Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 2
8. janúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 UMHVERFISMÁL „Við höfum ákveð- ið að láta sandbera göngustíga við Gullfoss, annað er ekki forsvaran- legt,“ segir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Gríðarleg hálka hefur verið á neðra bílaplaninu og á göngustígum í grennd við fossinn síðustu vikur. Fjöldi ferðamanna hefur dottið í hálkunni og nokkrir slasast. Ólafur Arnar segir að Umhverfis- stofnun og sveitarfélagið Bláskóga- byggð ætli að hafa samvinnu um hálkuvarnirnar. Sveitarfélagið ætli að leggja sitt af mörkum svo vegir verði mokaðir. Umhverfisstofn- un ætli að sjá um að láta sandbera göngustíga. „Það verður farið í að hálkuverja á næstu dögum,“ segir Ólafur Arnar. Hann segir að ekki sé ljóst hvað hálkuvarnirnar komi til með að kosta en segir að þetta séu ekki aðstæður sem hægt sé að bjóða upp á lengur. Landeigendafé- lagið við Geysi sér um að hálkuverja stíga á hverasvæðinu. Ólafur Örn Haraldsson, þjóð- garðsvörður á Þingvöllum, segir að innan þjóðgarðsins hafi stígar verið sandbornir. „Um leið og við fengum ábendingar um að stígarnir væru orðnir hálir, ákváðum við að bregð- ast við og sandbera þá. Við erum að sandbera mun meira en við höfum gert undanfarin ár,“ segir Ólafur. „Ég ákvað fyrir þremur árum að kaupa mannbrodda til að hafa til taks í bílunum hjá mér, til að tryggja öryggi farþega minna,“ segir Ómar Djermoun, framkvæmdastjóri Ice- limo Luxury Travel. Það hefur verið mikil hálka í vetur og mannbroddarnir hafa komið að góðum notum. „Margir þeirra sem ferðast með okkur hafa aldrei stigið á svell í líf- inu áður, því skiptir miklu máli að hafa svona búnað,“ segir Ómar. Hann segist oft vera spurður að því hvers vegna hann sé að eyða peningum í mannbrodda. „Ég svara alltaf að ég sé að eyða í öryggi. Maður græðir á því að fólki líði vel,“ bætir hann við. Hann segir að það sé oft gaman að sjá svipinn á hans farþegum þegar þeir ganga hála stíga styrkum fótum á meðan aðrir séu stöðugt að renna til. Ómar segir að mannbroddar kosti sitt, góðir broddar kosti 16 þúsund parið en það sé hægt að fá afslátt ef maður kaupir þá í einhverju magni. johanna@frettabladid.is Með mannbroddana til taks í bílunum Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu segist hafa ákveðið að kaupa mannbrodda til að forða fólki frá hálkuslysum. Umhverfisstofnun ætlar að láta sandbera stíga við Gullfoss á allra næstu dögum. Á Þingvöllum er búið að sandbera stíga. Á MANNBRODDUM „Ég ákvað fyrir þremur árum að kaupa mannbrodda og hafa til taks til að tryggja öryggi farþega minna“, segir Ómar Djermoun MYND/ÓMAR Maður græðir á því að fólki líði vel Ómar Djermoun DÓMSMÁL Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Lands- bankans, hefur verið beittur and- legum pyntingum, eða í það minnsta ómannúðlegri meðferð, segir Sig- urður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns, í grein sem birtist á Vísi.is í dag. Hann segir að Sigur- jóni hafi verið „haldið föngnum í réttarstöðu sakbornings“ um árabil á meðan stjórnvöld reyni að „hanna á hann refsiverða háttsemi“. Tilefni skrifanna er að í dag mun Sigurður láta reyna á fyrir héraðsdómi hvort ákæru á hendur Sigurjóni verði vísað frá dómi. Sig- urjón er ákærður, ásamt sautján öðrum fyrrverandi starfsmönnum Landsbankans, fyrir markaðsmis- notkun með hlutabréf í Landsbank- anum á árunum 2003 til 2008. Kröfuna um frávísun byggir Sigurður á því að við rannsókn málsins hjá embætti sérstaks sak- sóknara hafi Sigurjón ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Sigurður segir að ákæran eigi rót sína að rekja til rannsóknar og kæru Fjármálaeftirlitsins, sem hafi verið vanhæft til meðferðar málsins frá upphafi. „Rannsókn sakargifta á hend- ur Sigurjóni Þ. Árnasyni ber þess vott að Ísland eftir hrunið í októ- ber 2008 geti vart talist réttarríki, nema dómstólar vísi ákæru á hend- ur honum frá dómi,“ segir Sigurð- ur í greininni. Þar kemur og fram að Sigurður hafi fengið nafnlausar hótanir um limlestingar þegar hann hafi tjáð sig um hrunmál. - kh Sigurður G. Guðjónsson vill að ákæru á hendur Sigurjóni Þ. Árnasyni verði vísað frá héraðsdómi: Sakar stjórnvöld um að beita pyntingum UMSETINN Lögmaður Sigurjóns Árna- sonar krefst þess að ákæru á hendur honum verði vísað frá. