Fréttablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 4
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 103.000 ferkíló-metrar er flatarmál Íslands, en þar af eru 64.500 auðnir. Á láglendi eru rúmir 12 þúsund ferkílómetrar ógróið land eða land með minna en 50% gróðurþekju– sem auðvelt væri að rækta upp að mati sérfræðinga. SAMFÉLAGSMÁL Stjórnarráðið tekur þátt í „Bláum apríl“, vitund- arvakningu um einhverfu, með því að baða forsætisráðuneytið í bláu ljósi í apríl. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að fyrirtæki og stofnanir taki þátt í vakningunni um allan heim með þessum hætti en 2. apríl er alþjóðadagur einhverfunnar og blár er einkennislitur hennar. Styrktarfélag barna með ein- hverfu stendur fyrir verkefninu en það er liður í söfnunarátaki félagsins. Stjórnarráðið mun lýsa upp húsið fyrstu vikuna í apríl og styðja þannig málstaðinn. - fbj Styðja einhverfa: Stjórnarráðið blátt í apríl BAÐAÐ Í BLÁU Stjórnarráðið verður blátt fyrstu vikuna í apríl. MYND/FORSÆTISRÁÐUNEYTI VINNUMARKAÐUR Starfsgreinasam- band Íslands er ósátt við að lög skuli hafa verið sett sem banna verkfallsaðgerðir sjómanna á Herjólfi. Starfsgreinasambandið segir að samningsrétturinn sé stjórnar- skrárvarinn og einn mikilvægasti réttur launafólks til að ná fram bættum kjörum. Það er alvarlegt þegar Alþingi grípur inn í það ferli. Lagasetningar á verkföll eru sniðnar að atvinnurekendum og leysa eingöngu þeirra mál, en skikka starfsmennina til að vinna áfram á sömu kjörum. - jme Mótmæla lagasetningu: Hjálpar atvinnu- rekendum SVÍÞJÓÐ Þrír menn hafa verið dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir rán á bensínstöð á Skáni í Sví- þjóð í janúar. Þjófarnir voru með grímur en afgreiðslustúlka þekkti þann sem gekk að búðarborðinu á augunum. Hann var nefnilega nágranni hennar. Við yfirheyrslu sagði stúlkan að hún hefði í fyrstu haldið að um grín væri að ræða. Þjófarnir héldu á brott með svolítið reiðufé sem þeir keyptu fíkniefni fyrir í Kaup- mannahöfn. - ibs Rán á bensínstöð: Þekkti þjófinn á augunum ALÞINGI Það eru mikil tímamót fólgin í þessu frumvarpi ef það verður að lögum, sagði Bjarni Bene- diktsson, efna- hags- og fjár- málaráðherra, í umræðum á Alþingi um frumvarp um sér- eignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og hús- næðissparnaðar. Nokkrir úr hópi stjórnarand- stæðinga, þeirra á meðal Katrín Jakobsdóttir, gagnrýndu ráð- stöfun séreignarsparnaðar í því formi sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu sem myndi nýtast þeim tekjuhærri mun betur en þeim tekjulægri. Helgi Hjörvar, Samfylking- unni, benti á að alþingismaður með 700 þúsund krónur á mán- uði gæti fullnýtt þessa heimild og fengið út úr því 600 þúsund króna skattafafslátt. Á sama tíma fengi einhleypingur með meðaltekjur, um 400 þúsund krónur á mán- uði, einungis 300 þúsund króna skattaafslátt. Árni Páll Árnason, formað- ur Samfylkingarinnar, sagði að þetta liti allt vel út við fyrstu sýn en hefði augljósa ágalla. Það væri verið að hygla fjármálafyr- irtækjum umfram fólk. Í máli nokkurra þingmanna komu fram áhyggjur af því að fólk hefði minni peninga á efri árum ef það notaði séreignar- sparnaðinn til húsnæðiskaupa eða til að greiða niður húsnæð- islán sem það hefur þegar tekið. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, sagði að kostirnir við frumvarpið væru þeir að fólk hefði val. „Fólki býðst að fara úr einu sparnaðarformi yfir í annað,“ sagði Guðmundur. Þingmaður- inn sagði að það væri spurning hvort séreignarsparnaðarformið væri ekki orðið ónýtt. Íslending- ar hefðu getað tekið út séreignar- sparnað frá 2009 og væru búnir að nýta um 100 milljarða af sér- eignarsparnaði sínum í annað. johanna@frettabladid.is Frumvarpið nýtist tekju- háum betur en tekjulágum Mælt var fyrir skuldalækkunarfrumvörpum á Alþingi í gær. Stjórnarandstæðingar segja að þau nýtist tekju- háum betur en tekjulágum. Fjármálaráðherra segir frumvarp um séreignarsparnað marka ákveðin tímamót. SKULDALÆKKUN Mælt var fyrir skuldalækkunarfrumvörpum ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BJARNI BENEDIKTSSON ÁRNI PÁLL ÁRNASON GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON KATRÍN JAKOBSDÓTTIR HELGI HJÖRVAR Helgi Hjörvar, Samfylkingu, spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra á þingi í gær hvar reiknivélin væri svo almenningur gæti reiknað út hvað hver og einn fengi út úr skuldaleiðrétt- ingunni. „Hvar er reiknivélin? Þegar maður pantar sér pítsu þá veit maður hvort maður fær senda 18 tommu, 9 tommu eða brauðstangir. En almenningur getur ekki fengið upp- lýsingar um það hvað hver og einn fær í skuldaleiðrétt- ingu,“ sagði Helgi Hjörvar. „Það virðist vera að háttvirtur þingmaður hafi það að sérstöku markmiði, og þá sérstaklega undanfarna daga, að reyna að gera sem flesta óánægða,“ sagði Sigmundur Davíð í andsvari sínu. Helgi hefði það að leiðarljósi að reyna að ala sem mest á tortryggni og gera sem flesta hópa óörugga og óánægða. - sks / jme Elur á óánægju SIGMUNDUR D. GUNNLAUGSSON Þegar maður pantar sér pítsu þá veit maður hvort maður fær senda 18 tommu, 9 tommu eða brauðstangir. Helgi Hjörvar alþingismaður FERÐAÞJÓNUSTA Um 66 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í mars samkvæmt talningu Ferða- málastofu í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Þetta eru rúmlega 17 þúsund fleiri erlendir ferðamenn en fóru frá land- inu í sama mánuði og fyrir ári. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu voru Bretar fjöl- mennastir eða nærri 32 prósent allra ferðamanna sem komu til lands- ins. Næstflestir komu frá Banda- ríkjunum, um fimmtungur þeirra sem hingað komu. Norðmenn voru þriðji fjölmennasti hópurinn, þeir voru rúmlega fimm prósent þeirra sem komu, þá Þjóðverjar, Frakkar, Danir, Kanadamenn og Svíar. Um 24 þúsund Íslendingar fóru utan í mars síðastliðnum, tæplega þrjú þúsund færri en í mars árið 2013. Þess ber að geta að í fyrra voru páskarnir í lok mars. Frá áramót- um hefur svipaður fjöldi Íslendinga farið utan og á sama tímabili í fyrra eða um 71 þúsund talsins. - jme Erlendum ferðamönnum sem koma til landsins fjölgar talsvert frá fyrra ári: Bretar fjölmenna til Íslands FERÐAMENN Mun fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í mars en í sama mánuði í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ /GVA AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá AUSTLÆGAR ÁTTIR verða á landinu næstu daga og nokkuð bjart um landið vestanvert en líkur á súld eða rigningu suðaustanlands í dag og á morgun. Mögulega falla svo él norðan og norðaustan til í kólnandi veðri frá föstudagskvöldi til laugardags. 6° 3 m/s 4° 6 m/s 7° 9 m/s 6° 16 m/s Strekkings- vindur allra syðst annars hægari. Strekkings- vindur allra syðst annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 13° 29° 10° 21° 15° 7° 21° 11° 11° 21° 19° 16° 20° 21° 19° 20° 9° 23° 6° 8 m/s 6° 6 m/s 5° 5 m/s 4° 6 m/s 6° 4 m/s 5° 4 m/s 2° 6 m/s 8° 6° 3° 1° 6° 6° 4° 2° 4° 0° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN Sturtusett Verð frá kr. 66.900 Gæði fara aldrei úr tísku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.