Fréttablaðið - 16.12.2013, Page 44

Fréttablaðið - 16.12.2013, Page 44
16. desember 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 28 ➜ Kanillinn er svo gott mótvægi við hunangið og það þarf ekki að bæta sykri í þennan girni- lega kakódrykk. www.postur.is HVERSU HRATT ÞURFA A-póstur Dreifing fyrsta virka dag eftir póst- lagningu. Síðasti skiladagur fyrir: A-póst utan Evrópu er 10. des. A-póst til Evrópu er 16. des. A-póst innanlands er 19. des. B-póstur Dreifing innan 3 virkra daga eftir póstlagningu. Síðasti skiladagur fyrir: B-póst utan Evrópu er 3. des. B-póst til Evrópu er 10. des. B-póst innanlands er 16. des. VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA jólakortin að berast? Á vefsíðunni heilsutorg.is er að finna girnilega uppskrift að heitu, heima- löguðu súkkulaði sem svínvirkar í skammdeginu á aðventunni. Í upp- skriftinni eru vanillu-möndlumjólk, ekta hrátt kakó, hunang og kókosolía. Innihaldsefnin: Þetta er miðað við fyrir tvo. ■ 2 bollar af vanillu-möndlumjólk. ■ 1 tsk. af hráu ekta kakói ■ 1 tsk. af lífrænu hunangi ■ 1 tsk. af kókosolíu ■ 1/2 tsk. af kanil Leiðbeiningar: Hitið vanillu-möndlumjólkina en alls ekki láta hana sjóða og bættu svo restinni af uppskriftinni saman við. Settu svo allt saman í blandar- ann og láttu hrærast í um eina mín- útu. Kókosolían gefur kakóinu mýkt og góða fyllingu. Kanillinn er svo gott mótvægi við hunangið og það þarf ekki að bæta neinum sykri eða öðrum sætuefnum í þennan girni- lega kakódrykk. - lkg Ekta heilsusamlegt heimalagað súkkulaði Uppskrift að heitu súkkulaði sem inniheldur til dæmis möndlumjólk, kókosolíu, kanil og hunang. GIRNI- LEGT Það jafnast ekkert á við það að ylja sér með góðum kakóbolla. Leikarar í Rómeó og Júlíu á Broadway buðu upp nokkra muni tengda sýningunni til styrktar baráttunni gegn alnæmi. Þetta gerist árlega og ákvað leikarinn Orlando Bloom að bjóða upp sveitta skyrtu sem hann hafði leikið í. Idol-stjarnan og meðleikari hans, Justin Guarini, sá um uppboðið en á endanum slóg- ust tveir aðdáendur um skyrt- una þannig að Orlando reddaði tveimur. Samkvæmt heimildum Variety söfnuðust alls 71 þús- und dollarar fyrir skyrturnar, rúmlega 8,3 milljónir króna. Nokkrir hjartaknúsarar hafa tekið þátt í þessu uppboði í gegnum árin en leikarinn Hugh Jackman var upphafsmaður átaksins árið 2004 þegar hann seldi sveitt handklæði úr The Boy from Oz. Þá buðu Hugh og meðleikari hans, Daniel Craig, upp skyrtur árið 2009 úr sýn- ingunni A Steady Rain. Í fyrra bauð Ricky Martin síðan upp buxurnar sínar í Evitu. Leikararnir í Rómeó og Júlíu komu Justin Guarini á óvart á einni sýningunni þegar þeir réttu honum DVD-safn með American Idol til að bjóða upp en það fór á aðeins hundrað dollara, tæplega tólf þúsund krónur. - lkg Sveitt skyrta fyrir 8 milljónir EFTIRSÓTTUR Orlando náði að safna helling af peningi. Bandaríska sjónvarpsstöðin Starz hefur hætt við að sýna sjónvarpsseríuna Fortitude sem verður tekin upp hér á landi eftir áramót. Kvikmyndafyrir- tækið Pegasus mun þjónusta tökuliðið á Íslandi en tökur fara aðallega fram á Reyðarfirði. Serían, alls þrettán þættir, átti að vera samstarfsverkefni Starz og Sky Atlantic í Bret- landi en nú mun Sky Atlantic sjá um alla fjármögnun á verk- efninu. Lýkur samstarfinu í góðu og ekki útilokað að sjón- varpsstöðvarnar muni vinna meira saman í framtíðinni sam- kvæmt fréttatilkynningu frá Starz. Fortitude fjallar um friðsæl- an smábæ en allt kemst í upp- nám þegar morð er framið þar. Ekki er enn ljóst hvaða leikarar munu leika aðalhlutverkin. - lkg Hætt við að sýna Fortitude á Starz BÚIÐ SPIL Starz mun ekki sýna Forti- tude.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.