Fréttablaðið - 05.12.2013, Side 38

Fréttablaðið - 05.12.2013, Side 38
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 38TÍMAMÓT JÓLIN KOMA Grýla og Leppalúði hita upp fyrir jólasveinana í Þjóðminja- safninu á sunnudaginn með aðstoð Dr. Gunna. MYND: ÞJÓÐMINJASAFNIÐ Grýla og Leppalúði mæta í Þjóðminjasafnið á sunnudag- inn klukkan 14 eins og hefð er orðin fyrir í aðdraganda jóla. Í þetta sinn fá þau aðstoð góðra gesta því Dr. Gunni og vinir hans munu taka þátt í skemmtidagskránni með þeim. „Þetta er árviss upphitun fyrir heimsóknir jólasvein- anna sem byrja að vanda þann 12. desember,“ segir Ólöf Breiðfjörð, kynningarstjóri safnsins. „Þau Grýla og Leppalúði, sem eru á vegum Möguleikhússins, hafa haft þann háttinn á að fá til liðs við sig vinsæla skemmti- krafta fyrir börn og nú var röðin komin að Dr. Gunna. Þessi dagskrá er alltaf haldin helgina áður en jólasveinarnir byrja að heimsækja okkur og þetta er tíunda árið í röð sem þeir heiðra Þjóð- minjasafnið með nærveru sinni á aðventunni.“ Ólöf segir heimsóknir þeirra Grýlu, Leppa- lúða og jólasveinanna hafa notið mikilla vin- sælda þessi tíu ár og margar fjölskyldur hafi það sem fastan lið í jólaundirbúningnum að kíkja á þau í Þjóðminjasafninu að minnsta kosti einu sinni á aðventunni, margir oftar. „Það er orðin mjög rík hefð hjá mörgum að koma til okkar með börnin sín og það er að sjálfsögðu ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.“ fridrikab@frettabladid.is Dr. Gunni aðstoðar Grýlu og Leppalúða Jólaskemmtun Þjóðminjasafnsins verður haldin í tíunda sinn á sunnudaginn. Þar skemmta skötuhjúin Grýla og Leppalúði og í þetta sinn fá þau aðstoð frá Dr. Gunna og vinum hans. Margar fj ölskyldur líta á heimsókn í Þjóðminjasafnið sem fastan lið í jólaundirbúningi. AÐSTOÐARMAÐURINN Dr. Gunni er genginn í lið með Grýlu og Leppalúða. Fimmtudagur 12. desember kl. 11 Stekkjastaur Föstudagur 13. desember kl. 11 Giljagaur Laugardagur 14. desember kl. 11 Stúfur Sunnudagur 15. desember kl. 11 Þvörusleikir Mánudagur 16. desember kl. 11 Pottaskefill Þriðjudagur 17. desember kl. 11 Askasleikir Miðvikudagur 18. desember kl. 11 Hurðaskellir Fimmtudagur 19. desember kl. 1: Skyrgámur Föstudagur 20. desember kl. 11 Bjúgnakrækir Laugardagur 21. desember kl. 11 Gluggagægir Sunnudagur 22. desember kl. 11 Gáttaþefur Mánudagur 23. desember kl. 11 Ketkrókur Þriðjudagur 24. desember kl. 11 Kertasníkir Jólasveinaheimsóknir í Þjóðminjasafnið Bernd Ogrodnik sýnir brúðuleikritið Pönnukakan hennar Grýlu í Sólheima- safni í dag klukkan 17. Bernd Ogrodnik kemur hér með verk sem er unnið upp úr evrópskri þjóð- sögu sem flestir ættu að kannast við. Hann nýtur aðstoðar leikbrúða sem unnar eru úr tré, lifandi tónlistar og virkrar þátttöku áhorfenda. Sagan segir frá hugvitsamri pönnuköku sem nær að flýja steikarpönnu Grýlu með það fyrir augum að ferðast alla leið í arma Jesú litla og foreldra hans, sem dvelja svöng og köld í fjárhúsi í Betlehem. En á vegi hennar verða margir sem vilja sinn skerf af kökunni. - kjg Pönnukakan hennar Grýlu Bernd Ogrodnik sýnir brúðuleikrit í Sólheimasafni í dag. BRÚÐULEIKRIT Verkið er unnið upp úr evr- ópskri þjóðsögu sem flestir ættu að kannast við. Þökkum veitta samúð vegna andláts móður okkar, MARGRÉTAR HJARTARDÓTTUR til heimilis að Litlaholti á Flateyri, áður búsett á Ytri-Veðrará í Önundarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hlíf, FSÍ og vina hennar á Flateyri. Börn, tengdabörn, ömmu- og langömmubörn. Ástkær bróðir minn og mágur, EYVINDUR GARÐAR FRIÐGEIRSSON Grandavegi 39b, Reykjavík, lést þann 25. nóvember síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Neskirkju föstudaginn 6. desember kl. 13.00. Guðrún Friðgeirsdóttir Stefán Briem Látin er í Reykjavík, 19. nóvember, ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR til heimilis að Fróðengi 7. Útförin hefur farið fram. Jón Ásgeirsson og fjölskylda. Elskulegur unnusti minn, sonur og bróðir, RÍKHARÐUR KARLSSON Eyrarholti 7, Hafnarfirði, lést af slysförum þann 1. desember sl. Guðrún Edda Þórðardóttir Gestný Bjarnadóttir Karl J. Karlsson Kristófer, Kristinn, Sigurður, Hákon, Jóhann, Birgir, mágkonur og frændsystkini. Ástkær dóttir okkar, móðir og systir, BERGLIND HEIÐA GUÐMUNDSDÓTTIR lést af slysförum laugardaginn 30. nóvember. Bjarnheiður Einarsdóttir Guðmundur Sigursteinsson Bjarnheiður Ninja Sigmundsdóttir Sæunn Árný Sigmundsdóttir Kristján Már Hilmarsson Helga Nanna Guðmundsdóttir Veitingastaðurinn Munnharpan í tón- listarhúsinu Hörpu býður Íslendingum í jólaskapi upp á jóladjass þrjá síðustu laugardagana fyrir jól. Tónlistin mun hljóma frá klukkan 15 til 17 og er aðgang- ur ókeypis. Næstkomandi laugardag, þann 7. des- ember, stíga Snorri Sigurðarson tromp- etleikari, Karl Olgeirsson, sem spilar á Hammond-orgel, og Þorvaldur Þór Þor- valdsson trommari á svið og djassa upp jólalögin. Þann 14. desember tekur hið margreynda dúó Andreu Gylfadóttur og Eðvarðs Lárussonar við með söng og gítarleik; djassaðan, blúsaðan og jólalegan. Síðasta laugardaginn fyrir jól syngur svo Þór Breiðfjörð inn jólin. Söngleikjastjarnan syngur djössuð jólalög í góðum félags- skap, en með honum verða þeir Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og Jón Rafnsson á kontrabassa. - kjg Jóladjass í Hörpu á laugardögum Gestir og gangandi eiga kost á að heyra jólalögin í djössuðum og blúsuðum útsetningum í Hörpu. ANDREA GYLFADÓTTIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.