Fréttablaðið - 05.12.2013, Side 29

Fréttablaðið - 05.12.2013, Side 29
FIMMTUDAGUR 5. desember 2013 | SKOÐUN | 29 ➜ Það eru forréttindi að fá að tilheyra samfélagi eða hópi fólks þar sem kraftar hvers og eins fá að njóta sín. Ísland er menningarþjóð. Við undir- rituð vitum þetta vel af eigin reynslu. Við erum tónlistarfólk frá ýmsum löndum: hljómsveitarstjórar, hljóð- færaleikarar, söngkona og tónskáld. Við eigum það sameiginlegt að hafa öll haldið eftirminnilega tónleika fyrir forvitna, víðsýna og menntaða áheyrendur á Íslandi. Við höfum miklar áhyggjur af framtíð Ríkisútvarpsins á Íslandi. Okkur hefur borist til eyrna að í síð- ustu viku hafi 39 verið sagt upp störf- um samstundis og að hótað sé enn fleiri uppsögnum. Rás 1, menningar- rásin, hefur fengið harðasta skell- inn, ekki síst tónlistardeildin. Af öllu starfsliði hennar eru nú aðeins tveir eftir. Framvegis verða þar engir sér- fræðingar í barokktónlist, djassi eða samtímatónlist, enginn kynnir frá sinfóníutónleikum, enginn sérmennt- aður tónmeistari til að hljóðrita klass- ískan tónlistarflutning. Allt frá því að Ríkisútvarpið var stofnað árið 1930 hefur það verið meginstoð í íslensku menningarlífi. Það hefur sent út metnaðarfulla þætti og hljóðritað þúsundir tónleika. Hljóð- ritasafn Ríkisútvarpsins er ómetan- leg heimild um tónlistarflutning á Íslandi á 20. og 21. öld. Við höfum öll verið þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa með frábæru starfsfólki RÚV; þau hafa hljóðritað og sent út tónleika okkar í Háskólabíói, Hörpu, Laugar- dalshöllinni og fleiri tónleikastöðum. Okkur þykir grátlegt að nú sé þessu metnaðarfulla starfi teflt í tvísýnu. Við höfum fullan skilning á því að Ísland er í vanda statt hvað efna- hag varðar. En við gerum okkur einnig grein fyrir því að RÚV hefur gegnt lykilhlutverki í íslensku þjóð- lífi, verið „háskóli fólksins“, farveg- ur gagnrýninnar umræðu og hefur staðið vörð um hugsjón um upplýst, menntað samfélag. Hinn grimmilegi niðurskurður á Ríkisútvarpinu er ekki nauðsyn, heldur ákaflega mis- ráðið val. Með brottrekstrinum er gerð atlaga að einni af meginstoðum íslensks tónlistarlífs. Þessi ákvörð- un er til marks um forgangsröðun sem brýtur gegn lögbundnu hlut- verki RÚV, þar sem kveðið er á um að stofnunin skuli uppfylla „menningar- legar þarfir“ íslensku þjóðarinnar. Við undir rituð hvetjum stjórn RÚV, Alþingi Íslendinga og menntamála- ráðherra að beita sér í málinu þegar í stað. Heimurinn fylgist með ykkur. Heimurinn fylgist með RÚV MENNING Vladimir Ashkenazy píanóleikari og hljómsveitarstjóri Leif Ove Andsnes píanóleikari Rumon Gamba hljómsveitarstjóri Hilary Hahn fi ðluleikari Pekka Kuusisto fi ðluleikari Nico Muhly tónskáld Viktoria Postnikova píanóleikari Gennady Rozhdestvensky hljómsveitarstjóri Kiri Te Kanawa söngkona Osmo Vänskä hljómsveitarstjóri Martin Fröst klarínettuleikari Í dag er alþjóð- leg u r d a g u r sjálfboðaliða haldinn hátíð- legur. Það er fátt dýrmætara í þjóðfélaginu en fólk sem gefur af tíma sínum til hinna ýmsu mál- efna. Því hefur verið haldið fram að sjálfboðastarf auki lífsgæði fólks fyrir utan þau jákvæðu áhrif sem störf sjálfboðaliða hafa á samfé- lagið. Það eru forréttindi að fá að tilheyra samfélagi eða hópi fólks þar sem kraftar hvers og eins fá að njóta sín. KFUM og KFUK á Íslandi er 114 ára gömul sjálfboðaliðahreyf- ing sem stendur að faglegu barna- og æskulýðsstarfi á kristilegum grunni. Það sem hefur einkennt starf KFUM og KFUK í gegnum tíðina eru sameiginleg markmið og ómæld vinna sjálfboðaliða á öllum aldri. Í KFUM og KFUK á Íslandi starfa u.þ.b. 500 sjálfboða- liðar í stjórnum, ráðum, nefndum, barnastarfi, fullorðinsstarfi, leik- skóla og í sumarbúðum. KFUM og KFUK væri ekki það sem það er í dag nema vegna þeirra kynslóða af fólki sem gefið hafa vinnu sína og þannig sýnt umhyggju sína í verki. Samfélagið hefur á síðustu árum í auknum mæli metið reynslu sjálf- boðaliða. Til marks um það má nefna að sjálfboðaliðar í barna- og æskulýðsstarfi KFUM og KFUK hafa fengið metnar einingar í nokkrum framhaldsskólum, rétt eins og þeir sem stunda tónlistar- og listnám. Það að vera sjálfboðaliði er í raun sjálfselska. Með því á ég við að þegar við gefum af tíma okkar með gleði erum við ekki bara að láta gott af okkur leiða heldur líka byggja okkur sjálf upp. Með því bætum við lífsgæði okkar. Það er ekki svo að skilja að einstaklingar sem gefa vinnu sína séu á einhvern hátt betri en aðrir. Þeir eru í sjálf- boðastarfi vegna þess að það bætir einhverju jákvæðu í líf þeirra, ann- ars væru þeir ekki að gefa af tíma sínum í hverri viku. Um leið og KFUM og KFUK á Íslandi þakka öllum sínum sjálf- boðaliðum fyrir vel unnin störf, eru öllum landsmönnum sem sinna sjálfboðastarfi í kirkjum, hjálpar- sveitum og hinum fjölmörgu félagasamtökum færðar þakkir fyrir dýrmæt störf landi og þjóð til heilla. Að vera sjálfboðaliði er sjálfselska! SAMFÉLAG Magnea Sverrisdóttir djákni ➜ Hljóðrita- safn Ríkis- útvarpsins er ómetan- leg heimild um tónlistar- fl utning á Íslandi á 20. og 21. öld. ELDBORG - HARPA 19:00 FYRRI TÓNLEIKAR 22:30 SEINNI TÓNLEIKAR Tryggðu þér miða núna á harpa.is, midi.is eða í síma 528 5050 „Allt í allt er Tookah frábær plata e r e o aft r h er k r tónlistarmaður Emilíana Torrini er. Biðin var vel þess virði.“ Mbl. – Jón Agnar Ólason emilianatorrini.com EMILÍANA TORRINI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.