að hringja og biðja um frekari upplýsingar þegar þeir viti ekki hvað er verið að rukka fyrir. Öll fyrirtæki eiga að geta svarað slíkum fyrirspurnum. En fólk þarf þá að hafa yfirsýn yfir reikninga sína. „Fólk þarf að vera meðvitað um reikningana sína. Það þarf að skoða þá í heimabankanum, það tekur ekki lengri tíma en að skoða póstsendan seðil, og kvarta strax ef það kannast ekki við eitthvað á reikningnum,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir. erlabjorg@frettabladid.is Skoðið símreikningana vel Fulltrúi hjá Neytendasamtökunum segir algengt að fólk viti ekki fyrir hvað sé verið að rukka á fjarskiptareikn- ingum. Samkvæmt lögum eigi að tilgreina það. Margt falli undir það sem skilgreint sé sem „önnur þjónusta“. Jón Einar Guðmundsson fékk í tvígang átta þúsund króna aukareikning frá Vodafone. Hann reyndi ítrekað að fá svör hjá þjónustuveri fyrirtækisins. „Starfsfólkið í þjónustudeildinni gat ekki gefið mér útskýringu á þessari viðbót, sagði að þetta væri líklega bara heimasíminn eða GSM-síminn, en það væri ekki með upplýsingar um það.“ Jón Einar er með viðskipti sín við Vodafone í greiðsluþjónustu og því fannst honum undarlegt að þessi reikningur bættist við. „Eftir nokkrar tilraunir til að fá útskýringar leitaði ég til þriðja aðila sem gat séð að það væri verið að ofrukka mig. Þá fékk ég þetta endurgreitt.“ Jón Einar vildi vekja athygli á þessu því það væru örugglega fleiri sem lenda í þessari stöðu. „Það er slæmt að fá ekki útskýringar þegar maður hringir í þjónustu- verið og það er erfitt að fá leiðrétt mistök þegar fólkið sem þjónustar þig getur ekki svarað fyrir þau.“ Erfitt að fá útskýringar á reikningum Í tillögu að nýrri tilskipun fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, ESB, segir að ferðasali verði að bera ábyrgð gagnvart neytendum þegar þeir setja saman eigin ferð á vefsíðu hans. Þessi breyting þýðir að mati ESB að með því fái 120 milljónir manna á EES-svæðinu vernd sem gildandi reglur um alferðir hafa ekki náð til. Frá þessu er greint á vef Neyt- endastofu. Þar segir jafnframt, að sam- kvæmt þeim reglum sem gilda nú sé ferðaseljendum skylt að leggja fram tryggingar, þannig að neyt- endur geti fengið endurgreiðslu á greiðslum sem þeir hafa greitt ef fyrirtæki verða gjaldþrota eða óvæntar aðstæður koma upp, til þess að ávallt sé tryggt að unnt sé að flytja neytendur heim. Hér hafi verið valin sú leið að þeir sem selja ferðir leggja hver um sig fram starfsábyrgðartryggingu. Á vef Neytendastofu segir að þegar nýjar reglur verði samþykkt- ar þurfi að endurskoða núgildandi lög um alferðir sem Neytendastofa hefur eftirlit með svo og reglur um rétt neytenda til endurgreiðslu á fyrirframgreiðslum. - ibs Betri réttindi neytenda á EES-svæðinu: Leggja til aukna vernd ferðalanga Barnabílstólar eru í 75 prósentum tilfella dýrari á Íslandi en í Dan- mörku, Svíþjóð og Þýskalandi. Neytendasamtökin hafa borið saman verð á sextán barnabíl- stólum hér á landi og í löndunum þremur. Niðurstaðan er sú að í tólf til- vikum er hæsta verð hér á landi og munar þar í sumum tilvikum miklu. Hvorki tollar né vörugjald er lagt á barnabílstóla sem fram- leiddir eru innan Evrópu en 10% tollur er lagður á stóla sem fram- leiddir eru utan EES-svæðisins. - ebg Engir tollar innan Evrópu: Barnabílstólar dýrir á Íslandi ÍS LE N SK A/ SI A. IS /N AT 6 18 85 1 1/ 12 Settu hátíðarkraft í sós una með Knorr – kraftinum sem þú þekkir og treystir! ...kemur með góða bragðið! Hátíðarkrafturinn kemur úr Knorr Á ÍTALÍU Auka á réttindi þeirra sem setja sjálfir saman ferðir sínar á vefsíðu ferða- sala. NORDICPHOTOS/GETTY SÍMNOETENDUR Fólk veit stundum ekki fyrir hvað símafyrirtækin eru að rukka. Það er alveg ógerlegt fyrir fólk að átta sig á hvað er í raun verið að innheimta. Ingibjörg Magnús- dóttir, fulltrúi hjá Neytendasamtök- unum. Matvælastofnun hefur birt leiðbein- ingar til veitingahúsa sem bjóða upp á jólahlaðborð. Veitingahús eiga að hafa innra eftirlitskerfi sem tryggir gæði, öryggi og heilnæmi. Veitingastaðir eiga að tryggja að matvæli séu framreidd við rétt hitastig og að maturinn borinn fram við nægan hita. Einnig að upp- lýsingar um ofnæmis- og óþols- valda séu til staðar og að áhöld séu við hvern rétt til að hindra kross- mengun á milli rétta. - hg Veitingahús og jólahlaðborð: Innra eftirlit er nauðsynlegt KRÆSINGAR Nú er tími jólahlaðborða. 120 milljónir manna á EES-svæðinu fá, að mati Evrópusambandsins, með breytingunni vernd sem gildandi reglur um alferðir hafa ekki náð til.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.