Fréttablaðið - 05.12.2013, Side 90

Fréttablaðið - 05.12.2013, Side 90
JÓLAUN Sagt er frá matreiðslumeistaranum Árna Ólafi Jónssyni, sem yfirgaf stórborgarlífið í New York og settist að í sveitinni, í þáttaröðinni Hið blómlega bú. Þættirnir hittu beint í mark hjá áskrifendum Stöðvar 2 sl. sumar og núna er komin ný þáttaröð sem ber yfirskriftina Hátíð í bæ. Fyrsti þáttur var á dagskrá sl. sunnudagskvöld en alls verða þættirnir sex og Árni Ólafur á eftir að fylgja áhorfendum inn í nýtt ár. „Við höldum áfram þar sem frá var horfið og vinnum úr hráefninu sem varð til hjá okkur síðasta sumar, nýtum grænmetið og gerum osta og bökum. Hægt og bítandi verða þættirnir jólalegri hjá okkur en eftir áramótin verða uppskriftirnar aftur hefðbundnari,“ segir borgarbarnið Árni Ólafur sem heillaðist upp úr skónum af lífinu í sveitinni við gerð þáttanna Hið blómlega bú. „Ég er búinn að læra helling, ekki bara hvernig búa á til sjónvarpsþætti heldur á lífið í sveitinni. Stemmingin í sveitinni er svo heillandi. Ég gæti alveg fundið bóndann í mér. Þar hjálpast allir að og mér fannst yndislegt að hitta allt fólkið og sjá hversu fjölbreytt mannlífið er og hve mikil gróska er í framleiðslu á úrvals hráefni.“ HÁTÍÐ Í BÆ MEÐ ÁRNA ÓLAFI MEÐ RIKKU Á STÖÐ 2 Friðrika Hjördís Geirs- dóttir mun leggja sitt af mörkum við að koma áhorfendum Stöðvar 2 í sannkallað hátíðarskap en fimmtu daginn 5. desember hefjast sýningar á splunkunýjum þáttum um jóla- og áramótaundirbúninginn. „Ég mun fá til mín góða gesti og fjalla um ýmislegt sem tengist jólaundirbúningnum. Við munum meðal annars búa til aðventukrans og elda jólamat. Má þar nefna hnetusteik, nautasteik og kalkún. Við munum líka skreyta jólatré og fjalla um umhirðu þeirra. Áhorfendur munu einnig fylgjast með því hvernig piparkökuhús er saman sett og hvernig má skreyta það með auðveldum hætti. Þá komum við til með að heimsækja Árbæjarsafn og kynna okkur gamlar jólahefðir, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Friðrika. Alls verða þættirnir fjórir og fyrstu þrír munu tengjast jólunum en síðasti þátturinn, sem verður á dagskrá 26. desem ber, verður helgaður áramótunum. HIÐ BLÓMLEGA BÚ - HÁTÍÐ Í BÆ SUNNUDAGA KL. 19.55 250 g hveiti ½ tsk. matarsódi 200 g smjör, skorið í teninga 150 g púðursykur 100 g strásykur 1 tsk. salt 2 tsk. vanilludropar 1 stórt egg 1 stór eggjarauða 200 g suðusúkkulaði (2 plötur), grófsaxað 50 g valhnetur, ristaðar og grófsaxaðar 1 Forhitið ofninn í 200°C. Setjið hveitið í litla skál og hrærið matarsódann saman við. Bræðið 150 grömm af smjörinu yfir miðlungsháum hita. Hringsnúið pönnunni af og til og strjúkið botninn með sleikju. Hitið smjörið þar til mjólkurþurrefnin í smjörinu eru orðin brún og smjörið ilmar eins og heslihnetur, það tekur um 3 mínútur. Hellið smjörinu í stóra skál og náið restinni úr pönnunni með sleikju. Bætið því sem eftir er af óbráðna smjörinu (50 grömmum) út í heitt bráðið smjörið og hrærið í þar til það er algjörlega bráðið. 2 Bætið púðursykri, strásykri, salti og vanilludropum út í smjörið og hrærið þar til blandan er orðin einsleit. Bætið þá við egginu og eggjarauðunni, hrærið í hálfa mínútu og látið blönduna standa í um 15 mínútur. Hrærið að lokum aftur í hálfa mínútu eða þar til blandan er orðin að þykkri, sléttri og gljáandi karamellu. 3 Bætið hveitinu með matar-sódanum, öllu í einu, út í kara- melluna og hrærið í deiginu með sleif þar til karamellan hefur tekið allt hveitið í sig. Hrærið að lokum söxuðu súkkulaði og söxuðum ristuðum valhnetum saman við. 4 Mótið deigið í kúlur sem eru um 1 matskeið hver og raðið með 5 sentímetra millibili á smjörpappírs- lagða bökunarplötu. Bakið smá- kökurnar í 10-15 mínútur eða þar til þær eru gullinbrúnar, jaðrarnir orðnir stökkir en miðjan enn nokkuð mjúk. Raðið heitum súkkulaðibitakökunum á grind og reynið að láta þær kólna alveg – það er næsta ómögulegt! SÚKKULAÐIBITAKÖKUR AÐ HÆTTI ÁRNA ÓLAFS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.