Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2013, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 16.12.2013, Qupperneq 22
FÓLK|HEIMILI FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir NOTAR MIKIÐ „Núorðið nota ég spjald- tölvuna miklu meira en hefðbundna tölvu. Ég er miklu fljótari að skipta milli forrita og fara úr einu í annað,“ segir Örn Ingimundarson. MYND/STEFÁN Spjaldtölvur hafa náð mikilli út-breiðslu um allan heim og er Ísland þar engin undantekning. Börn, unglingar og foreldrar þeirra hafa notað þær undanfarin ár og nú eru afar og ömmur að stíga sín fyrstu skref í notkun þessara skemmtilegu tækja. Spjaldtölvan er sérstaklega heppileg- ur kostur fyrir þennan aldurshóp enda afar einföld og þægileg í notkun. Það er einnig hægt er að nota hana hvar sem er á heimilinu eða kippa henni með þeg- ar farið er út úr húsi. Einn úr þessum aldurshópi sem á spjaldtölvu og er að fikra sig áfram í notkun hennar er Örn Ingimundarson, fyrrverandi skipstjóri, en eiginkona hans, Erla Hallgrímsdóttir, gaf honum iPad spjaldtölvu í jólagjöf á síðasta ári. „Ég kunni auðvitað ekkert á gripinn í upphafi. Síðan þegar styttist í brottför okkar til Kanaríeyja langaði mig nú að vita betur hvað ég hafði í höndun- um svo ég hefði gagn af spjaldtölvunni. Ég vildi læra t.d. hvernig ég gæti hlust- að á útvarpið í henni og lesið Moggann minn og auðvitað ýmislegt fleira.“ FÉKK EINKAKENNSLU Örn lagði leið sína í Árskóga í neðra Breiðholti þar sem félagsstarf eldri borgara fer fram. Þar hugðist hann leita sér aðstoðar vegna spjaldtölvunnar og var svo heppinn að fá einkakennslu. „Ég var svo heppinn að hitta á ungan mann sem starfaði þar tímabundið við ýmis tölvu- og tæknimál. Þetta var mikið tölvu- gúrú sem tók mig í einkatíma og kenndi mér margt gagnlegt. Þessi kennsla hjálpaði mér að komast af stað og nú vill maður bara læra meira og meira. Reyndar segja blessuð barnabörnin mín að maður eigi bara að fikta nógu mikið en á þessum aldri er maður kannski ekki alveg tilbúinn til þess,“ segir Örn sem er 75 ára gamall. Í dag notar Örn spjaldtölvuna til ýmissa hluta. Hann les dagblöðin og tölvupóstinn og notar hana í banka- viðskiptum. „Svo er dóttursonur minn flugmaður og ég hef sett inn flugradar- inn inn á spjaldtölvuna. Þannig get ég fylgst með honum, séð hvenær hann er í loftinu og hvar hann er staddur hverju sinni. Auk þess fylgist ég með skipaum- ferð enda gamall skipstjóri. Núorðið nota ég spjaldtölvuna miklu meira en hefðbundna tölvu. Ég er miklu fljótari að skipta milli forrita og fara úr einu í annað. Enn sem komið er horfi ég ekki á bíómyndir og spila ekki heldur tölvu- leiki. Svo nota ég ekki Facebook, það eru alveg hreinar línur.“ HÁLFGERÐ HEBRESKA Hann segir misjafnt hvar jafnaldrar hans eru staddir þegar kemur að notkun spjaldtölva. „Ég fer í sund daglega. Þegar við spjöllum saman í pottinum og ég seg- ist hafa lesið eitthvað í spjaldtölvunni skilja sumir hvað ég á við en fyrir öðrum er þetta eins og hebreska.“ Örn stefnir á að læra enn frekar á spjaldtölvuna sína á næstunni og segist fara á fyrsta námskeið sem verður aug- lýst hjá Árskógi. „Mig langar alltaf að læra eitthvað nýtt og meira enda finnst mér tækið prýðis góð af- þreying. Það er líka mikill munur fyrir mann eins og mig sem var hálf sambandslaus í 40 ár úti á sjó að vera alltaf tengdur. Sér- staklega er það gott í útlönd- um en við hjónin ferðumst mikið og þykir gott að vera í reglulegu sambandi við fjöl- skyldu okkar og vini.“ ALLTAF TIL Í AÐ LÆRA EITTHVAÐ NÝTT LÆRDÓMSFÚS AFI Það er ekki eingöngu unga fólkið sem notar spjaldtölvur. Nú eru afar og ömmur farin að fikra sig áfram með notkun hennar enda er hún auðveld og þægileg í notkun. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU JÓLAGJÖF Örn fékk iPad í jólagjöf í fyrra frá eiginkonu sinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.