Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2013, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 05.12.2013, Qupperneq 30
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 30 Í fréttaflutningi er oft grip- ið til tölfræði til að auka á trúverðugleika. Slíkir útreikningar byggja oftar en ekki á takmörkuðum forsendum. Tölur eru hins vegar þeim töfrum gæddar að þær hafa yfir sér sann- leiksljóma og auðvelt er að festa þær í minni. Þó er vert að hafa í huga að sömu stað- reynd má reikna út frá ólík- um forsendum og fá þannig mismunandi niðurstöður. Þannig gáfu fréttir Stöðvar 2 og Fréttablaðsins 26. og 27. nóvem- ber ekki rétta mynd af nýtingu þeirra opinberu framlaga sem Sin- fóníuhljómsveit Íslands fær úthlutað fyrir sína starfsemi. Í útreikningum sem notaðir voru í þeim fréttum er einblínt á miðaverðið en ekki tekið mið af þeim fjölda áheyrenda sem sækir tónleika hljómsveitarinnar, en þeir voru 81.000 á síðasta ári. Ekki eru heldur teknar með í reikn- inginn þær tugþúsundir Íslendinga sem hlusta á beinar útsendingar frá tónleikum hljómsveitarinnar á Rás 1 á ári hverju, né þeir sem hljóm- sveitin heimsækir í árlegum skóla- og stofnanaheimsóknum. Reikni- listir af þessu tagi segja því afar takmarkaða sögu og ljóst að ekki er hægt að taka eingöngu tillit til miðasölu þegar rætt er um rekstur hljómsveitarinnar. Starf á breiðum grunni Sinfóníuhljómsveit Íslands starfar á afar breiðum grunni. Fræðslu- hlutverk hljómsveitarinnar er sívaxandi og er nú um fjórðungur af starfseminni. Hér, líkt og víða annars staðar, er æ meiri gaumur gefinn að þeim þætti í starfsemi sinfóníuhljómsveita sem tengist tónlistaruppeldi beint. Frá árinu 2009 hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands starfrækt árlegan hljóm- sveitarskóla, Ungsveit SÍ. Þar hafa tónlistarnemar fengið tækifæri til þess að vinna með heimsþekktum hljómsveitarstjórum og notið leið- sagnar sérfræðinga í hljómsveitar- leik. Á síðasta ári sóttu nær 17.000 nemendur skólatónleika hljómsveit- arinnar og tvö þúsund eldri borg- arar fengu boð á opnar æfingar. Hljómsveitin starfaði auk þess með fjölda barna og unglinga sem komu fram á tónleikum hennar. Að auki sinnir hljómsveitin hljóðritunum fyrir RÚV og alþjóðleg útgáfufyr- irtæki á borð við BIS og Chandos, sem hlotið hafa alþjóðlegar viður- kenningar og Grammy-tilnefningu. Tónleikaferðir eru hluti af starfseminni þó þeim hafi fækkað eftir hrun. Þannig hefur það vakið alþjóðlega eftirtekt að jafn fámenn þjóð skuli eiga sinfóníuhljómsveit sem talin er vera ein af hinum bestu á Norðurlöndum og fram undan eru tónleikar á næsta ári á BBC Proms, einni virtustu tónlistarhá- tíð í heimi. Sinfóníuhljóm- sveit Íslands snertir því miklu fleiri en þá sem koma á tónleika í Eldborg- arsal Hörpu. Jafnmikið og landbúnaður Sinfóníuhljómsveit Íslands er starfs- vettvangur afburða tónlistarmanna sem keppa þurfa um sæti í hljóm- sveitinni. Framlag ríkis og borgar fer að mestu í að greiða laun hljóð- færaleikara og húsaleigu í Hörpu og rennur því að hluta til baka í sameiginlega sjóði í formi skatta og gjalda. Hljóðfæraleikarar Sin- fóníunnar leika ekki aðeins á tón- leikum hljómsveitarinnar heldur eru þeir burðarstoð í tónlistarlífi landsmanna, hvort sem er við tón- listarkennslu eða með því að leika á almennum tónleikum, geisladisk- um og hljóðritunum. Sinfóníuhljóm- sveit Íslands endurgeldur þannig bæði efnisleg og andleg verðmæti til samfélagsins og er hluti af því 1% landsframlagi sem tónlistin ein og sér leggur til þjóðarbúsins, sem er jafnmikið og allur landbúnað- urinn gerir, samkvæmt hagfræð- ingnum Ágústi Einarssyni. Stofnun Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir 63 árum var hluti af ákveðinni tón- listarbyltingu sem varð á Íslandi um miðja síðustu öld. Það var hins vegar frekar dauft yfir tónlistar- menningu landans fram að þeirri byltingu og í upphafi 20. aldarinnar