Fréttablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTIR
U nnur Pálmarsdóttir MBA, eigandi og framkvæmda-stjóri Fusion Fitness Academy og stöðvarstjóri World Class á Seltjarnarnesi, hefur stundað líkamsrækt um langt skeið með frábærum árangri. Hún hefur kennt heilsurækt, þol-fimi og dansfitness úti um allan heim í yfir 30 löndum og á að baki fjölda Íslandsmeistaratitla. „Ég trúði því varla hvað Magnesíum Sport-spreyið virkaði vel! Eftir þungar líkams-æfingar og mikið svitatap er frábært að taka inn steinefnið magnesíum því við töpum því í gegnum svita og það getur leitt af sér aukna þreytu, harðsperr-ur og vöðvakrampa. Magnesíum Sport-spreyið er sérstaklega áhrifaríkt við orkumyndun og endurheimt vöðva. Með því að spreyja magnesíum beint á húðina skilar það sér hratt og örugglega inn í frumur líkamans og tryggir hámarksupptöku. Mér finnst best að nota það á helstu álagspunkta líkamans fyrir og eftir æfingar og kvölds og morgna þegar ekki er æft tilað tryggja s
MAGNESÍUMSPREY – HREINASTA SNILLDGENGUR VEL KYNNIR Unnur Pálmarsdóttir, líkamsræktarfrömuður, hóptíma-
kennari og stöðvarstjóri, hugsar vel um heilsuna. Hún kolféll fyrir Magnesíum
Sport-spreyinu frá Better You og notar það ávallt fyrir og eftir æfingar enda
tryggir það hámarksupptöku.
KEMUR Í VEG FYRIR KRAMPA
„Ég mæli með að allt íþróttafólksé með M
GISELE SYNGURFyrirsætan Gisele Bündchen hefur tekið upp lagið He-
art of Glass eftir Blondie fyrir H&M. Þetta er í annað
sinn sem hún þenur raddböndin fyrir fatarisann en í
fyrra söng hún lagið All Day and All of the Night eftir
Kinks í auglýsingaherferð fyrir haust- og vetrarlínu
fyrirtækisins.
GOTT AÐ SPREYJA FYRIR OG EFTIR ÆFINGAR
„Ég mæli eindregið með magnesíumspreyinu frá Better You því það hefur hjálpað mér við endurheimt vöðva og til að koma í veg fyrir krampa og harð-sperrur.“
FRANK LYMAN KJÓLADAGAR
Frá fimmtudegi til laugardags
20-30%
afsláttu
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
24
SÉRBLAÐ
Fólk
Sími: 512 5000
3. apríl 2014
79. tölublað 14. árgangur
Starfsandinn lélegur
Formaður Félags flugmálastarfs-
manna ríkisins segir litla starfs-
ánægju vera á Keflavíkurflugvelli.
Hann vonast eftir stefnubreytingu
með stjórnarskiptum hjá Isavia. 8
Nýtast tekjuháum betur Stjórnar-
andstæðingar segja að skuldalækk-
unarfrumvörpin nýtist tekjuháum
betur en tekjulágum. 4
Hefur risið 15 sentimetra Sveitar-
félagið Hornafjörður stendur 15
sentimetrum hærra er árið 1997. 10
Syfjaður af snúsi Best er að koma
sér upp föstum svefnvenjum í stað þess
að berjast við vekjaraklukkuna. 18
MENNING Dagbjört Andr-
ésdóttir syngur og safnar
með því fé til rannsókna. 40
LÍFIÐ Gísli Örn kynnir
íslenskt leikhúsfólk fyrir
heiminum. 58
SPORT Teitur Örlygsson
nálgast 100 sigra í úrslita-
keppninni í körfubolta. 54
OPIÐ TIL
21
Í KVÖLD
Opið allan sólarhringinn
í Engihjalla og Vesturbergi
FRUMSTÆÐAR KRAFTLYFTINGAR Fangarnir í Kópavogsfangelsi hafa bundið saman kókfl öskur og nota þær sem lóð til kraft -
lyft inga en laus lóð eru bönnuð í fangelsum. Þau æfi ngatæki sem föngum bjóðast eru gömul og úr sér gengin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SKOÐUN Guðrún Þorgerður
skrifar um búsetuúrræði
fyrir utangarðsfólk. 28
FANGELSISMÁL Þröng staða í fang-
elsismálum á Íslandi veldur því
að karlar og konur dvelja saman
í Kópavogsfangelsi. Fangels-
ið hefur verið starfrækt í 25 ár
en húsnæðið er úr sér gengið og
býður ekki upp á fullnægjandi
aðstæður fyrir fangana.
Dæmi eru um að fangar af
gagnstæðu kyni hafa dregið
sig saman og myndað sambönd
en þegar sú staða kemur upp
eru karlkyns fangarnir sendir í
önnur fangelsi til að ljúka afplán-
un.
