Fréttablaðið - 05.12.2013, Side 98

Fréttablaðið - 05.12.2013, Side 98
Argo Annar í jólum Stöð 2 kl. 21.20 Frábær mynd sem hlaut Óskarsverðlaunin fyrr á þessu ári sem besta myndin auk þess sem hún hlaut verðlaun fyrir handritið og klippingu. Alls var myndin tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna. Myndin gerist árið 1980 þegar bylting var gerð í Íran og starfs- menn bandaríska sendiráðsins voru teknir í gíslingu. Lítill hópur náði að læðast út og leita skjóls í kanadíska sendiherrabú- staðnum og bandarísk yfi rvöld þurftu að beita frumlegum aðferðum til að frelsa hópinn. Leikstjóri myndarinnar er Ben Af- fl eck sem einnig leikur aðalhlutverkið. DAGSKRÁIN 22. – 28. DESEMBER SUNNUDAGUR 22. DESEMBER ÞORLÁKSMESSA 23. DESEMBER AÐFANGADAGUR 24. DESEMBER Homeland (12:12) Stöð 2 kl. 21.40 Það er komið að æsispennandi lokaþætti í þriðju þáttaröð og það má búast við mikilli dramatík. Okkar menn í Havana Stöð 2 kl. 19.10 Skemmtileg heimildarmynd þar sem fylgst er með Sigurði Guð- mundssyni og Memfismafíunni vinna að gerð plötunnar Okkar menn í Havana. Hið blómlega bú (4:6) Stöð 2 kl. 19.50 Árni reytir endurnar og býr til anda-confit. Mjólkurkýrin Mjallhvít er sett í jólabaðið og þegar heim í eldhúsið er komið útbýr Árni jólaísinn. Óupplýst lögreglumál (5:6) Stöð 2 kl. 20.25 Helga Arnardóttir fjallar um þrjá stóra bruna í Vestmannaeyjum sem enn eru óupplýstir en grunur leikur á íkveikju í öllum málunum. Love Happens Bíóstöðin kl. 13.25 og 20.10 Rómantísk mynd með Aaron Eckhart og Jennifer Aniston í aðalhlutverkum. Ævintýri Samma Krakkastöðin kl. 19.00 Skemmtileg teiknimynd um skjaldbökuna Samma sem lendir í ótrúlegum ævintýrum. HM í handbolta kvenna Stöð 2 Sport kl. 16.05 Bein útsending frá úrslita- leiknum á HM í handbolta kvenna í Serbíu. Beint frá messa Gullstöðin kl. 20.50 Tónleikaröð í umsjá Bubba Morthens þar sem valinkunnir tónlistarmenn halda tónleika í messa skipa. Arsenal – Chelsea Stöð 2 Sport 2 kl. 19.50 Bein útsending frá toppleiknum í ensku úrvalsdeildinni þar sem nágrannaliðin Arsenal og Chelsea eigast við. National Lampoon’s Christmas Vacation Stöð 2 kl. 20.55 Alvörujólamynd þar sem Chevy Chase leikur fjölskylduföðurinn Clark Griswold en það eina sem hann dýrkar meira en ferðalög með fjölskyldunni er að halda jólin hátíðleg í faðmi hennar. Jólalög Loga Stöð 2 kl. 22.30 Skemmtileg og þægileg jóla- tónlist sem flutt hefur verið í jólaþáttum Loga Bergmanns á undanförnum árum. The Mindy Project (15:24) Stöð 3 kl. 20.05 Gamanþáttaröð um konu sem er í góðu starfi en gengur illa að fóta sig í ástarlífinu. The Notebook Bíóstöðin kl. 14.10 og 19.55 Eldheit og sígild ástarsaga um forboðið ástarævintýri milli tveggja ungmenna sem fella hugi saman gegn vilja foreldra sinna. Aðalhlutverkin leika Rachel McAdams og Ryan Gosling. There’s Something About Mary Bíóstöðin kl. 22.00 og 03.45 Ærslafull gamanmynd með Cameron Diaz, Ben Stiller og Matt Dillon. Ted Stroehmann á erfitt með að gleyma hinni þokkafullu Mary og ræður einkaspæjara til þess að hafa uppi á stúlkunni. Artúr bjargar jólunum Stöð 2 kl. 08.45 Einstaklega skemmtileg jólamynd með íslensku