aðeins til reitingur af hljóðfærum á landinu. Kannski skýrir sveltið og hungrið eftir tónlist viðtökur þjóð- arinnar þegar hún loksins tók að heyrast á Íslandi. Sprengikraftur- inn var slíkur. Enginn getur mótmælt því að íslenskt tónlistarlíf hefur sett Ísland á heimskortið. Rannsókn um notendur leitarvélarinnar Google staðfestir einnig þýðingu tónlist- arinnar fyrir landið. Þar er oftar leitað að Of Monsters and Men en Íslandi (Iceland) sjálfu, og jafn- oft leitað að Sinfóníuhljómsveit Íslands (Iceland Symphony Orch- estra) og samanlagt að íslenskum fótbolta (Icelandic soccer) og hand- bolta (Icelandic handball). Í þessu eru augljós verðmæti falin. Verð- mæti sem ekki er endilega hægt að umreikna á núvirði en skipta máli fyrir hagsæld íslensku þjóðarinnar til skemmri og lengri tíma. Fjórðungur í fræðslustarf Einu sinni sem oftar fór ég með bílinn á dekkja- verkstæði. Ef til er erki- týpískur karlastaður þá komast verkstæði ansi nærri því. Þegar ég kom inn í afgreiðsluna voru tveir aðrir viðskiptavinir að bíða þess að röðin kæmi að þeim, karl og kona. Svo bættist enn einn karlinn við. Karlinn sem var á undan mér fékk afgreiðslu, röðin var sem sagt komin að konunni. Hún stóð pen og stillt upp við vegg, næstum inni í horni, og beið þolinmóð. En þegar afgreiðslumaðurinn birtist beinir hann athyglinni að mér en ekki konunni. „Ég er ekki næstur,“ segi ég en hef varla sleppt orðinu þegar sá sem er á eftir mér í röðinni nær athygli afgreiðslumannsins. Konan fórnar höndum en enginn tekur eftir því. Þegar afgreiðslumað- urinn ætlaði svo að afgreiða mig næst þurfti ég að benda honum kurteislega á konuna, sem var orðin rauð í framan af reiði eða skömm. Þetta er örugglega ekki mest sláandi saga sem heyrst hefur um kynbundið ofbeldi, enda langt frá því að vera safarík – ekkert blóð, engir marblettir, ekki einu sinni brotin sál eða tár á vanga. En þetta atvik opnaði augu mín, ég fór að horfa öðruvísi í kringum mig. Það sem ég sá var ekki óframfærin kona eða dóna- legur karl heldur birting- armynd hugarfars – ég sá hvernig karlar hugsa ómeðvitað, hvernig þeir hegða sér, og ég sá stað konunnar í heimi karla, þögla og ósýnilega inni í horni. Ég fór að sjá þessa sömu hegðun alls staðar – karl- ar ota sér fram, vaða yfir allt og alla, á meðan konur stíga til hliðar, sýna þolinmæði og kyngja niður- lægingunni. Svo ég alhæfi: Karlar eru agressívir og konur passívar. Við erum Homer Simpson, þið eruð Marge. Ég er karl, ég er líka svona í eðli mínu, en eftir að hafa áttað mig á því fór ég að breyta hegðun minni meðvitað. Kvenleg gildi í hávegum Hvað er ég að segja? Að dóna- skapur sé ofbeldi og að jafnrétti kynjanna felist í að sýna tillits- semi? Eigum við að fara aftur að opna bíldyr og tríta dömurnar eins og prinsessurnar sem þær eru? Nei, það er ekki málið. Það væri bara óskandi að karlmenn átti sig á að þeir eru yfirgangs- samir og að frekja þeirra bitnar á öðrum. Sá freki á ekki að hafa forgang, hans skoðanir eru ekki endilega réttar og hans aðferð ekki sú besta. Við lifum í karlaheimi. Karlar eru með hærri laun, þeir stjórna fyrirtækjum og leiða þjóðir. Þeirra aðferð er að tala hátt, gera lítið úr andstæðingum og standa við þver- móðskulegar skoðanir sínar hvort sem þær eru réttar eða rangar. Þær fáu konur sem komast að hafa tileinkað sér meira eða minna leik- reglur og hugsanagang karla – t.d. Margaret Thatcher. Ég vil frekar sjá kvenleg gildi í hávegum. Ég vil sjá fyrirtæki, borg eða landi stjórnað af skyn- semi, heilindum og af varfærni. „Boring!