Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2013, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 05.12.2013, Qupperneq 74
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 74 „Við vorum búnir að gera lagið Lúkas Geir og okkur langaði að finna upp á einhverju nýju og snið- ugu. Okkur fannst fyndið og snið- ugt að gera danskt jólalag. Ég veit ekki af hverju. Það poppaði ein- hvern veginn upp í hugann,“ segir Oddur Þórisson en hann myndar hljómsveitina Svartabandið ásamt Degi Steini Baldurssyni, Hjalta Þór Nielsen, Sveini Rúnari Más- syni og Vilbergi Andra Pálssyni. Þeir eru allir í 9. bekk í Valhúsa- skóla nema Dagur Steinn sem er í 10. bekk í Hlíðaskóla. Þeir ákváðu að semja jólalagið Julefesten og gerðu myndband við lagið. „Lagið fjallar um fjölskyldu sem á ekki peninga fyrir jólaveislunni sinni. Það er frekar súr stemning á heimilinu sem endar í drama- tík,“ segir Oddur léttur í bragði en segir jafnframt að þeir félagarnir séu ekki mjög dramatískir. „Við kynntumst í lúðrasveitinni á Seltjarnarnesi og erum búnir að þekkjast í þrjú ár. Við erum allir í tónlistarnámi. Við Dagur æfum á trompet, Vilberg æfir á kontra- bassa, Sveinn æfir á altosaxófón og Hjalti æfir á tenórsaxófón,“ segir Oddur. Þeir hjálpuðust að við að semja Julefesten og tóku mynd- bandið og hljóð upp sjálfir. „Við erum ekki alslæmir í dönsku en foreldrar okkar hjálp- uðu okkur við að fara yfir textann. Allir nemendur og kennarar í Val- húsaskóla hafa horft á myndband- ið og dönskukennarinn er sérstak- lega sáttur,“ segir Oddur. „Fyrra lagið sem við gerðum, Lúkas Geir, fjallar ekki um hund- inn Lúkas – það misskilja það margir. Hugmyndin að því kvikn- aði á lúðrasveitaræfingu. Ég byrj- aði að spila á píanó og einn af okkur söng fyrstu línuna í laginu upp úr þurru. Þremur mánuðum síðar ákváðum við að búa til heilt lag en textinn er algjört rugl. Við ákváðum að skíra hljómsveitina Svartabandið því það voru stelpur með okkur í lúðrasveit sem mynd- uðu hljómsveitina Bleikabandið. Okkur fannst það mjög fyndið.“ Varðandi framtíðina segir Oddur hana óráðna. „Við ætlum að halda áfram að búa til lög saman um ókomna tíð. Það er ekki alveg víst hvað næsta lag verður en það gæti orðið ein- hver sumarsmellur. Ég veit ekki hvort við semjum á öðru tungu- máli aftur, við erum ekki svo fróð- ir í öðrum tungumálum en kannski ensku.“ liljakatrin@frettabladid.is Danskt drama um jól Fimm vinir í 9. og 10. bekk tóku sig saman og sömdu jólalag á dönsku. Þeir kalla sig Svartabandið og aldrei að vita nema næsta lag frá þeim verði sumarsmellur. UPPÁTÆKJA- SAMIR Strákunum leiðist ekki og þeir finna alltaf upp á einhverju nýju til að taka sér fyrir hendur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Við erum ekki al- slæmir í dönsku en for- eldrar okkar hjálpuðu okkur við að fara yfir textann. Oddur Þórisson „Meðal fyrirlesara verða Sheryl Sandberg, yfirmaður hjá Face- book og höfundur bókarinnar Lean In,“ segir Bryndís Jónatans- dóttir, einn aðstandenda TEDx- Reykjavík, en í kvöld mun TEDx- Reykjavík í samstarfi við Bíó Paradís bjóða upp á beina útsend- ingu frá TEDWomen-ráðstefn- unni sem haldin er í San Fran- cisco. Dagskráin hefst klukkan 17.00. „Þetta er þriðja árið í röð sem TEDWomen-ráðstefnan er haldin og áherslan í ár er á uppfinning- ar. Allt frá nýjustu tækniframför- um yfir í hvernig finna má nýjar leiðir til að uppræta fátækt,“ segir Bryndís jafnframt. TEDWomen er hluti af TED, samtökum sem hafa það að markmiði að færa saman helstu hugsuði okkar tíma og breiða út nýjar hugmyndir sem geta breytt heiminum, enda er slag- orð samtakanna „Ideas Worth Spreading“. TEDx -ráðstefnur eru haldnar út um allan heim og verður hin íslenska TEDx- Reykjavík haldin í þriðja sinn í maí á næsta ári. „Fyrir útsendinguna mun GreenQloud bjóða upp á viðburð í Bíó Paradís í tengslum við frum- kvæðið Konur í tækni. Viðburð- urinn er opinn öllum og við hvetj- um sem flesta til að mæta,“ segir Sheryl Sandberg í Bíó Paradís Bein útsending verður frá TEDWomen-ráðstefnunni í Bíó Paradís í kvöld. BÝÐUR Í BÍÓ PARADÍS Bryndís Jónatans - dóttir er einn aðstandenda TEDxReykja- vík. MYND/ SIGRÍÐUR ÁSA JÚLÍUSDÓTTIR Gulrótarkarrísúpan á Café Dix í Kópavogi er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Hún hitar kroppinn eins og dúnúlpa. Einnig býður Garðurinn við Klapparstíg alltaf upp á góðar grænmetissúpur með brauði og hummus. Jónína Leósdóttir rithöfundur BESTI BITINN Tökur á norskri auglýsingu hafa staðið yfir í Reykjavík í vikunni en það er framleiðslufyrirtækið True North sem aðstoðar tökuliðið á Íslandi. Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri True North, má ekki tjá sig um auglýsinguna að öðru leyti en að hún sé fyrir norska aðila. Heimildir Fréttablaðsins herma að leikstjóri auglýsingarinnar sé hinn sænski Andreas Nilsson, sá hinn sami og leikstýrði hasarhetj- unni Jean-Claude Van Damme í nýju Volvo-auglýsingunni sem hefur farið eins og eldur um sinu um int- ernetið. Andreas þessi hefur einn- ig leikstýrt myndböndum fyrir tón- listarmenn á borð við Miike Snow, MGMT, Röyksopp, The Knife og Peter, Björn & John. - lkg Sænsk stjarna á landinu True North aðstoðar tökulið norskrar auglýsingar. Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi, heldur út fyrir landsteinana með sýn- inguna sína Laddi lengir lífið, í febrúar á næsta ári. „Ég mun fara til Danmerkur og Noregs og skemmta brottfluttum Íslendingum. Það er svolítið síðan ég fór síðast, það var í tengslum við sýninguna Laddi 6-tugur,“ segir leikarinn góðkunni. Segja má að hann kveðji Reykvíkinga í dag, þegar hann heldur sína síð- ustu sýningu í Hörpunni klukk- an 20. „Ég fer svo norður á Akureyri í byrjun febrúar og þaðan út. Þannig að ef fólk missir af mér í dag, verður það að elta mig þang- að,“ segir Laddi glaðbeittur. Sýn- ingin, sem er í leikstjórn Sigurð- ar Sigurjónssonar eftir handriti Karls Ágústs Úlfssonar, hefur verið vel sótt að sögn Ladda. „Það hefur alltaf verið fullt hús. Ég er mjög sáttur með viðtökurnar.“ Á döfinni hjá Ladda eru upptökur á Spaugstofunni en síðan fær hann sjaldgæft jólafrí. „Ég hef ekki oft fengið jólafrí, þannig að þetta er kærkomið,“ segir Laddi. - kak Laddi fer út fyrir landsteinana Laddi heldur í dag sína síðustu sýningu fyrir Reykvíkinga, nema þeir elti hann. SÍÐASTA SÝNINGIN Laddi heldur síðustu sýninguna í kvöld klukkan 20 í Hörpunni. „STÓR- SKEMMTILEG BÓK FYRIR STRÁKA.“ ARI ELDJÁRN, GRÍNISTI „HRIKALEGA SKEMMTILEG OG GAGNLEG BÓK!“ ARON PÁLMAR SSON, HANDBOLTAS TRÁKUR 3. SÆTIEYMUNDSSON METSÖLULISTI 27.11-3.12BARNA- OG UNGLINGABÆKUR Þetta er þriðja árið í röð sem TEDWomen-ráð- stefnan er haldin og áhersl- an í ár er á uppfinningar. FAGMAÐUR Van Damme fer á kostum í auglýsingu fyrir Volvo.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.