Fréttablaðið - 08.01.2014, Page 6

Fréttablaðið - 08.01.2014, Page 6
8. janúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvað hafa margir erlendir ferða- menn lent í hálkuslysum í Árnessýslu frá því í desember? 2. Hvaða íslenski tónlistarmaður fékk fjórar stjörnur hjá kanadískum fjöl- miðli fyrir nýjustu plötuna sína? 3. Hversu mikið af fílabeini eyðilögðu kínversk yfi rvöld í vikunni? SVÖR: 1. 10. 2. Björn Thoroddsen. 3. Rúmlega 6 tonn. DAGVISTUN Félagsstofnun stúdenta (FS) herti reglur um dagvistunar- pláss fyrir stúdenta Háskóla Íslands þegar grunur kom upp um misnotk- un á þjónustu ungbarnaleikskóla stofnunarinnar. Stúdentar þurfa nú að sýna fram á lágmarks námsfram- vindu. Reykjavíkurborg herti einnig reglur um námsmannaafslátt vegna dagvistunar og þurfa nú báðir for- eldrar að vera í námi en áður nægði að annað foreldrið væri námsmaður. Um helmingsfækkun hefur orðið á umsóknum um námsmannaafslátt í Reykjavík frá því að breytingarnar tóku gildi árið 2011. „Eftir að við heyrðum sögu- sagnir um að fólk væri að skrá sig í háskólann til að koma börnum í leikskólana hertum við skilyrðin fyrir leikskólavist,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi FS. „Nú er gerð krafa um lágmarks námsframvindu, svipað og hjá Stúd- entagörðum, til að tryggja að þetta séu örugglega stúdentar sem séu þarna með börnin, en ekki fólk á vinnumarkaði,“ segir Rebekka, en hún segir langan biðlista vera eftir leikskólaplássum. Hertar reglur tóku gildi um mitt ár 2012. Þar er gert ráð fyrir því að foreldri ljúki að minnsta kosti 40 einingum á ári, eða tveimur þriðju hlutum þess sem viðkom- andi háskóladeild telur eðlilega framvindu fyrir eins árs nám, segir Rebekka, en lágmarkið er átján ein- ingar á haustönn. Þó eru veittar undanþágur ef ástæða þykir til. „Þessar reglur voru teknar upp að gefnu tilefni, enda viljum við þjóna stúdentum sem eru í fullu námi,“ bætir Rebekka við. Námsmenn sem búa í Reykjavík fá námsmannaafslátt vegna dagvist- unar, en frá því árið 2011 hafa báðir foreldrar þurft að vera í fullu námi til að njóta afsláttarins. Ólíkt leik- skólum FS þurfa foreldrar barna á öðrum leikskólum hins vegar ekki að sýna fram á lágmarks náms- framvindu og geta því látið nægja að skrá sig í nám. Námsmenn greiða rúmar 26.000 krónur á mánuði hjá leikskólum FS, fái þeir niðurgreiðslu Reykjavíkur- borgar. Þegar eingöngu annað for- eldrið er í námi er gjaldið aftur á móti afar hátt eða rúmar 55.000 krónur á mánuði. Margir foreldr- ar velja samt sem áður að nýta sér þjónustu FS, enda önnur dagvistun einnig kostnaðarsöm og víða skort- ur á öðrum úrræðum fyrir þennan aldurshóp barna. eva@frettabladid.is Hert á reglum vegna gruns um svindl Félagsstofnun stúdenta grunaði að fólk skráði sig í Háskóla Íslands til að koma börnum sínum að í leikskólum stofnunarinnar. Nýjar reglur gera kröfu um lág- marks námsframvindu og Reykjavíkurborg hefur einnig hert reglur sínar. Helmingsfækkun varð á umsóknum um námsmannaafslátt vegna dagvist- unar eftir að Reykjavíkurborg breytti reglum, samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundassviði Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg niðurgreiðir dagvistun fyrir námsmenn, jafnt hjá leikskólum borgarinnar, sjálfstætt starfandi leikskólum og dagforeldrum. Árið 2010 ákvað borgarstjórn Reykjavíkur að gera breytingar á gjaldskrá leikskóla og var námsmannaafsláttur sambúðarfólks og hjóna, þar sem annað var í námi, felldur niður. Nú njóta um 250 námsmenn í Reykjavík afsláttar, þar af eru hundrað með börn í sjálfstætt starfandi skólum og hjá dagforeldrum. Námsmenn þurfa að leggja fram námsvottorð, en engin krafa er gerð um þeir sýni fram á eðlilega námsframvindu, líkt og gert er hjá Félagsstofnun stúdenta. Helmingsfækkun hjá Reykjavík 123 pláss Leikskólar FS 133 pláss Ársól, Lundur og Korpukot Alls eru þetta 256 pláss, þar af nærri helmingur eingöngu fyrir námsmenn Háskóla Íslands. ➜ Ungbarnaleikskólar í Reykjavík LEIKSKÓLAR STÚDENTA Ungbarnaleikskólar Félagsstofnunar stúdenta eru umsetnir og lék grunur á að fólk skráði sig í nám gagngert til þess að fá þar inni fyrir börn sín. