Fréttablaðið - 08.01.2014, Side 20

Fréttablaðið - 08.01.2014, Side 20
 | 2 8. janúar 2014 | miðvikudagur Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Fimmtudagur 9. janúar ➜ ÍMARK spáin 2014 ➜ Gistinætur á hótelum í nóvember 2013 ➜ Efnahagslegar skammtímatölur í janúar 2014 Föstudagur 10. janúar ➜ Hagar – Uppgjör 3. ársfjórðungs ➜ Skattadagur Deloitte Þriðjudagur 14. janúar ➜ Atvinnuleysi í desember 2013 Miðvikudagur 15. janúar ➜ Fjármál ríkissjóðs á greiðslugrunni og peningalegar eignir og skuldir ríkissjóðs – stöðutölur í nóvember 2013. Fimmtudagur 16. janúar ➜ Fiskafli í desember 2013 Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsinsl i i lí i Gengi félaga í Kauphöll Íslands Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN ICELANDAIR 5,5% frá áramótum ICELANDAIR 5,5% í síðustu viku MESTA LÆKKUN N1 -1,1% frá áramótum N1 1,1% í síðustu viku 8 2 4 Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Atlantic Airways (DKK) 153,00 0,0% 0,0% Atlantic Petroleum (DKK) 145,00 0,0% 0,0% Bank Nordic (DKK) 130,00 0,0% 0,0% Eimskipafélag Íslands 262,00 1,0% 1,0% Fjarskipti (Vodafone) 28,40 4,2% 4,2% Hagar 40,00 4,2% 4,2% Icelandair Group 19,20 5,5% 5,5% Marel 136,00 2,3% 2,3% N1 18,65 -1,3% -1,3% Nýherji 3,65 0,0% 0,0% Reginn 15,55 1,3% 1,3% Tryggingamiðstöðin 31,90 -0,5% -0,5% Vátryggingafélag Íslands 10,80 0,1% 0,1% Össur 231,00 0,9% 0,9% Úrvalsvísitalan OMXI6 1.303,07 3,5% 3,5% First North Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Century Aluminum 1150,00 0,0% 0,0% Hampiðjan 13,25 0,0% 0,0% HB Grandi 22,00 0,0% 0,0% Sláturfélag Suðurlands 1,22 0,0% 0,0% Gengi íslensku krónunnar í árs- byrjun er umtalsvert lægra en á sama tíma í fyrra. Þá er verð- bólguþrýstingur minni um þessar mundir. Þetta kemur fram í morg- unkorni Íslandsbanka. Þróunin eykur trú á getu Seðlabankans til að halda gengissveiflum í skefjum, auk þess sem bankinn hefur náð að afla sér töluverðs gjaldeyris síðustu mánuði. Þá hefur þróunin dregið úr verðbólguvæntingum. Gengisþróun krónunnar hefur verið ólík í vetur því sem var árin á undan. Frá nóvemberbyrjun 2013 hefur krónan styrkst um ríf- lega fjögur prósent gagnvart körfu helstu gjaldmiðla og hefur hún ekki verið sterkari á þennan mæli- kvarða síðan í maí síðastliðnum. Íslandsbanki nefnir ýmsar ástæður fyrir þessari þróun, afborganir erlendra lána fyrir- tækja og opinberra aðila eru tals- vert smærri í sniðum þennan veturinn en áður. Þá hefur gjald- eyrisstaða Landsbankans breyst mikið og endurspeglast sterk lausafjárstaða bankans í gjald- eyri, meðal annars í 50 milljarða króna fyrirframgreiðslu hans inn á skuldabréf gagnvart þrota- búi gamla Landsbankans. Að auki hefur gjaldeyrisinnflæði vegna ferðamanna og vöruviðskipta auk- ist milli ára og ferðamannastraum- ur utan háannatíma hefur vaxið umtalsvert. Þróunin hefur verið jákvæð fyrir stefnu Seðlabankans varð- andi gjaldeyrisviðskipti á mark- aði sem kynnt var síðastliðið vor, þar sem bankinn hagar kaupum og sölu á markaði í samræmi við markmið um að lágmarka geng- issveiflur. Frá því Seðlabankinn kynnti nýja gjaldeyrisstefnu í maí síðastliðnum hefur dregið talsvert úr gengissveiflum, hvort sem litið er á daglegar gengisbreytingar eða hreyfingar milli mánaða, þó fleira komi þar til. Í morgunkorninu segir að stundum hafi verið haft á orði að afskipti Seðlabankans af gjald- eyrismarkaði væru ósamhverf á þá leið að hann væri fljótari til að