Fréttablaðið - 16.12.2013, Side 18

Fréttablaðið - 16.12.2013, Side 18
16. desember 2013 MÁNUDAGUR| SKOÐUN | 18 JÓLAGJÖF SEM ALLIR GETA NOTAÐ Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er. Þú velur fjárhæðina, þiggjandinn velur gjöfina. Gjafakortið fæst í öllum útibúum Arion banka. – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 ellingsen.is Munið gjafabréfi n! TILBOÐS- VERÐ 99.900 KR. VERÐ ÁÐUR 139 .900 KR. UPPLÝSINGAR Litur: Svartur, rauður, og blár Hámarksþyngd: 125 kg Hleðslutími: 6–8 tímar Hámarkshraði: 25 km/klst. Bremsur: Skálabremsur Gírar: Einn gír, 350W Fjöðrun: Vökvademparar T R A F F I C O RAF- SKUTLA TILBOÐSVERÐ99.900 KR.VERÐ ÁÐUR 139.900 KR. TILBOÐSVERÐ99.900 KR.VERÐ ÁÐUR 139.900 KR. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 3 3 4 6 3 Kæri Pawel Goðsagnavera eða ekki, jólasveinarnir þrettán eru hluti af menningu okkar Íslendinga og það að fá í skóinn hefur verið fastur punktur í uppvexti okkar flestra. Fyrir því má alveg bera virðingu og það er ekki þitt að til- kynna börnum þessa lands að jólasveinninn sé ekki raunverulegur í dagblaði sem fer inn á öll heimili. Af einhverjum ástæð- um hafa þó sumir jólasveinar lent á villigötum þegar kemur að því að færa börnum gjafir í skóinn. Ástæðurnar geta verið margar. Kannski eru einhverjir með samviskubit vegna skorts á samverustundum með börnum sínum vegna vinnu eða annarra aðstæðna. Kannski hafa þeir sem eru ríkari en aðrir ekki áttað sig á að þetta er ekki besti vettvangurinn til að gefa dýrar gjafir. Tilmæli um að jólasveinninn stilli skógjöfum í hóf eru ekki sett fram vegna þess að eng- inn má vera betri en annar eða fá meira en annar. Sá veruleiki blasir við börnum alla daga í daglegu lífi. Þetta eru heldur ekki nornaveiðar eða árás á þá sem hafa efni á að gefa dýrar gjafir heldur ósk til jólasveins- ins um að þau börn sem trúa á hann í einlægni, og það gera þau mörg, þurfi ekki að upplifa að einnig á þessum vettvangi þurfi þau að upplifa mismun- un. Einungis er verið að benda jólasveininum á að nota ekki skógjafir til að gera upp á milli barna. Dýrari gjafir má gefa við önnur tækifæri. Sjö ára sonur minn trúir á jólasveininn. Hann vaknar fyrir allar aldir uppfullur af spenn- ingi og kíkir í skóinn. Litir, smá- dót, mandarínur, sælgæti, allt er þetta jafn vel þegið. Þessi tími er þrunginn eftirvæntingu og gleði og lítill kútur fer snemma í háttinn, í sínu rúmi, og vakn- ar snemma afþví að þetta er allt svo spennandi. Það er ekki þitt eða mitt að taka það af honum. Litlir drengir eða stúlkur sem leika saman glöð að degi og haga sér jafn vel eiga ekki að þurfa að draga gjörðir jólasveinsins í efa að morgni. Þess vegna biðjum við jólasveininn að stilla verð- mæti skógjafa í hóf. Með góðri jólakveðju. Af jólasveinum (svarbréf) SAMFÉLAGS- MÁL Bryndís Jónsdóttir þriggja barna móðir og fram- kvæmdastjóri SAMFOK Vandinn í íslensku háskólasamfélagi er ekki fjöldi starfsstöðva á háskólastigi, vandamálið er skortur á rými fyrir virka og skapandi hugsun innan háskólastofnana og lítil samvinna milli þeirra og jafnvel á milli deilda innan sömu stofnunar. Það er úrelt stofnana- skipulag sem einkennir íslenska háskóla. Skipu- lagið viðheldur deildar- múrum sem veita skjól þar sem hægt er að ala á sérhagsmunum sem hefta sam- skipti við þá sem standa utan þeirra. Múrarnir virðast vera á milli háskólastofnana ekki síður en innan þeirra. Stjórnvöld hafa nú þegar skipt íslenska háskólasamfélaginu í tvennt með því að stofna net opin- berra háskóla og sett fjármagn í sjóð þeim til handa. Í þennan sjóð má sækja styrki til þess að þróa