tali. Jólin eru komin en vegna mistaka fær eitt barnið ekki jólagjöfina sína. Artúr er yngsti sonur jólasveinsins og hann er staðráðinn í að bjarga málunum með öllum tiltækum ráðum. Aftansöngur í Grafarvogskirkju Stöð 2 kl. 18.00 Bein útsending frá aftansöng í Grafarvogskirkju. Jólatónleikar með KK og Ellen Stöð 2 kl. 19.05 Upptaka frá einstökum jólatónleikum sem systkinin KK og Ellen héldu í Eldborg í fyrra. Góðir gestir koma fram á tónleikunum og má þar nefna Mugison, Magnús Eiríksson, Elínu Ey og Pikknikk. A Christmas Carol Stöð 2 kl. 20.35 Hugljúf kvikmynd byggð á klassískri sögu eftir Charles Dickens. Jólin eru á næsta leiti en nískupúkinn Ebenezer Scrooge lætur sér fátt um finnast. The Holiday Bíóstöðin kl. 13.30 og 19.45 Rómantísk og jólaleg gaman- mynd með stórleikurunum Jude Law, Cameron Diaz og Kate Winslet í aðalhlutverkum. The Bridges of Madison County Bíóstöðin kl. 22.00 og 04.25 Rómantísk mynd um ástar- samband ljósmyndara og giftrar sveitakonu. Clint Eastwood og Meryl Streep í aðalhlutverkum. Ísöld: Heimsálfuhopp Krakkastöðin kl. 19.00 Frábær teiknimynd um þá Manna, Dýra og Lúlla sem verða strandaglópar á borgarísjaka sem ber þá langt frá heimkynnum sínum. JÓLADAGUR 25. DESEMBER Life Of Pi Stöð 2 kl. 20.25 Einstök mynd frá leikstjóranum Ang Lee um ungan mann sem kemst lífs af eftir að skipið sem hann er á sekkur. Hann myndar óvænt samband við tígrisdýr sem einnig lifir slysið af. Þetta er ein allra besta mynd síðari ára. Fuglaborgin Stöð 2 kl. 09.00 Stórskemmtileg teiknimynd með íslensku tali. Ungur fálki sem hefur alist upp í einangruðu umhverfi fær nóg af einsemdinni og ferðast til fuglaborgarinnar Zambezíu. En þegar mikil ógn steðjar að borginni skilst honum að eina leiðin sem vert er að lifa lífinu eftir er í samfélagi við aðra fugla. Argo Stöð 2 annan í jólum kl. 21.30 Frábær mynd sem hlaut Óskarsverðlaunin fyrr á þessu ári sem besta myndin auk þess sem hún hlaut verðlaun fyrir handrit og klippingu. Alls var myndin tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna. Myndin gerist árið 1980 þegar bylting var gerð í Íran og starfsmenn bandaríska sendiráðsins voru teknir í gíslingu. Lítill hópur náði að læðast út og leita skjóls í kanadíska sendiherrabústaðnum og bandarísk yfi rvöld þurftu að beita frumlegum aðferðum til að frelsa hópinn. Leikstjóri myndarinnar er Ben Affl eck sem einnig leikur aðalhlutverkið. Algjör Sveppi og töfraskápurinn Stöð 2 kl. 18.55 Stórskemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna um félagana Sveppa, Villa og Góa sem lenda í sínu stærsta ævintýri til þessa. Take Me Home Tonight Stöð 3 kl. 23.05 Skemmtileg gamanmynd um dúxinn í framhaldsskóla sem fær eitt brjálað tækifæri til viðbótar nokkrum árum eftir útskrift til að heilla vinsælustu stúlkuna í skólanum. Með aðal hlutverk fara Topher Grace og Anna Faris. One Fine Day Bíóstöðin kl. 13.10 og 20.10 Rómantísk gamanmynd með Michelle Pfeiffer og George Clooney í aðalhlutverkum. Hún fjallar um einstæða móður og fráskilinn blaðamann sem eiga síst von á því að verða ástfangin en ástin fer sínar eigin leiðir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.