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMFÉLAG Janúar er sá mánuð- ur ársins sem flestir sækja um skilnað í Stokkhólmi, samkvæmt könnun sem sænska blaðið Dagens Nyheter hefur gert. Skilnaðar- umsóknirnar eru fimm til fimm- tíu prósentum fleiri í janúar en í öðrum mánuðum. Í janúar í fyrra sóttu 877 um skilnað, 682 í júní en 558 í desember. Dagens Nyheter hefur það eftir Christinu Hermanrud, sálfræð- ingi og sérfræðingi í fjölskyldu- tengslum, að náin samvera um jólahátíðina kunni að reyna á sam- bönd sem þegar eru komnir brest- ir í. Hún segir að samtímis séu menn oft með sérstakar væntingar til frísins. Komi þá upp vandamál sé auðvelt að einblína á vandann sem var fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum í Reykjavík er ekki hægt að merkja að fleiri umsóknir um skilnað berist til embættisins í janúar en öðrum mánuðum. Í janúar í fyrra bár- ust 40 ný skilnaðarmál til Sýslu- mannsins í Reykjavík. Í júní barst 41 skilnaðarumsókn en 55 í des- ember. Alls bárust 423 skilnaðar- umsóknir til embættisins í fyrra. Í Bretlandi er fyrsti vinnudagur- inn í janúar kallaður D-dagurinn, það er Divorce-day eða skilnaðar- dagur. - ibs Flestar umsóknir um skilnað berast í janúar í Svíþjóð og Bretlandi: Janúar er skilnaðarmánuðurinn BRÚÐHJÓN Ekki berast fleiri umsóknir um skilnað hér á landi í janúar en í öðrum mánuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KJARASAMNINGAR Félög fram- haldsskólakennara og stjórnenda í framhaldsskólum eiga í viðræð- um við samninganefnd ríkisins um endurnýjun kjarasamnings sem rennur út í lok þessa mánaðar en hátt í 2.000 ríkisstarfsmenn eru í Kennarasambandi Íslands. Fimm samningafundir hafa verið haldnir, en félögin kynntu ríkinu hugmyndir sínar í byrjun desem- ber. Í ljósi mjög slakrar launa- og kaupmáttarþróunar félagsmanna KÍ í framhaldsskólum undanfarin ár má vænta þess að samningar verði erfiðir. Grunnlaun nýútskrifaðs fram- haldsskólakennara með fimm ára háskólamenntun eru um 300 þús- und krónur á mánuði. Samninganefndir kennara og stjórnenda í framhaldsskólum leggja áherslu á að í þeirri samn- ingsgerð sem nú er hafin þurfi að leiðrétta laun í framhaldsskólum og gera launakjörin sambærileg við það sem gerist hjá skyldum hópum. - jme Nýútskrifaður framhaldsskólakennari með 300 þúsund krónur í mánaðarlaun: Erfiðar samningaviðræður VIÐRÆÐUR HAFNAR Samningar kennara renna út í lok mánaðarins. Við- ræður um nýjan samning eru hafnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÞÝSKALAND, AP Náttúruhamfarir kostuðu um tuttugu þúsund manns lífið á nýliðnu ári, en eignatjón er metið á tæplega 15.000 millj- arða króna. Mest tjón varð vegna fellibylsins Haiyan, sem reið yfir í nóvember. Hann kostaði nærri 6.100 manns lífið, flesta í Filipps- eyjum. Manntjónið varð um það bil helmingi meira en árið 2012, en eignatjónið varð minna. Árið 2012 var eignatjón rúmlega 20.000 milljarðar króna. - gb Náttúruhamfarir síðasta árs: Kostuðu nærri 20.000 mannslíf Svo létt á brauðið E N N E M M / S ÍA / N M 57 65 5 Löður er með Rain-X á allan bílinn Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540 Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.