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Marteinn, verður þetta kannski mynd um ekki neitt? „Ef við náum því að vera jafngóðir og Seinfeld-þættirnir væri ég bara kátur.“ Marteinn Þórsson gerir kvikmyndina Á morgun verðum við eitt, sem kostar ekki neitt og er án handrits. REYKJAVÍK Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Höfðatorgi um klukkan 14 í gær þar sem tilkynnt var um eld á efstu hæð byggingarinnar. Allt húsið var rýmt og nærliggjandi götum var lokað en eldurinn, sem sagður var afmarkaður á 20. hæð hússins, reyndist enginn vera. Um var að ræða mótor í loftræstingu sem brann yfir og gaf frá sér reyk. - hva Allsherjarútkall Slökkviliðsins á höfðuborgarsvæðinu: Enginn eldur á Höfðatorgi ÚTKALL Allt tiltækt lið Slökkviðliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Höfða- torgi í gær. Enginn eldur var en reykur hafði borist frá mótor í loftræstikerfi hússins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM REYKJAVÍK „Okkur sást yfir að taka þessa hækkun með og ég tek á mig ábyrgðina á því sem formaður bíla- stæðanefndar sjóðsins. Þetta þurfum við að fara betur yfir í nefndinni,“ segir Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurborgar og formaður bílastæðanefndar Bíla- stæðasjóðs. Gjaldskrá Bílastæðasjóðs hækkaði um hátt í 200% í bílastæðahúsum um áramótin og kostar nú hver klukkutími 150 krónur. Heill dagur, eða átta klukku- stundir, kostuðu fyrir áramót 430 krónur en nú kostar dagurinn 1.200 krónur. Er þetta hækkun upp á 179%. Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bíla- stæðasjóðs, varði hækkunina í gær og sagði hana tímabæra en bílastæðahúsin hafa mörg hver verið rekin með tapi svo árum skiptir. Gjaldskrárhækkunin var ákveðin í september í fyrra en borgarráð ákvað að hætta við áformaðar hækkanir á gjaldskrám í öllum þjónustuflokkum borgarinnar um miðjan nóvem- ber. Karl segir að þá hafi hreinlega gleymst að ræða hækkanir á gjaldskrá Bílastæðasjóðs. Gjaldskrárhækkunin kom Halldóri Halldórssyni, odd- vita sjálfstæðismanna í Reykjavík, verulega á óvart. „Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég átti ekki von á þessu. Skýringin er að þetta hafi ekki hækk- að í mörg ár en þetta er samt sem áður ekki í samræmi við yfirlýsingar meirihlutans um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum.“ Hann segir að þetta sendi nei- kvæð skilaboð út í samfélagið og ætlar að taka málið upp innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna. Spurður að því hvort til greina komi að endurskoða gjaldskrárhækkunina, segir Karl að þau mál þurfi að ræða sérstaklega. -ka Gjaldskrá Bílastæðasjóðs hækkaði um hátt í 200% um áramótin: Gjöldin hækkuð fyrir mistök TEKUR ÁBYRGÐINA Á SIG Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi og formaður bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs, segir að gjaldskrá Bílastæðasjóðs hafi verið hækkuð fyrir mistök. Hann tekur ábyrgðina á sig. SÝRLAND, AP Fyrstu efnavopn- in voru í gær flutt frá Sýrlandi með dönsku flutningaskipi, en efnunum á að eyða á hafi úti samkvæmt samkomulagi sem gert var í haust. Flutningaskipið mun bíða úti fyrir höfninni þangað til næsti skammtur verður tilbúinn til flutnings frá Sýrlandi, en á end- anum verða efnin flutt um borð í bandarískt herskip, Cape Ray, sem hefur verið útbúið með sér- stökum búnaði til þess að eyða efnavopnum. - gb Fyrstu vopnin flutt á brott: Efnavopnunum eytt á hafi úti UTANRÍKISMÁL Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að sögulegt skref verði stigið í nor- rænu samstarfi með þátttöku Finn- lands og Svíþjóðar í loftrýmiseftir- liti á Íslandi í næsta mánuði. Ráðherra hitti Erkki Tuomioja, finnskan starfsbróður sinn, á fundi í Helsinki í gær, en í tilkynn- ingu segist Gunnar Bragi fagna auknu samstarfi ríkjanna á sviði öryggismála. Á fundinum var einn- ig fjallað um samstarf ríkjanna, meðal annars á vettvangi Norður- skautsráðsins. - þj Ráðherra um loftrýmismál: Sögulegt skref að fá Finna með SPURNING DAGSINS Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.