“ segir Homer Simpson. En konur fara ekki í stríð! Í karla- heiminum eiga konur að hlýða, þær þurfa að þola niðurlægingu, ofbeldi og skömm. Auk þess að vera ósýnilegar á dekkjaverkstæð- um, nema þær séu naktar á daga- tali uppi á vegg. Karlaheimur Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2014 gerir ráð fyrir stórfelldum niður- skurði til samkeppnissjóða Vís- inda- og tækniráðs næstu árin, þrátt fyrir að fjárveitingar til þeirra séu nú þegar miklu lægri en í nágrannalöndunum. ■ Vísindi eru undirstaða framfara í samfélaginu og forsenda nýsköp- unar í atvinnulífinu. ■ Samkeppnissjóðir fjármagna bestu vísindin, tryggja menntun og nýliðun og eru nauðsynlegir til að íslenskir vísindamenn geti sótt fé í erlenda samkeppnissjóði. ■ Atgervisflótti úr íslensku vís- indasamfélagi er þegar orðinn mikill og ljóst að hann muni aukast ef af fyrirhuguðum niðurskurði verður. Í nýrri stefnu Vísinda- og tækni- ráðs, sem stýrt er af forsætisráð- herra, eru metnaðarfull og skýr markmið um eflingu íslensks þekkingarsamfélags. Þar er meðal annars gert ráð fyrir mikilli aukn- ingu fjár til samkeppnissjóða. Við, undirrituð, krefjumst þess að stjórnvöld hugsi til framtíð- ar og auki fjárveitingar til sam- keppnissjóða Vísinda- og tækni- ráðs. Undir yfirlýsinguna hafa skrifað yfir 1.100 vísindamenn frá öllum íslenskum háskólum auk fjölda stofnana, fyrirtækja, íslenskra vís- indamanna erlendis og almennra stuðningsmanna vísindastarfs. Allan listann má sjá á eftirfar- andi vefslóð: http://www.petitions24.com/hvetj- um_stjornvold_til_a_falla_fra_ niurskuri_til_visinda Hvetjum stjórnvöld til að falla frá niðurskurði til vísinda Umræðan um opinberan rekstur á Íslandi er stund- um afar yfirborðskennd þar sem annan daginn er talað um „báknið“ þar sem þörf er á að hagræða og fækka opinberum starfsmönnum en hinn daginn að opinberar stofnanir eigi að standast ýtrustu kröfur og tryggja öryggi og velferð okkar t.d. þegar kemur að heilbrigðis- þjónustu, löggæslu, umferð- aröryggi, netöryggi, sótt- vörnum, matvælaöryggi, flugöryggi og menntun. Því miður er staðan á Íslandi í árslok 2013 sú að eftir árlegan niðurskurð í opinberum rekstri frá árinu 2009 verður ekki lengra gengið nema að draga úr þjónustu. Þrátt fyrir þetta binda núverandi stjórnvöld enn vonir við að halda áfram að hagræða t.d. með sam- einingu stofnana. Minna ber hins vegar á pólitískri leiðsögn um forgangsröðun þjón- ustunnar sem borgararnir eiga að geta treyst á. Þetta hefur sett marga stjórnend- ur og starfsmenn opinberra stofnana í erfiða stöðu sem einkennist af vilja til að veita góða þjónustu án þess að hafa til þess nægan mannafla eða tækjabúnað. Slík staða getur haft í för með sér neikvæðar afleið- ingar sem sumstaðar eru farnar að koma fram. Við breytingar á opinberum rekstri er vænlegt til árangurs að leita upplýsinga og treysta þeim sem best til þekkja sem oft eru starfsmenn og stjórnendur. Þá er brýnt að íslensk stjórnvöld birti framtíðarsýn fyrir opinbera þjón- ustu og að talað sé af virðingu um það fólk sem þar starfar jafnt sem alla aðra. Virðing fyrir opinberri þjónustu KYNBUNDIÐ OFBELDI Stefán Máni rithöfundur ➜ Það væri bara óskandi að karlmenn átti sig á að þeir eru yfi rgangssamir og að frekja þeirra bitnar á öðrum. Sá freki á ekki að hafa for- gang, hans skoðanir eru ekki endilega réttar og hans aðferð ekki sú besta. VÍSINDI ➜ Þar er meðal annars gert ráð fyrir mikilli aukningu fjár til samkeppnissjóða. MENNING Arna Kristín Einarsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands ➜ Hljómsveitin starfaði auk þess með fjölda barna og ung- linga sem komu fram á tónleikum hennar. OPINBER ÞJÓNUSTA Magnús Guðmundsson formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana lÍs en ku ALPARNIR s www.alparnir.is GLERÁRGÖTU 32, AKUREYRI, SÍMI 461 7879 • KAUPVANGI 6, EGILSSTAÐIR, SÍMI 471 2525 • FAXAFENI 8, REYKJAVÍK, SÍMI 534 2727 Góð gæði Betra verð Góðar jólagjafi r Led-ljós, verð frá kr. 995 Hitabrúsar, verð frá kr. 3.500 Göngustafir, verð frá kr. 9.995 Húfur, verð frá kr. 5.995 Hanskar, verð f rá k r. 6 9. 95 MICROspikes keðjubroddar Tilboðsverð kr. 9.995 með geymslupoka Ennisbönd og höfuðklútar ýmsir litir, m erino ull og fleece, verð frá kr. 2.995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.