kennslu og efla gæðamál innan opinberu skólanna. Sjálfstæðu skólarnir geta aðeins sótt um í samstarfi við opinbera skóla. Hvatinn til samstarfs við skóla utan opinbera netsins er því eng- inn því skilaboð stjórnvalda eru að opinberir skólar skuli þróa samstarf sín á milli. Al l ir íslenskir háskólar þurfa að fylgja sömu lögum og reglum um gæðaeftirlit. Allir háskólarnir þurfa að skilgreina námsbrautir sínar út frá sömu viðmiðum sem gefin eru út af mennta- og menningarmálaráðu- neytinu. Margir háskólakennarar kenna í fleiri en einum háskóla, innan opinbera netsins og í sjálf- stæðu skólunum. Háðir samfélaginu Háskólarnir eru háðir samfé- laginu og stefnu yfirvalda á sama tíma og yfirvöld og sam- félagið leggja miklar skyldur á háskólana til þess að efla sam- félagið. En niðurskurður á fjár- framlögum til háskóla heggur einmitt í und háskólasamfélags- ins að því leyti að með niður- skurðinum er verið að draga úr getu þess til að starfa af full- um krafti að uppbyggingu sam- félagsins, hvort sem það er í gegnum rannsóknir, kennslu eða samstarfsverkefni. Íslenska háskólasamfélagið er mjög ungt á alþjóðlegan mæli- kvarða og er í þeim sporum að þurfa að fóta sig og vera sam- keppnishæft á alþjóðlegum vettvangi. Íslenska háskóla- samfélagið samanstendur af sjö háskólum en auk þeirra má finna háskólasetur og háskólafélög ásamt rannsóknasetrum víða um land. Samstarfsnet símennt- unarmiðstöðva og tengsl þeirra við háskólana og rannsóknasetur liggja víða. Íslenska háskólasamfélagið getur verið samkeppnishæft og gildur þátttakandi á alþjóðleg- um vettvangi með því að tefla fram sterkum háskólum í sam- eiginlegu þekkingarneti sem er knúið áfram af virkri og skap- andi hugsun og teygir sig milli fræðasviða og stofnana. Þekk- ingarnet sem nýtir rannsóknir í landinu og þann mannauð sem háskólar búa yfir í dag til þess að móta háskólanám og náms- aðstöðu á heimsmælikvarða. En til þess þarf að móta raunveru- lega stefnu íslenska háskóla- samfélaginu til handa og stjórn- völd verða að skuldbinda sig til þátttöku í þeirri nýju framtíðar- sýn. Engar haldbærar upplýsing- ar virðast vera til sem benda til að sameining stofnana eða sam- vinna milli þeirra til að spara rekstrarkostnað muni skila sér í meiri gæðum náms og rannsókna, samt er það mantran sem kyrjuð er í öllum hornum. Það þarf að auka flæði milli fræðasviða og opna háskóla- samfélagið á þann hátt að hug- myndir úr grasrót og samfélagi eigi greiða leið inn í skólana. Þannig væri hægt að gera íslenska háskóla að virkum og skapandi þekkingarsamfélögum sem starfa í þekkingarneti sem þjónar þörfum samfélags og ein- staklinga til framtíðar. Framsýni og kjarkur ætti að einkenna komandi tíma í mennta- málum landsins og þar geta virk- ir og vel tengdir háskólar stuðlað að sköpun og miðlun þekkingar og hæfni sem nýtist við framtíðar- áskoranir. Metnaðarleysi stjórn- valda og kerfislægar hindranir eiga því ekki að stjórna því hvern- ig framtíð íslenska háskólasam- félagsins mótast. Úrelt stofnana- skipulag einkennir íslenska háskóla MENNTUN Signý Óskarsdóttir framkvæmd astjóri kennslu og þjón- ustu við Háskólann á Bifröst ➜ Þetta eru ekki nornaveiðar eða árás á þá sem hafa efni á að gefa dýrar gjafi r heldur ósk til jólasveinsins um að þau börn sem trúa á hann í einlægni, og það gera þau mörg, þurfi ekki að upplifa að einnig á þessum vettvangi þurfi þau að upplifa mismunun. ➜ Það þarf að auka fl æði milli fræðasviða og opna háskólasamfélagið á þann hátt að hug- myndir úr grasrót og samfélagi eigi greiða leið inn í skólana.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.