Einar Andrésson, varðstjóri í
Kópavogsfangelsi, segir að mörgu
í aðstöðu fangelsisins sé ábóta-
vant. Hann nefnir læknis aðstöðu
fangelsisins sem dæmi en hún
er jafnan kölluð kústaskápurinn
vegna þess hve lítil hún er.
Ný skjólgirðing á útisvæði
fanganna kemur í veg fyrir að
fangar sjáist inn um girðingu
fangelsisins en fangelsið stendur
í miðju íbúðahverfi.
- ssb
Í Kópavogsfangelsi eru bæði konur og karlar. Ekki er hægt að aðskilja kynin:
Telja niður dagana í nýtt fangelsi
TÍSKA Fyrirsætan Sigrún Eva
Jónsdóttir vakti mikla athygli á
Reykjavík Fashion Festival um
síðustu helgi
þar sem hún
gekk tískupall-
ana fyrir fimm
mismunandi
hönnuði.
„Það var
rosalega gaman
en líka rosalega
mikil vinna,“
segir Sigrún
Eva. Fyrirsætuferill hennar hófst
óvænt þegar hún var sautján ára
og stödd í New York ásamt for-
eldrum sínum.
„Ég var í H&M þegar það kom
einhver kona upp að mér og vildi
fá mig á skrá sem fyrirsætu,“
segir hún en konan var útsendari
fyrir umboðsskrifstofu Wilhelm-
ina Models þar sem Sigrún Eva
starfar í dag.
- bþ / sjá nánar síðu 58
Módelið Sigrún Eva eftirsótt:
Uppgötvuð
í verslun H&M
SIGRÚN EVA.
Bolungarvík 6° A 3
Akureyri 6° SA 4
Egilsstaðir 5° A 5
Kirkjubæjarkl. 6° ASA 8
Reykjavík 7° ASA 9
Bjart með köflum víða um land en
hætta á þokubökkum með ströndum. Súld
með SA-ströndinni. Strekkingur allra syðst,
annars mun hægari vindur. 4
Árin sem Kópa-
vogsfangelsi hefur
verið starfrækt.
25
MATVÆLI Í dag fer fram málþing
um matarleifar í Norræna húsinu.
Tilgangurinn er að vekja athygli á
þeirri gríðarlegu verðmæta sóun
sem á sér stað í matvælafram-
leiðslu, smásölu og hjá neytendum.
Enda hafi sóunin ekki eingöngu
áhrif á matvælaverð heldur sé hún
einnig mikið umhverfisvandamál.
„Þrjátíu prósentum af mat sem
kemur í verslanir hér á landi er
hent. Í Evrópu er hent 90 milljónum
tonna af mat á ári,“ segir Þuríður
Helga Kristjánsdóttir, verkefna-
stjóri hjá Norræna húsinu. „Þetta er
matur sem hægt er að borða, oft er
hann ekki kominn yfir síðasta sölu-
dag. Stundum er það tilfellið en mat-
urinn er samt alls ekki skemmdur.“
Þuríður segir að mögulega séu
stórmarkaðir að rýma fyrir nýjum
vörum og því sé eldri vörum hent.
„Þetta er mikilvægt málefni út frá
umhverfislegum og fjárhagslegum
forsendum. Fólk hefur ekki efni á
mat en svo er verið að henda honum
í tonnatali. Sóunin er gríðarleg. Það
er líka fleira í gámunum en matur, til
dæmis klósettpappír sem er pínulítið
rifinn, hreinsiefni og annað. Öllu er
svo hrúgað í sama gáminn og engin
flokkun,“ segir Þuríður.
Hún segir forgangsmál hjá Nor-
rænu ráðherranefndinni að taka á
þessum vanda, meðal annars með
því að samræma aðgerðir og koma
upp matarbönkum. Slík tilraun
hefur gefist vel í Noregi. „Þá geta
verslanir farið með vörurnar sínar í
matarbankann og bankinn dreifir til
fátækra og heimilislausra, eða býr
til súpu úr afgöngunum og býður
upp á mat.“
ebg/ sjá síðu 20
Óskemmdum matvælum
fleygt í tonnatali á Íslandi
Þrjátíu prósentum af matvörum verslana er hent í ruslið hér á landi. Fjallað verður um áhrifin sem það hefur
á málþingi í dag. Hópur fólks á Íslandi stundar þann lífsstíl „að rusla“ en það eru þeir sem fara í gámana og
hirða óskemmdan mat til neyslu. Í Evrópu er níutíu milljónum tolla af mat hent á hverju ári.
➜ Ruslarar sem hirða mat úr gámum
Björk Hólm Þorsteinsdóttir skrifaði BA-ritgerð um lífsstíl ruslara, eða
þeirra sem safna mat úr gámum og neyta. Hún talaði við átta einstak-
linga sem annaðhvort lifðu einungis á að rusla, eins og það er kallað, eða
höfðu á einhverjum tímapunkti stundað það mikið.
„Allir viðmælendur stunduðu þetta af vali og gerðu ekki af neyð.
Það voru pólitísk sjónarmið sem létu þau fara þessa leið og þau vildu
takmarka sína þátttöku í neyslusamfélaginu,“ segir Björk.