selja gjaldeyri úr forða sínum þegar krónan veiktist en svifa- seinni við gjaldeyriskaup þegar krónan væri í styrkingarfasa. Gjaldeyriskaup síðustu mánaða sýna þó að gjaldeyrisstefnunni er framfylgt bæði þegar kemur að kaupum og sölu. Það er mikil- vægt þar sem það myndi reynast skammgóður vermir að nota skuld- settan gjaldeyrisforðann til þess að halda aftur af gengisveikingu, án þess að gjaldeyris væri aflað í forðann að nýju þegar betur stend- ur á. Krónan er óvenju sterk í ársbyrjun Gengið er talsvert lægra en það var á sama tíma í fyrra. Greiningardeild Íslands- banka segir þróunina jákvæða fyrir nýja gjaldeyrisstefnu Seðlabankans sem hefur verið samkvæmur stefnunni bæði í kaupum og sölu síðan hún var kynnt í maí. GENGISÞRÓUN krónunnar hefur í vetur verið ólík því sem verið hefur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is Tekjur tæknifyrirtækisins Face- book af auglýsingum í snjall- tækjum jukust um 429 prósent á þriðja ársfjórðungi 2013, sam- anborið við sama fjórðung árs- ins 2012. Fyrirtækið byrjaði illa á hluta- bréfamarkaði í maí 2012 en blaðinu hefur verið snúið við og síðan verð hlutabréfa þess náði lágmarki árið 2012 hefur það hækkað aftur um 208 prósent. Greinendur reikna með að Face book tilkynni á næstunni um að heildartekjur fyrirtækisins hafi aukist um meira en fjörutíu prósent milli ára. Þannig koma um þrír milljarðar Bandaríkja- dala af tekjum fyrirtæksins, eða ríflega þriðjungur, frá auglýsing- um í gegnum snjallsíma. Árið 2012 hóf fyrirtækið að selja fleiri auglýsingar í frétta- dálk síðunnar „News feed“, sem staðsett er fyrir miðju skjásins þar sem uppfærslurnar birtast og um 1,2 milljarður notenda Face- book eyðir tíma sínum. - fbj Tæknifyrirtækið Facebook hagnast gríðarlega á auglýsingum í snjalltækjum: Snjalltækjatekjur hjá Facebook Eignastýringarþjónusta Íslands- banka, VÍB, hefur undirritað samstarfssamning við Black- Rock, stærsta eignastýringar- aðila heims. BlackRock er með um 3.800 milljarða Bandaríkjadala í stýr- ingu og starfsemi í 30 löndum. Starfsmenn BlackRock eru yfir tíu þúsund talsins og margir af stærstu lífeyrissjóðum og trygg- ingafélögum heims nýta eigna- stýringarþjónustu BlackRock. Í tilkynningu frá Íslandsbanka er haft eftir Stefáni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra VÍB, þar sem hann segist mjög stoltur af því að BlackRock hafi valið þau til sam- starfs á Íslandi. „Samkvæmt könnun Capacent myndu flestir velja að leita til VÍB og Íslandsbanka eftir eigna- stýringarþjónustu eða 31% og er samstarfið við BlackRock liður í því að halda áfram að vera leið- andi í þjónustu til viðskiptavina. Við vonum svo sannarlega að þess sé ekki langt að bíða að ís- lenskir sparifjáreigendur og fag- fjárfestar geti nýtt sér þjónustu BlackRock og VÍB erlendis í auknum mæli,“ segir Stefán í til- kynningunni. Vegna fjármagnshafta gefst einungis viðskiptavinum sem eiga erlendar eignir eða hafa heimild til endurfjárfestingar í erlendum verðbréfum kostur á að fjárfesta í vörum BlackRock. - fbj Semja við stærsta eignastýringarfyrirtæki heims: VÍB í samstarf við BlackRock ÍSLANDSBANKI Samstarfið er liður í stefnu VÍB að bjóða viðskiptavinum sterkt vöru- og þjónustuframboð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MARK ZUCKERBERG Stofnandi og framkvæmdastjóri Facebook. MYND/AFP EFNAHAGSMÁL Fanney Birna Jónsdóttir | fanney@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.