Fréttablaðið - 05.12.2013, Side 91

Fréttablaðið - 05.12.2013, Side 91
NDIRBÚNINGURINN MEÐ RIKKU Á STÖÐ 2 Súkkulaði- og kókossmákökur 25 stykki 200 g mjúkt smjör 100 g sykur 280 g hveiti ¼ tsk. lyftiduft ½ tsk. salt 2 msk. mjólk ½ tsk. vanilludropar Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið þurrefnunum smám saman út í og hrærið. Hellið að lokum mjólkinni og vanilludropunum saman við og hrærið. Hnoðið deigið saman í kúlu, pakkið inn í plastfilmu og kælið í klukkustund. Hitið ofninn í 180°C. Fletjið deigið út, u.þ.b. 0,5 cm þykkt, á hveitistráða borðplötu og skerið út kringlóttar smákökur, u.þ.b. 3 cm í þvermál. Raðið kökunum á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið í 10-12 mínútur eða þar til að kökurnar eru orðnar gullinbrúnar á lit. Kælið. Kókostoppur: 150 g kókosmjöl 10 stk. mjúkar karamellur 3 msk. mjólk ¼ tsk. salt 200 g dökkt súkkulaði, saxað Stráið kókosmjölinu á ofnplötu og ristið í 8-10 mínútur í 180°C heitum ofni. Bræðið karamellurnar í mjólkinni og bætið saltinu saman við. Hrærið kókosmjölið saman við, hrærið og smyrjið blöndunni ofan á kexkökurnar. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og sprautið yfir kókosinn. HÁTÍÐARSTUND MEÐ RIKKU FIMMTUDAGA KL. 20.15 Sindri Sindrason er jólastrákur og býður áhorf endum Stöðvar 2 í jólaheimsókn á aðventunni. Í næsta þætti skoðar hann fallegt jólaheimili á Flúðum. „Ég heimsæki jólahús Kolfinnu Guð- munds dóttur, eiginkonu Hlöðvers Sigurðssonar, en þau hjónin stofnuðu Hlölla báta. Húsið er á Flúðum og Kolfinna skreytir það hátt og lágt í nóvember. Í húsinu er gestaálma þar sem dætur þeirra þrjár eiga hver sitt „hótel“- herbergið með sér baðherbergi. Þar er auk þess leikherbergi með billjard borði, poppvél og alls kyns leikföngum. Kolfinna er búin að setja upp jólatré en hún kom okkur skemmtilega á óvart,“ segir Sindri sem hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð við þáttunum. „Við höfum fengið að heimsækja marga fagurkera en ég fæ fjölda ábendinga um falleg heimili.“ Sindri segist vera brjálæðislega mikið jólabarn. „Ég skreyti mikið innandyra en minna að utan. Um mánaðamótin set ég upp jólatré og skreyti húsið. Ég vil síðan taka allt niður 1. janúar. Þá eru jólin búin hjá mér. Uppáhaldstíminn minn er Þorláksmessukvöld. Að fara upp og niður Laugaveginn, kaupa síðustu gjöfina, drekka heitt súkkulaði og hafa það notalegt, enda allt orðið fínt heima. Öll fjölskylda mín býr í næsta nágrenni við mig og það er mikill samgangur um jólin.“ JÓLIN HEILSA HJÁ SINDRA MIÐVIKUDAGA KL. 20.10 JÓLIN HEILSA HJÁ SINDRA Saltaðar karamellusmákökur 20 stykki 250 g dökkt súkkulaði, saxað 3 msk. smjör 2 egg 120 g sykur 1 tsk. vanilludropar 60 g hveiti ¼ tsk. lyftiduft Hitið ofninn í 200°C. Bræðið helminginn af súkkulaðinu ásamt smjörinu yfir vatnsbaði. Hrærið egg, sykur og vanilludropa saman þar til að blandan verður ljós og létt. Bætið hveiti, lyftidufti, bræddu súkkulaði- blöndunni og afganginum af súkkulaðinu saman við og hrærið saman. Mótið litlar kúlur með teskeið og raðið á smjör- pappírsklædda ofnplötu og bakið í 8–10 mínútur. Kælið. Krem: 250 g smjör 500 g flórsykur ¼ tsk. salt 85 g tilbúin karamella Hrærið smjörið upp og bætið flórsykrinum smám saman út í ásamt saltinu. Hrærið karamellunni saman við og smyrjið kreminu á milli smákakanna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.